Lekaliði

Við fengum það verkefni að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja við lekaliðann og segja hvaða hlutverki hann gegnir.

Hvaða hlutverki gegnir lekaliðinn?

Allt rafmagn sem er notað í húsinu fer í gegnum lekaliðann. Ef að honum er slegið út fer allt rafmagn af húsinu. Það þarf að koma jafn mikill straumur til baka í gegnum lekaliðann og fer inn í húsið í gegnum lekaliðann. Ef að það kemur ekki jafn mikill straumur til baka þá er útleiðsla. Sem þýðir að straumurinn fer ekki rétta leið til baka, eins og til dæmis ef maður fær raflost og straumurinn fer til jarðar en ekki til baka í gegnum lekaliðann, þá slær hann út, af því þá fer ekki jafn mikið rafmagn inn og út. Þess vegna er mikilvægt að hafa lekaliða í rafmagnstöflunni.

Lekaliðinn hjá okkur er 30 mA. Þannig ef að útleiðslan verður meiri en 30 mA slær lekaliðinn út. Lekaliðinn verður verður að slá út á innan við 0.2 sek til þess að hann sé í lagi. Það er mjög mikilvægt að slá út lekaliðanum sirka 1x í mánuði til þess að hann stirðini ekki það er að segja að hann sé ekki of seinn að slá út.

Taflan okkar:

lekalidi

Lekaliðinn hjá okkur er mjög áberandi í rafmagnstöflunni.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 2, hlekkur 5

MÁNUDAGURINN 30. JANÚAR

Á mánudaginn lærðum við um viðnám, rafspennu og rafstraum. Það er ein mjög góð leið til að muna muninn á rafspennu og rafstraum. Ef við sjáum fyrir okkur vatnsslöngu þá getum við líkt rafstraumnum við vatnið sem rennur í slöngunni og spennan er krafturinn í vatninu eða hversu hratt það rennur í gegnum slönguna. En þessu hugtök viðnám, rafstraumur og rafspenna er jög gott að muna.

Rafspenna

 • táknuð með V
 • mæld í voltum
 • sú orka sem er fyrir hendi

Rafstraumur

 • táknaður með I
 • mæld í amper

Viðnám

 • tákað með R, gott að muna enska orðið yfir viðnám sem er resistance
 • mælt í óm, Ω 
 • því brattara, því meira viðnám

ÞRIÐJUDAGURINN 31. JANÚAR

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Helgu í hóp og við tókum Eðlisfræði 1 sjálfspróf

Surningar:

 1. Hvaða eindir eru frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?
 2. Hvers konar rafhleðslu fær hlutur sem:

a – hefur of margar rafeindir?

b – vantar rafeindir?

3. Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?

4. Hvað gerist þegar hlutr koa nær hvor öðrum og þeir hafa:

a – samskonar rafhleðslu?

b – mismunandi rafhleðslu?

5. Nefndu dæmi um stað sem er öruggur þegar þrumuveður gengur yfir?

6. Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?

7. Hvernig virkar eldingarvari?

8. Þú nuddar uppblásinni blörðu við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu það sem gerist.

9. Útskýrðu það sem gerst þegar þrumur og eldingar verða.

10. Þegar þú klæðir þig úr peysu geta smáneistar myndast og þú heyrir brakandi hljóð. Á hverju byggist þetta?

Svör:

 1. Róteind – jákvæð hleðsla, Rafeind – neikvæð hleðsla, Nifteind – enginn hleðsla
 2. a – Neikvæða hleðslu, b – Jákvæða hleðslu
 3. Því að hún hefur að jafn margar róteindir og rafeindir.
 4. a – Þau hrinda hvor öðru frá sér, b – Þau laðast hvort að öðru
 5. Að vera inni í bíl er öruggt en forðast að vera á háum punkti.
 6. Vegna þess að vatn leiðir vel og ef eldingu slær niður færð þú rafstuð.
 7. Ef eldingin fer í byggnguna leiðir eldingarvarinn eldinguna í gegnum bygginguna og niður í jörð.
 8. Hluti rafeindanna í hárinu þínu færist yfir í blöðruna. Blaðran er þá með umfram fjölda rafeinda en hárið skortir þær. Blaðran er þá neikvæð og hárið jákvætt. Þess vegna dragast þau að hvert öðru.
 9. Í skýjunum myndast rosaleg rafspenna á milli endanna sem fær þau til að hlaupa og mynda þessar mikilfenglegu sprengingar.
 10. Það sama og gerist í skýjunum, bara un minna.

FIMTUDAGURINN 2. FEBRÚAR

Á fimmtudaginn kom til okkar gestur og það var hann Guðjón, pabbi minn. Hann hélt fyrirlestur um rafmagn og líka aðeins um hvað hann gerir í vinnuni sem rafvirki. Pabbi sagði að mikilvægt væri að bera virðingu fyrir rafmagni og fara varlega í kringum rafmagn.

Við töluðum um afhverju maður fær ekki straum af símahleðslutæki. Það er vegna þess að í hleðslutækinu eru aðeins 9 volt, fyrir því fnnur maður ekki. En á hleðslutækjum er hægt að sjá hversu há hleðsluspennan er.

Það kom mér á óvart að þegar það er verið að vinna við háspennulínur, línurnar á rafmagnsstaurunum, þá vinna menn í málmgöllum. Það er vegna þess að ef mennirnir fá stuð hleypur það á vinnugöllunum, það fer ekki í mennina sjálfa. En þetta er bara gert í útlöndum.

Afhverju hætta vindmyllur að framleiða þegar það er mikið rok?

Það er vegna þess að vindmylluspaðarnir svegjast að mastrinu sem að getur verið hættulegt. Það er vegna þess að ef vindhraði fer yfir 36m/s geta spaðarnir rekist í mastrið.

Vindmyllur eru samtaka.

Vindmyllur senda boð á milli sín ef það eru margar vindmyllur í vindmyllulundi. Ef það heyrast einhver óhljóð í vindmyllunum þegar þær eru í gangi þá tala þær allar saman, ef þær heyra allar þennan hávaða þá halda þær áfram. Þá gæti vel verið að til dæmis þota hafi flogið yfir. Ef hinsvegar aðeins ein vindmylla heyrir hljóðið stöðvast hún, vegna þess að þá er hávaðinn í henni.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 1, hlekkur 5

MÁNUDAGURINN 23. JANÚAR

Á mánudaginn fengu við glósupakka og Gyða útskýrði nýju hugtökin sem við vorum að læra. Þau voru til dæmis: rafspenna, rafstraumur og viðnám. Svo fórum við líka yfir ólík form orku en þau eru: stöðuorka, hreyfiorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka.

ÞRIÐJUDAGURINN 24. JANÚAR

Á þriðjudaginn fórum við í ferðalag til Reykjavíkur. Það sem við voru að gera var að skoða skóla og við skoðuðum Tækniskólann og Borgarholtsskóla.

FIMMTUDAGURINN 26.JANÚAR

Á fimmtudaginn vorum við að gera verkefni í tölvu um rafmagn og orku. Við fengum spurningar og þeim svaraði ég inná síðustu bloggfærslu.

FRÉTTIR OG MYNDBÖND

Vara við neyslu á brenndu brauði

Áhugi á himingeimnum að aukast

The Birth of a Lightning Bolt

HEIMILDIR

youtube.com

Storm

mbl.is

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Rafmagn á Dal, hlekkur 5

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
 4. En neikvæða?
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?

Og fyrir þá sem eru fljótir að vinna er þetta í boði….

Hér fyrir neðan eru mín svör:

Hrein orka

 1. Um 3/4 af orku á Íslandi er frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
 2. Innflutta orkan er notuð til að knýja skip og samgöngutæki.
 3. Þegar þessi efni eru brennd losna gróðurhúsalofttegundir, en það leiðir til þess að andrúmsloftið hlýnar.

Raforka

 1. Raforka, hreyfiorka og stöðuorka.
 2. Róteindir, rafeindir og nifteindir.
 3. Róteindir hafa jákvæða hleðslu.
 4. Rafeindir hafa neikvæða hleðslu.
 5. Það sem á sér stað er að jákvæðu róteindirnar draga að sér neikvæðu rafeindirnar og þá myndast rafstraumur.
 6. Með því að virkja jarðhita, vatn og jafnvel nota sólar-og vindorku.
 7. Rafhleðsla er hleðsla öreinda. Rafmagn er hins vegar eitt form orku, og í stuttu máli rafhleðslur.

 

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vísindavaka 2017!

Þá er það fyrsta færsla ársins 2017! Þessi færsla er um vísindavöku 2017. Í vísndavökunni setjum við okkur saman í hópa og veljum okkur tilraun til að framkvæma. Svo þarf að skila tilraunini af sér. Það er hægt að skila henni t.d. með myndbandi, framkvæma tilraunina fyrir framan bekkinn og skila skýrslu eða gera plakat.

Hér fyrir neðan fáið þið að sjá hvernig ferlið gekk fyrir sig.

MÁNUDAGURINN 9. JANÚAR

Við stelpurnar byrjuðum að leita að tilraunum til þess að framkvæma. Það var margt flott sem var hægt að gera. Að velja tilraun tók tímann sinn vegna þess að við vildum gera þetta extra vel. Okkur langaði sérstaklega mikið að gera þetta vel vegna þess að við viljum að lokamatið líti sem best út áður en að við útskrifumst. Leitin að hinni fullkomnu tilraun hélt áfram. Við komumst svo að því hvað við vildum gera í þessari síðustu vísindavöku okkar.

ÞRIÐJUDAGURINN 10. JANÚAR

Framkvæmdadagur!

Á þriðjudaginn framkvæmdum við tilraunina og ákvæðum að skila þessu af okkur með myndbandi eins og við höfum gert síðustu ár:

TÖFRASANDUR:

Efni og áhöld: 

Fínn og þurr sandur (miklvægt að hann sé þurr), vatn, vatnsverndarsprey fyrir leður (sílikonsprey), alhliða vatnsverndarsprey (sílokonsprey), álpappír, glær skál, flaska með litlum stút

Framkvæmd:

 1. Taktu álpappírinn og leggðu hann á borðið. Brjóttu uppá hliðar álpappírsins. Það er gert svo að efnið sem á að vera á álpappírnum hellst ekki útaf.
 2. Taktu fínan þurran sand. Hann á að vega um 130-150 gr. Dreifðu svo sandinum jafnt yfir álpappírinn.
 3. Þegar búð er að dreifa sandinum yfir álpappírinn skal spreyja sílikonspreyji yfir. Þegar búið er að spreyja sílokon spreyjinu yfir skal bíða þangað til að sandurinn sé þornaður. Þegar sandurinn er þornaður skal róta og hrista aðeins í honum. Þegar það er búið má spreyja aftur. Þetta ferli er endurtekið 4x.
 4. Þegar það er búið að endurtaka þetta ferli 4x skal  hella sandnum ofan í flöskuna með litla stútnum.
 5. Þegar þetta er búið skal fylla helst stóra glæra skál af vatni.
 6. Prófaðu nú að sprauta sandinum á botn glerskálarinnar. Þú ættir að fá út skemmtilega útkomu sem mun koma þér á óvart.

Niðurstöður: 

Við stelpurnar vorum hæstánægðar með útkomuna þar sem markmiðið var að setja sand í fast form. Það sem við vildum líka að myndi gerast væri að þegar við myndum taka sandinn uppúr glerskálinni myndi sandurinn vera þurr eins og hann hefði aldrei komið við vatn. Viti menn, það gekk upp! Eftir það settum við svo sandinn ofaní vatnið aftur en þá varð hann eins og drulla. Ég hugsa að það hafi verið vegna þess að við sprautuðum honum ekki ofaní vatnið aftur. Við komumst svo að því að seinna sílikonspreyið virkað betur. Þá náðum við að gera nokkurskonar ís, eða setja sandinn í þannig form. Það náðum við ekki að mynda með fyrra spreyinu. Ástæðan fyrir mismunandi útkomum gæti verið vörumerkið eða gæði.

Hvers vegna gerist þetta?

Vegna þess að í spreyinu er olía og olía er vatnsheld. Þannig að við einfaldlega vatnsvörðum sandinn þegar við spreyjuðum hann. Þegar sandurinn var í vatni var hann í föstu formi en þegar við tókum hann uppúr vatninu varð hann eins og venjulegaur sandur. Það gerðist vegna þess að sandurinn var bara ekki í vatni.

FIMMTUDAGURINN 12. JANÚAR

Á fimmtudaginn klipptum við mynbandið til, settum inn myndir og settum líka inn texta.

MÁNUDAGURINN 16. JANÚAR

Á mánudaginn kláruðum við næstum að klippa myndbandið til en Laufey kláraði það alveg heima hjá sér.

ÞRIÐJUDAGURINN 17. JANÚAR

Á þriðjudaginn skiluðum vð verkefninu. Það náðu allir að skila á réttum tíma þrátt fyrir að sumir hópar hafi lent í smá tæknilegum erfiðleikum. Í tímanum fengu allir hóparnir matslista til að meta vinnuna sína. Svo sýndum við auðvitað verkefnið okkar og fengum að sjá verkefnin hjá hinum líka.

Smelltu hér til að sjá myndbandið.

MYNDIR:

sandur1sandur2

Séð á hlið                                                           Séð að ofan

HEMILDIR:

Steve Spangler Science

Upprunalega myndbandið

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 2, hlekkur 3

MÁNUDAGURINN 5. DESEMBER 

Á mánudaginn fengum við glósupakka og fórum yfir grunninn í efnafræði og aðeins meira. Það var ekkert mál vegna þess að við lærðum þetta svo vel í 8. bekk. Samt er auðvitað alltaf gott að rifja hlutina upp. Við fórum til dæmis yfir

 • hver munurinn er á frumeind og sameind
 • hvað sætistala er
 • hleðslu
 • hvað lota og flokkur er

Í þessum hlekk munum við fara aðeins dýrpra í efnafræðina. Til dæmis munum læra að stilla efnajöfnur og önnur atriði. Í tímanum settum við svo mikið inná hugtakakortið sem er alltaf gott til að muna atriði.

ÞRIÐJUDAGURINN 6. DESEMBER

Á þriðjudaginn var tilraun. Tilraunin var mjög skemmtileg. Tilraunin gekk út á það að læra að mæla sýrustig, læra um sýrustig (pH-gildi) og náttúrulega að æfa okkur í að gera skýrslu. Það sem við gerðum í tilrauninni var að mæla sýrustig 5 mismunandi efna, þessi efni voru öll glær nema eitt. Við settum efnin í tilraunaglös og röðuðum efnunum eftir sýrustigi á glasastandinn. Svo helltum við rauðkálssafa útí tilraunaglösin með efnunum og viti menn litirnir breyttust! Svona kom þetta út:

efnafraedi1

En þetta voru efnin:

efnafraedi2

FIMMTUDAGURINN 8. DESEMBER

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að vinna í skýrslunni.

FRÉTTIR OG MYNDBÖND

Drongo Bird Tricks Meerkats

Dýrmætar upplýsingar um manninn

HEIMILDIR

youtube.com

BBC Earth

mbl.is

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 8, hlekkur 2 og vika 1, hlekkur 3

MÁNUDAGURINN 28. NÓVEMBER

Á mánudaginn káruðum við umræðurnar sem við byrjuðum á í lok tímans á þriðjudaginn í síðustu viku. Í tímanum fengum við líka hiemapróf uppúr efnafræðinni, og svo fengum við að byrja á því.

ÞRIÐJUDAGURINN 29. NÓVEMBER, HLEKKUR 3 BYRJAR

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Við fengum tíma til þess að klára heimaprófið og það gekk bara mjög vel enda skilaði tíminn á mánudaginn miklu. Við náðum flest öll að klára heimaprófið. Gyð ætlaði ekki að nota allan tímann í heimaprófið en áður en hún vissi af var tíminn búinn.

FIMMTUDAGURINN 1. DESEMBER

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og ég ætlaði að blogga um hugtök efnafræðinnar en það gafst ekki tími til. Það var vegna þess að á fimmtudaginn var dagur íslenskrar tónlistar og þá koms skólinn saman og sungum við þrjú lög saman. Þau voru; Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra Föðurland og Sautjánþúsund sólargeislar.

HUGTÖK

 • frumeind
 • sameind
 • frumefni
 • nifteind
 • róteind
 • rafeind
 • lotukerfið
 • lota
 • flokkur
 • efni
 • efnablanda

FRÉTTIR OG MYNDBÖND

Fljúgandi drekar frumskógarins

Hvirfilbyljum fjölgar í Bandaríkjunum

HEIMILDIR

youtube.com

BBC Earth

hvatinn.is

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 7, hlekkur 2

MÁNUDAGURINN 21. NÓVEMBER 

 Á mánudaginn var fyrirlestatími. Við ræddum um siðfræði og fóstureyðingar.

ÞRIÐJUDAGURINN 22. NÓVEMBER

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Í tímanum áttum við að velja okkur hugtök og vera með umræðu um hugtökin. Margt var í boði, sjálf var ég með brjóstakrabbamein. Dæmi um hugtök sem var hægt að velja; Downs heilkenni, fóstureyðignar, genabanki og Alzheimer. Þessi hugtök urðu að tengjast því sem að við lærðum í erfðafræði. Við fengum að lesa aðeins um hugtökn sem við völdum okkur. Þegar það var búið færðum við borðin í stofunni saman og hófum umræður um hugtökin. Sá/sú sem var meður hugtak til umræðu átti að stjórna umræðunni.

FIMMTUDAGURINN 24. NÓVEMBER

Á fimmtudaginn héldum við áfram með umræðurnar og það gekk betur en á þriðjudaginn, vegna þess að við vissum betur hvernig við áttum að stjórna umræðu og tilheyrandi. Við náðum samt ekki að klára umræðurnar. Á fimmtudaginn áttum við svo að fá hemapróf en frngum það ekki þá.

BRJÓSTAKRABBAMEIN

Hvað er brjóstakrabbamein?

“Brjóstakrabbamein er vöxtur brjóstafrumna sem fylgir ekki hefðbundnum reglum um frumuskpti í líkamanum“. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og er vakin mikl athygli á krabbameininu í október þegar það hefst söfnun fjármagns til að vinna gegn sjúkdómnum. Þessi söfnun þekkist best undir heitinu Bleika Slaufan. Rannsóknum fleygir fram. Það er alltaf verið að rannsaka meinið og vegna rannsóknanna hefur okkur farið mikið fram með að lækna meinið.

Hvernig myndast brjóstakrabbamein?

Í brjóstunum eru frumur eins og í öllum líkamanum. Í brjóstunum hvílast og vaxa frumurnar á víxl. Þegar frumurnar vaxa og hvílast eru frumunum stjórnað af genum sem eru geymd frumukjarnanum. Frumukjarninn er eins og heili frumunnar eða hann er það í raun og veru. Þegar frumurnar vinna rétt og starfa er vöxtur þeirra eðilegur og honum haldið í skefjum. Þegar gen stökkbreytast eða þróa með sér afbrigði geta frumurnar glatað eiginlekanum að stjórna hringrás vaxtar og hvíldar.

Einkenni

Það getur verð að einkenni brjóstakrabbameins séu óljós í fyrstu. Hnútur getur verið of smár til að finna fyrst. Hnúturinn finnst þegar farið er í brjóstamyndatöku og þar af leiðandi byrja rannsóknir. Helstu breytingar á brjósti sem geta beint til brjóstakrabbameins eru:

 • Brjóstið eða hluti þess bólgnar
 • Erting í húðinni og dæld/ir.
 • Verkur í brjóstinu.
 • Verkur í geirvörtu eða geirvartan snýr inn á við.
 • Roði, flögnun eða þétting geirvörtu eða brjósthúðar.
 • Útferð úr geirvörtu önnur en brjóstamjólk.
 • Hnúður í handarkrika (bólginn eitill eða eitlar).

FRÉTTIR

Spóinn flýgur án millilendingar

Photo of the Day

14 ótrúlegar myndir af afrískum rándýrum í fullu fjöri

Letidýr í leit að maka

HEIMILDIR

brjostakrabbamein.is

nationalgeographic.com

youtube.com

BBC Earth

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 6, hlekkur 2

MÁNUDAGURINN 14. NÓVEMBER

Á mánudaginn var fyrirlestartími. Fyrirlesturinn var um erfðatækni.

ÞRIÐJUDAGURINN 15. NÓVEMBER

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Í fyrri tímanum fórum við í tölvuverið og skoðuðum erfðir.is og bækling frá Landsspítalanum. Mæli með þessum síðum ef maður vill vita meira um erfðafræði. Í seinni tímanum fórum við svo í náttúrufræðistofuna og gerðum hugtakakort uppúr erfðafræðinni. Það er roslalega gott að skrá niður hugtök og tengja þau saman ef maður er til dæmis að læra fyrir próf eða vill leggja hluti vel á minnið ef manni finnst ekki auðvelt að leggja bókatexta á minnið. Þessi tíma skilaði miklu og alltaf gott að fara yfir hugtökn þó maður sé nokkuð viss.

FIMMTUDAGURINN 17. NÓVEMBER

Á fimmtudaginn var ekki tími vegna þess að við fórum í menningarferð til Reykjavíkur. Ferðin var mjög skemmtileg og um leið lærdómsrík. Við í 10. bekk byrjuðum á að fara á Alþingi unga fólksins sem var mjög fróðlegt og lúmskt skemmtilegtþ en það fórum við í hlutverk þingmanna og fórum á þing-, þingflokks-og nefndarfundi. Þegar við vorum búin fórum við í ratleik um miðbæ Reykjavíkur, ég kom sjálfri mér mikið á óvart hvað ég vissi og rataði mikið. Þegar það var búið fékk ég mér kaffi. Svo vorum við sótt og fórum í Laugardalslaugina í sund. Eftir það fórum við í Kringluna og fengum okkur kvöldmat og sjoppuðum aðeins. Svo fórum við í Þjóðleikhúsð á Djöflaeyjuna og það var mjög flott. Þá var aðeins heimferðin eftir og við komumst heim heil að húfi.

Hvar eru genin í okkur?

Niturbasar, ATGC » DNA » gen » litningur » kjarni » fruma » vefi » líffæri

Við erum samsett úr mörgum allskonar frumum. Allar frumurnar geyma sama DNA-ið  sama hverng fruma það er. DNA-ið er grunnurinn.

FRÉTTIR

Vísindamenn varpa ljósi á álóttan lit hrossa

Photo of the Day

HEIMILDIR

Hvatinn

National Geographic

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Vika 5, hlekkur 2

MÁNUDAGURINN 7. NÓVEMBER

Á mánudaginn spjölluðum við og það var fyrirlestratími. Við ræddum um fréttir og allskonar tengt erfðafræðinni.

ÞRIÐJUDAGURINN 8. NÓVEMBER

Í fyrri tímanum skoðuðum við fréttir og það var líka svona smá fyrirlestur. Svo í seinni tímanum fengum við tíma til að undirbúa okkur fyrir könnunina sem var á fimmtudaginn.

FIMMTUDAGURINN 10. NÓVEMBER

Á fimmtudaginn var könnun uppúr erfðafræðinni í Nearpod. Þar máttum við nota hugtakakort og glósur.

FRÉTTIR OG MYNDBÖND

Iguana vs. Snakes, Planet Earth 2

Hefur ekki verið nær jörðu í 68 ár

Posted in Óflokkað | Leave a comment