Archive | maí 2013

Bully

í mannréttindarfræði horfðum við á heimildarmyndina Bully, sem fjallar um nokkra krakka í Ameríku sem verða fyrir miklu einelti. Í myndinni er talað bæði við þá sem að lagt er í einelti  og þá sem leggja í einelti. Einnig er sýnt frá foreldrum sem sonur þeirra svipti sig lífi vegna eineltis. Mér fannst mjög sorglegt að sjá hversu mikið var um einelti og hversu alvarlegar afleiðingarnar voru. Svo gátu skólastjórar, kennarar og foreldrar eiginlega ekki gert neitt í því. Það voru þó foreldrar sem reyndu og héldu samkomur og þess háttar en það dugar aldrei til að stoppa einelti þó að það hjálpi rosalega til.en nú er búið að stofna marga hópa sem þolendur og aðstandendur eineltis hafa stofnað með þeim tilgangi að aðrir þurfa ekki að ganga í gengum vonda eineltið sem þau hafa gengið í gegnum.