browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vísindavaka 2017

Posted by on janúar 23, 2017

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn var vísindavakan að byrja ég var með Einari Ágústi, Begga og Guðna í hóp. Okkur gekk ekki mjög vel að finna einhverja tilraun til að framkvæma en okkur tókst það eftir tímann. Við gerðum tilraunina draugavatn úr Vísindabók Villa. Tilgangur þessarar tilraunar var að nota útfjólublátt ljós til að láta Tónik glóa.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn fórum við að reyna að framkvæma tilraunina.

Efni og áhöld sem þurftu í tilraunina voru:

  • Tónik
  • Sími (með flassi)
  • Tússpenna (Bláan og Fjólubláan)
  • Glært ílát

Núna þurftum við að fara að framkvæma. Við byrjuðum á að setja límband yfir flassið á símanum svo strikuðum við yfir með bláa tússinum og svo endurtókum við það tvisvar en á seinasta lagið notuðum við fjólubláa tússinn. Svo settum við Tónikið í ílátið og fórum á dimman stað og settum útfjólubláa ljósið sem við bjuggum til undir ílátið og það á að glóa.

Vísindaspurningin okkar var svona: Afhverju glóir Tónikið?

Svarið við vísindaspurningunni var: Það er efni sem er í Tónikinu sem kallast Fosfór sem breytir útfjólubláuljósi í sýnilegt ljós.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn byrjuðum við að klippa myndabandið og það gekk mjög vel við kláruðum næstum því að klára en ætluðum að nota síðasta tímann til að klára það.

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn vorum við að ná að klára verkefnið en þá eyddist allt útaf Ipadinum svo við þurftum að byrja upp á nýtt á öllu verkefninu. Svo við hlupum út í búð og keyptum tónikið og byrjuðum aftur að taka upp og það gekk bara óvenjuvel svo notuðum við vinnutímann til að klára myndbandið og það tókst okkur.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var svo kynningin á verkefnunum. Við áttum að segja í stuttu máli hvaðan við fengum hugmyndina og afhverju við völdum hana. Við stóðum okkur held ég bara vel. Svo fengum við matsblað til að skrá hvernig okkur gekk.

Hér er linkurinn af myndbandinu: https://www.youtube.com/watch?v=JMDifZKaQ_o

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *