Á meðan bekkjasystkyni mín voru í vísindavöku var ég í hálskirtlatöku þar sem ég var búin að vera meira og minna veik í 2 og hálft ár. Með króníska hálsbólgu og hita.

Hákskirtla takan mín! 

Ég fór þann 10 jan í þessa aðgerð ég var mætt á sjúkrahúsið á Selfossi kl 08:00 um morgunin þar fékk ég rúm og armband með nafninu mínu kennitölu og heimilisfangi og þar var ég mæld hæð, þyngd og blóðþrystingu allt út á svæfinguna að gera. Svo þurfti ég að býða og býða og fór ekki í aðgerðina fyrr en 11:30 og þá var ég keyrð inn á gang og svo lagðist ég á skurðarborðið og þar byrjaði svæfingarlæknirinn á að spreya deifingarspreyi á hendina á mér og svo var sett svona hjarsláttar mælir á vísifingur á hægrihendi. Svo byrjaði hann á því að binda  gúmíhanska efst á hendina á mér en það kom engin æð.. Svo hann sló mig í hendina þéttingsfast og ekkert gerðist svo hann ákvað að stinga í vonar um að fynna æð en ekkert fanns ekki einu sinni eftir 4 stungur í olbogabótina og 3 í handabakið og ætlaði hann þá að færa sig yfir á hina hendina en ég bað til guðs um að það kæmi æð svo ég þyrfti ekki að ganga í gegnum það sama á hinni hendini! Og viti menn! hún kom þessi blessaða æð! Svo ég fékk stungu númer 5 í hendina og loks í æð. Svo svimaði mig smá og ég man ekki meir. Svo vaknaði ég og man lítið en var að drepast í hálsinum og hendinni þá var ég komin með verkjalyf í æð og sofnaði aftur. Svo vaknaði ég aftur og fékk vatn og verkjalyf í æð. Þá var ég komin með vökva í æð og fékk frostpinna og varð bara nokkuð hress eftir nokkra skamta af verkjalyfjum og nóg að vatni. Svo strax nokkrum tímum eftir aðgerðina fékk ég að borða. Svo um nóttina gat ég lítið sofið af verkju því annardagurinn var hreint helvíti! En þá er gott að hafa góðar hjúkkur og nóg að vatni og verkjalyfjum. Svo fékk ég að fara heim daginn eftir.

 

 

 

 

Hvað eru hálskirtlar? 

Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum.

Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða þær sér í hring í kokinu. Eitlurnar liggja þétt upp að slímhúð á ákveðnum stöðum í nefholi og kverkum og eru staðsettar þannig að eitilfrumur í þeim geti náð sýklum á leið inn í líkamann með fæðu og lofti sem við öndum að okkur.

Við störf sín geta eitlur sýkst og við fáum eitlubólgu. Sýkist eitla oft gerir hún meiri skaða en gagn og getur þá þurft að fjarlægja hana. Hinar eitlurnar sem eftir eru sinna þá hennar störfum að mestu leyti. Þess vegna getum við verið án þeirra þótt betra sé að hafa eitlurnar allar.

Heimild Texti : Vísindavefurinn.

[tonsil.jpg]

Heimild mynd

Myndband þar sem er sýnt úr hálskirtlatöku

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *