![]() |
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.
|
Snjóbretti,Körfubolti og Parkour |
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var ekki náttúrufræðitími afþví við vorum í danstíma
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn fengum við glósur um orku á Íslandi. Glósurnar voru meðal annars um vatnsafl og vindorku og kosti og galla þeirra.
Vegalengd = m
Kraftur = N
Vinna = Nm = J
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn féll náttúrufræðitíminn líka niður útaf við vorum í verkefni sem heitir Mystery Skype. Í þessu verkefni áttum við að Skypea einhvern skólahóp á Norðurlöndunum og finna út hvar þeir vorum með að spurja Já og Nei spurningar. Þetta verkefni var alveg nokkuð skemmtilegt.
FRÉTTIR
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var Nearpod kynnning um lífríki Íslands. Við töluðum aðeins um lofthjúp jarðar, við töluðum líka um samlífi lífvera sem eru:
Samhjálp – Þegar báðar lífverur hafa gagn af hvorri annari til dæmis eru fléttur (sveppir og þörungar) gott dæmi um samhjálp.
Gistilífi – Þegar aðeins önnur lífveran hefur gagn af samlífi þeirra en hin hefur hvorki gagn né ógagn, t.d. gerlar sem lifa á manni.
Sníkjulífi – Þegar bara ein lífvera hefur gagn en hin ógagn t.d. flatormur.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn var bara einn tími afþví við vorum að fara á starfamessu í FSU. En fyrri tíman vorum við aðeins að tala um fugla eins og fuglastofna og að íslendingar drápu seinasta gerifuglinn.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn var skólahreysti og Bláfjalla ferð og það var svaka fjör.
FRÉTTIR
Einn miljarður jarðarbúa reykir
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn fjölluðum við um tvo menn sem heita Helgi Pjetursson og Guðmundur Kjartansson sem eru frægir jarðfræðingar. Helgi Pjetursson var fyrstur Íslendinga að fá doktorsgráðu í jarðfræði og var frægur fyrir bækur sínar um jarðfræði. Guðmundur var fæddur í Hrunamannahrepp og er í hópi fremstu jarðfræðinga landsins, hann skrifaði margar greinar um fræði sín og vann mikið að jarðfræðikortagerð.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn var ekki náttúrufræði afþví það voru samræmdupróf
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn var ekki heldur náttúrufræðitími áfþví við vorum enþá í samræmduprófum
FRÉTTIR
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var ekki náttúrufræðitími afþví það voru starfskynnigar og ég fór í Þjóðleikhúsið með Einar Ágúst, Laufey og Ragnheiði.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn vorum við að gera kynningu um starfskynningarnar svo að náttúrufræðitíminn féll niður.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn vorum við að byrja í nýjum hlekk sem fjallaði um Ísland. Í þessum hlekk munum við fjalla um Ísland meðal annars jarðfræði og líffræði á Íslandi. Fyrst fengum við hugtakakort og svo talaði Gyða um margt sem tengdist jarðfræði og þá aðallega um móberg sem er algengt á Íslandi. Og frægasta fjall úr móbergi er Herðubreið.
FRÉTTIR
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var Nearpod kynning um rafrásir og hvernig þær eru hilðtengdar og raðtengdar. Raðtengdar er þegar straumurinn fer bara einn hring um rafrásina en hliðartengd er þegar það getur farið aðra leið ef eitthvað klikkar í rafrásinnni. Það er þessvegna betra að hafa hliðartengt ef maður vill ekki alltaf vera að gera við.
ÞRIÐJUDAGUR
Á Þriðjudaginn var stöðvavinna og ég var með Begga í hóp og við bjuggum til rafrásir sem bjuggu til dæmis til mismunandi hljóð og kveiktu á ljósi o.fl.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn var fyrirlestur um segulkrafta og segulmagn
FRÉTTIR
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var fyrirlestur í Nearpod. Við vorum að ræða um viðnám, rafspennu og rafstraum. Rafspenna (V) er mæld í voltum, Rafstraumur (I) er mældur í amperum (A) og Viðnám (R) er mælt í óm.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn var stöðvavinna ég var með Einar Kára í hóp í stöðvavinnunni. Við fórum á stöð nr. 1 þar sem við gerðum sjálfspróf, svo fórum við á stöð nr. 2 sem voru Phet-forrit og við prófuðum nokkrar æfingar, næst fórum við á stoð 15 og bjuggum til geislabyssu og vasaljós og svöruðum svo spurningum, við horfðum líka á myndband um vindmyllur á stöð 20.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn fengum við heimsókn frá Guðjóni pabba Ragnheiðar sem vinnur hjá Landsvirkjun. Hann ræddi meðal annars um vindmyllur, rafmagn o.fl. Hann sagði okkur t.d. hvernig það væri auðvelt að muna hvað rafspenna og rafstraumur, Ef maður ímyndar fyrir sér vatnsslöngu þá getum við líkt rafstraumnum við vatnið sem rennur í slöngunni og spennan er krafturinn í vatninu eða hversu hratt það rennur í gegnum slönguna.
Fréttir
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn vorum við að byrja á nýjum hlekk sem heitir Eðlisfræði. Við byrjuðum tímann á að fá glósupakka og fórum svo í Nearpod kynningu um rafmagn og form orku o.fl. Form orku eru t.d. Stöðuorka, Hreyfiorka, Kjanorka, Efnaorka, Varmaorka o.fl. Við fjölluðum líka um lögmál Ohms sem segir að spennumunur sem þarf til að senda straum gegnum leiðara sé í réttu hlutfalli við margfeldi straumsins og viðnámsins eða Rafstraumur = Spenna/Viðnám. Við lærðum líka um mælieiningar sem kallast Amper (mælieining straums), Volt (mælieining spennu) og Óm (mælieining viðnáms). Svo sýndi gyða okkur hvernig maður getur breytt formi orku með því bara að nudda saman höndunum.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn fórum við til Reykjavíkur á Framhaldsskólakynningu og við skoðuðum Borgarholtsskóla og Tækniskólann.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn vorum við að gera verkefni niðri í tölvuveri sem við áttum að svara spurningum um orku sem ég skilaði inn á seinasta bloggi.
FRÉTTIR
Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:
Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:
Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?
Og fyrir þá sem eru fljótir að vinna er þetta í boði….
Svar við spurningum
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn var vísindavakan að byrja ég var með Einari Ágústi, Begga og Guðna í hóp. Okkur gekk ekki mjög vel að finna einhverja tilraun til að framkvæma en okkur tókst það eftir tímann. Við gerðum tilraunina draugavatn úr Vísindabók Villa. Tilgangur þessarar tilraunar var að nota útfjólublátt ljós til að láta Tónik glóa.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn fórum við að reyna að framkvæma tilraunina.
Efni og áhöld sem þurftu í tilraunina voru:
Núna þurftum við að fara að framkvæma. Við byrjuðum á að setja límband yfir flassið á símanum svo strikuðum við yfir með bláa tússinum og svo endurtókum við það tvisvar en á seinasta lagið notuðum við fjólubláa tússinn. Svo settum við Tónikið í ílátið og fórum á dimman stað og settum útfjólubláa ljósið sem við bjuggum til undir ílátið og það á að glóa.
Vísindaspurningin okkar var svona: Afhverju glóir Tónikið?
Svarið við vísindaspurningunni var: Það er efni sem er í Tónikinu sem kallast Fosfór sem breytir útfjólubláuljósi í sýnilegt ljós.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn byrjuðum við að klippa myndabandið og það gekk mjög vel við kláruðum næstum því að klára en ætluðum að nota síðasta tímann til að klára það.
MÁNUDAGUR
Á mánudaginn vorum við að ná að klára verkefnið en þá eyddist allt útaf Ipadinum svo við þurftum að byrja upp á nýtt á öllu verkefninu. Svo við hlupum út í búð og keyptum tónikið og byrjuðum aftur að taka upp og það gekk bara óvenjuvel svo notuðum við vinnutímann til að klára myndbandið og það tókst okkur.
ÞRIÐJUDAGUR
Á þriðjudaginn var svo kynningin á verkefnunum. Við áttum að segja í stuttu máli hvaðan við fengum hugmyndina og afhverju við völdum hana. Við stóðum okkur held ég bara vel. Svo fengum við matsblað til að skrá hvernig okkur gekk.
Hér er linkurinn af myndbandinu: https://www.youtube.com/watch?v=JMDifZKaQ_o