Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um Jarðfræði, Skoðuðum námsmat og fengum glósur og Gyða hélt fyrirlestur. :) á Þriðjudaginn og miðvikudaginn var ég veik svo ég fór til læknis og það kom í ljós að ég væri með ónýta hálskirtla og þarf að fara í hálskirtlatöku eftir áramót.

Við erum að fara að skrifa ritgerð við máttum velja okkur efni, ég valdi Eldgos ég ætla að skrifa alment um íslensku eldgosin og ætla að fjalla um Eldgosið í Heimaey sem aðal umfjöllunarefni.

Hvað er Hrafntinna? 

,,Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er að hún myndist í svokölluðum „súrum“ gosum (það er þegar kísilrík kvika kemur upp á yfirborð jarðar) með litla sprengivirkni. Slík gos kallast troðgos og mynda hraungúla. Hrafntinnan myndast við jaðrana, en meginhluti hraungúlanna er þó yfirleitt kristallað rhýólít.

Á Íslandi finnst mest af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafntinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu og á Hrafntinnuhrygg við Kröflu. Hrafntinna finnst einnig á flestum rhýólítsvæðum landsins, en yfirleitt í mjög litlum mæli.“

Heimild mynd

Heimild texti 

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *