Vika 1, hlekkur 6

MÁNUDAGURINN 27. FEBRÚAR

Á mánudaginn var ekki tími vegna þess að ég var á starfskynningu í Þjóðleikhúsinu. Kynningin var mjög skemmtileg og ég lærði mikið um Þjóðleikhúsið. Ég hitti mikið af frægum leikurum en þetta var allt mjög skemmtilegt fólk.

ÞRIÐJUDAGURINN 28. FEBRÚAR

Á þriðjudaginn fengum við að nota tímann í að gera kynningu um starfskynninguna í Þjóðleikhúsinu.

FIMMTUDAGURINN 2. MARS

Á fimmtudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem er um Ísland. Landið okkar er ansi merkilegt þegar kemur að náttúrunni okkar enda er landið draumaland jarðfræðingsins. í hlekknum munum við læra um jarð- og líffræði Íslands en líka um náttúruvernd og þess háttar. Við ræddum mikið um hvernig fjöll úr móbergi myndast.

Hér er eitt frægt móbergsfjall sem heitir Herðubreið.

Herdubreid1

STAÐREYND DAGSINS

Hrafntinna, baggalútur og ljóst líbarít er sama berg en það er myndað við mismunadi aðtæður.

HEIMILDIR

Mynd 1 Wikimedia Commons

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *