Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

4. Hlekkur, Vika 5

mars 31st, 2014

Mánudaginn 24. mars

Við vorum að gera verkefni í Nearpod aftur. Ég var með Ninnu með Ipad. Við fengum einnig glósur frá Gyðu og vorum að gera verkefni úr þeim í Nearpod. Hér eru nokkrir punktar úr glærunum:

 • Ísland er á kaldtempraðabeltinu, sem er mitt á milli kuldabeltsins og tempraðabeltsins.
 • Við erum einnig á heimskautabeltinu, barrskógabeltinu og freðmýri.
 • lagskipting_lofthjups_jardarÞetta er mynd af Lofthjúpinum. Þessi mynd er í glósunum.
 • Vatn er mikilvægasta efni á Jörðinni.
 • Auðlindir sem hægt er að nýta frá hafinu eru t.d. fiskistofnanir og sjávarfallaorka.
 • Flóð og fjara, öldur og sjávarföll gerast útaf aðdráttarafli frá Tunglinu og Sólinni.
 • Það er gott lífríki í sjó í kringum Ísland því að sjórinn hjá okkur blandast saman, við fáum heitan og kaldan straum sem blandast saman.
 • Ísland er á Golfstrauminum og Grænlandsstrauminum.
 • Strandlína Íslands er 5000 km.
 • Mesti munur á flóði og fjöru er á Vesturlandi en munurinn er allt að 5 m.

Við áttum svo að velja okkur tvö og tvö saman til að gera Nearpod kynningar í næstu viku. Ég og Ninna völdum okkur saman og umfangsefnið okkar eru sjávarfallaorka.

Fimmtudaginn 27. mars

Við vorum að byrja á Nearpod kynningunum okkar. Ég og Ninna vorum með sjávarfallaorku en við áttum að gera þrjár glærur og eitt verkefni sem hinir krakkarnir eiga að leysa. Smá fróðleikur um sjávarfallaorku:

 • Endurnýanleg.
 • Áreiðanlegasta orkulind Jarðar.
 • Að öllum líkindum stærsta orkulind Íslands.
 • Tunglið og Jörðin toga í hvort annað og sjórinn fær að finna fyrir þaða orku.
 • Sjórinn hækkar og lækkar þar sem Tunglið snýr að Jörðinni.
 • Sjórinn færist með snúning Jarðar og dregst alltaf að Tunglinu.
 • Heimildir

Við kláruðum að gera allar þrjár glærurnar en fáum meiri tíma næsta mánudag að klára verkefnið.

Fréttir 

 Hlýnun Jarðar

Lýsandi tré

Strákur fæddist með hjartað út úr sér

Hugmyndir fyrir 1. apríl

Stelpa sem að jugglar fimm körfuboltum með fótunum

Hvítbók

mars 25th, 2014

Hvítbók

Við áttum að velja okkur hugtök úr nýju Hvítbókinni til að skrifa um, ég valdi Jarðmyndanir. Hvítbók er bók sem ríkisstjórnin gefur út til að skýra skoðanir sínar á einhverju máli, og hvernig ætti að leysa það mál eða vandamál. Hvítbókin sem ég er að skrifa upp úr er um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Jarðmyndanir

Jarðmyndanir eru allmennt hvernig Jörðin myndast, eins og hvernig berg myndast yfir aldirnar. Þær fjóru helstu myndanir á Íslandi eru; Blágrýti, varð til á tertíertímabilinu og er elsta jarðmyndunin, síðan er Grágrýti sem er næstelsta myndunin og varð til á ísöld, þriðja jarðmyndunin er Móberg sem varð til á seinni hluta ísaldar og yngsta jarðmyndunin er Nútímahraun sem er allt hraun og sem hefur orðið til frá lok ísaldar og til dagsins í dag. Ísland er eldfjallaeyja, sem þýðir að við erum á heitum reit. Þessi reitur lyftir upp hluta Mið-Atlantshafshryggjarins upp yfir sjávarborð, sem segir til um staðsetningu landsins í Norður-Atlantshafinu. Þetta eru svokölluð flekaskil. Hryggurinn kemur upp við Reykjanes og fer þaðan norðuaustur yfir landið og heldur áfram ofan í hafið við Tjörnnes. Landið er að gliðna í sundur um 2 cm á ári, enn það er ekki alltaf jöfn gliðnun, heldur er hún oft samfara eldgosum og verður í áföngum. Eldvirknin á Íslandi er í gosbeltum sem eru flokkuð undir rekbelti og jaðarbelti. Landið gliðnar um rekbeltin, enn þau eru myndbirting úthafshryggjarins á þurru landi. Þau einnkennast af fjölda megineldstöðva með tuga kílómetra langar gos- og sprungureinar sem fara skástígt yfir landið, eins og þessar eldstöðvar; Grímsvötn, Askja og Krafla. Í Kröflueldum árið 1975-1984 gliðnaði land um 8 m í sprungurein Kröflu. Ummerkin frá gliðnuninni sjást vel í Gjástykki og við Leirhnjúk. Jaðarbeltin hafa hinnsvegar litla gliðnun, jafnvel enga og eldstöðvar þeirra eru yfirleitt hárreistar. Eldstöðvar sem eru svona eru t.d.; Hekla, Katla, Öræfajökull og Torfajökull. Enn nýmyndun og upphleðsla gosbergs fer aðeins fram í rekbeltunum. Jarðlögin færast út úr gosbeltunum með tímanum og þá tekur rof og landmótun við af völdum útrænna afla, s.s. vatnsfalla, jökla og úthafsöldu. Elstu jarðlög landsins eru talin vera um 16 milljón ára gömul og jarðlög sem eru eldri eru því meira rofin.

Heimildir
Hvítbókin
Náttúrufræðistofa Kópavogs

4. Hlekkur, Vika 4

mars 24th, 2014

Mánudaginn 17. mars

Við vorum að prufa nýtt forrit sem heitir Nearpod. Það virkar þannig að við erum öll með Ipada sem eru tengdir við hennar Gyðu Ipad. Hún sendir síðan glærur, glósur, myndir, myndbönd og svoleiðis til okkar sem við eigum að lesa eða horfa á. Síðan förum við í svona smá könnun úr því sem við vorum að læra og svörum spurningum eða teiknum á myndir sem þarf að leysa.
Það sem við vorum að fjalla  um í þessari Nearpod kynningu var lífríki Íslands.

downloadHérna er mynd af lunda að borða fisk.

 

Fimmtudaginn 20. mars

Við héldum áfram að vinna með Nearpod um lífríki Íslands og fleira. Ég og Stefanía vorum saman með Ipad og það var gaman.
Gyða sagði okkur einnig að við áttum að velja okkur hugtak úr nýju Hvítbókinni sem við eigum svo að skrifa um á blogginu. Ég valdi Jarðmyndanir.

Fréttir

Hvítbókin
Náttúruhamfarir af mannavöldum
Ný risaeðlutegund fundin- Kjúklingurinn frá helvíti
Íslendingar borða enn of mikið salt
HIV smitaðist á milli kvenna
Sniðugar uppfinningar
 Breytingar á fólki eftir að hafa tekið inn dóp
Hreinskilin slagorð á vörum

4. Hlekkur, Vika 3

mars 18th, 2014

Mánudaginn 10. mars

Í fyrsta tímanum vorum við að fjalla um jarðfræði Hrunamannahrepps. Hér eru nokkrir punktar sem ég skrifaði hjá mér:

 • Hrunamannahreppur er á sér fleka, hvorki Ameríkuflekanum né Evrópuflekanum.
 • Helstu bergtegundirnar í hreppnum eru Blágrýti, sem er gosberg, Líparít og Móberg.
 • Miðfell varð til við eldgos undir jökli og breyttist síðan í móberg yfir tíma.
 • Líparít finnst í Kerlingarfjöllum og Hrunalaug.
 • Herðubreið er drottning íslenskra fjalla.
 • Dr. Helgi Pjeturson kom oft hingað í hreppinn og var gerði margar mikilvægar uppgötvanir í Hrunmannahrepp. Eins og að jöklarnir voru að hopa, ganga fram, hopa o.s.frv. enn ekki bara hopa, ganga fram.
 • Guðmundur Kjartansson var einnig með merkilegar uppgötvanir um hvernig móbergið myndaðist.

Í seinni tímanum vorum við svo að afla upplýsingum um ritgerðina sem við erum að skrifa hjá Gyðu. Ég ætla að skrifa um Miðlífsöldina og tímabilin í henni; Tertíer, Júra og Krít.

 Fimmtudaginn 13. mars

Á fimmtudaginn var stöðvavinna. Við áttum annaðhvort að vera í hópum eða ein, ég var með Stefaníu. Hérna eru stöðvarnar sem við fórum á:

Loftmyndir af Jörðinni
Við skoðuðum nokkrar myndir sem voru ýmist teknar af gervitunglum, Hubbelsjónaukanum og fl. Myndirnar voru skrítnar á litinn og engin af þeim eins. Þetta voru myndir af mismunandi stöðum í heiminum og allveg fáránlega fallegar.
Fyrsta myndin sem við skoðuðum var af London hverfinu. Myndin var tekin með innrauðri myndavél og þessvegna var hún rauð, græn, blá og brún. Rauði liturinn voru húsin, brúni liturinn voru trén og blái og græni liturinn voru sveitirnar í útjaðri London.

1544008_10201429715247871_1469093024_nHérna sést myndin af London(Náði ekki að snúa henni)
Önnur myndin sem við skoðuðum var í Mozambique. Myndin sýnir mjög skrítin ský, flóðið sem var árið 2000 og landið í kring. Myndin er hvít, græn og rauð á litinn. Það hvíta sýnir ský, græna sýnir flóðið og það rauða sýnir landið í kring, akrana og túnin.

10008496_10201429715207870_1418458714_nHérna sést myndin af Mozambique
Seinasta myndin sem við skoðuðum var af Argentínu. Við höldum að myndin hafi verið tekin af gervitungli enn hún er bleik, græn og blá á litinn. Á myndinni sést áin The vast Parana River Delta og einnig smá bút af Rio de la Plata og síðan túnin í kring. Túnin eru bleik og græn á litinn og árnar eru dökkbláar.

974276_10201429715327873_1673611934_nOg hérna er myndin af Argentínu

 

Steinasafnið
Næsta stöðin sem við fórum á, áttum við að skoða steina og greina þá.
Fyrsta tegundi sem ég greindi var Baggalútur. Baggalútur er tegund hnyðlinga sem myndast í bergi eða seti við samsöfnun efnis meðan berið eða setið storknar. Þeir myndast aðalega í súru bergi og hafa geislótt mynstur sem kemur út í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars (SiO2), enn geislarnir eru blanda af kvarsi og hematíti (FeO3).

1484793_10201429715407875_1268221086_nSvona leit Baggalúturinn út.
Seinni tegundin sem ég greindivar Illít, sem er afbrigði Seladóníts. Kristalgerð steinsins er Mónóklín enn nafnið Seladónít er úr frönsku; Celedon=sægrænn. Efnasamsetningin er svona; K(Mg,Fe++)(Fe+,Al)[(OH)2)][Si4O10]

10013056_10201429712647806_1145106822_nÞetta er steinninn sem við skoðuðum.

(Stefanía greindi líka nokkra steina sem ég mun fá upplýsingar um seinna.)

 

Silfurberg
Seinasta stöðin sem við fórum á var um Silfurberg. Silfurberg er steind, sem hefur hjálpað mikið til við vísindauppgötvanir, meira að segja sumar þeirra uppgötvana hafa fengið Nóbelsverðlaun. T.d. á 19 öld, þá flýtti bergið fyrir í framþróun, eins og  í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla og steindafræði og nútíma eðlisfræði, (sem byggir á kenningum Einsteins). Mikið magn af silfurbergi var flutt til útlanda árin 1850-1925, úr námvinnslu á Helgustöðum. Stundum sést í gegnum bergið og því er gaman að reyna að lesa í gegnum það. Hérna eru nokkrar myndir sem við tókum af steindinni;
10003120_10201429717087917_713683699_n 10000195_10201429717047916_1834887275_n 1964608_10201429717127918_1244031976_n

 

 

Fréttir

Týnda flugvélin reyndi að snúa við

Bjó til hús á 6 vikum

 Flott landssvæði

Jarðskjálfti í beinni

Mögulega ein mesta uppgötvun stjarnvísindanna

Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands- Spurningar

mars 17th, 2014

 1. Hver gaf út fyrsta jarðfræðikortið á Íslandi og hvenær?

Árið 1960 gaf Guðmundur Kjartansson út fyrsta kort Íslands.

2.  Hvað sýna jarðfræðikort?

Þau sýna aldur og gerð jarðlaga Íslands s.s. uppbyggingu landsins eins og gígum, brotalínum og fl.

3.  Hvað táknar guli liturinn á þessu bergrunns-korti, en sá fjólblái?

Guli: Súrt gosberg, eldra enn 11.000 ára sem er frá Tertíer tímabilinu og Ísöld.
Fjólublái: Basískt og ísúrt hraun, eldra enn 1100 ára, eftir ísöld.

4.  Hvað er steind? Nefndu dæmi um hvernig þær eru flokkaðar.

Steind er  náttúrulegt, einsleitt efni, fast efni með ákveðna efnasamsetningu. Steindir eru flokkaðar í frumsteindir og síðsteindir.

5.  Hvaða nýja íslenska steind fannst fyrir nokkrum árum?

Cavansít, sem fannst á Austurlandi árið 2001.

6.  Hvað er merkilegt við móberg?

Móberg kemur úr eldgosum semverða í sjó eða undir jökli. Hraunið breytist í móberg. Það tók hraunið 1 ár að breytast í móberg eftir Surtseyjargosið.

7.  Segið frá myndun Surtseyjar.

„Jarðhitakerfi myndaðist í gjóskugígunum í lok gossins og hefur það flýtt mjög fyrir ummyndun gjóskunnar. Sem dæmi má nefna að við 100°C hefur Surtseyjargjóskan breyst í móberg á u.þ.b. einu ári.“
Fyrst voru sprengigos sem einkenndu myndunina og mikil gjóska enn síðar byrjaði hraungos að taka við. “ Basaltgler gjóskunnar ummyndast auðveldlega í palagónít.“

8.  Segðu frá flokkun bergs.

Berg flokkast í þrjá hópa; storkuberg, setberg og myndbreyttberg.

9.  Hvaða berg er algengast á Íslandi?

Storkubergi. Setberg er aðeins 8-10% af landinu og ekkert af myndbreyttubergi.

10.  Hvað eru jarðminjar (geosites)?

Jarðminjar eru myndanir sem eru á einhvern hátt merkilegar eða aðgreinilegar vegna efnasamsetningar eða aldurs. Jarðminjarnar sem eru sérstakar þarf að vernda fyrir eyðileggingum.

4. Hlekkur, Vika 2

mars 12th, 2014

Mánudaginn 3. mars

Gyða var ekki þennan dag, svo ég og nokkrir aðrir notuðum tímann til að læra fyrir samfélagsfræðipróf á fimmtudaginn!

Fimmtudaginn 6. mars

Það var umfjöllunartími og við töluðum mikið um Jörðina, t.d. Pangeu og lög Jarðar (möttull, kjarni, jarðskorpuna…)
Við fengum hugtakakort frá Gyðu og skráðum niður fjóra parta sem við munum taka í þessum hlekk, þeir eru; Lífríki, Orka, Jarðfræði og Umhverfi. Við tókum fyrst Jarðfræði og hér eru nokkur dæmi sem ég glósaði niður þar:

 • Ytri öfl eru t.d. eldgos, flekahreyfingar og heitir reitir, allt sem kemur að innan, eða úr Jörðinni.
 • Ytri öfl koma frá Sólinni eins og vindurinn og flóð og fjara, sem kemur reyndar líka frá Tunglinu.
 • Það eru 5 aldir sem lýsa byrjun alls lífs. Það eru; Upphafsöld, Frumlífsöld, Fornlífsöld, Miðlífsöld og Nýlífsöld. Við erum á tímabilinu kvarter sem er núna í Nýlífsöld.
 • Helstu lofttegundirnar sem eru valdar gróðurhúsaáhrifa eru; CO2- koltvíoxíð, CH4- metan og N2O-hláturgas/dínituroxíð.
 • Ísland er á nánast heitasta reitnum á Jörðinni.
 • Ljósár er sá tími sem það tekur ljósið að ferðast á einu ári.
 • Ljóshraði fer 299.792.458 metra á sekúndu og er hraðasti hraði í heimi sem fólk veit af.
 • Gróðurhúsaáhrif og ósonlagið er ekki það sama.
 • Meðalhiti á Jörðinni er 15°C
 • Ósonlagið verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum enn þeir geta aukið lýkur manns á húðkrabbameini.
 • Sólin lýsir sjálfa sig og er stjarna.
 • Reikistjörnur eru ekki stjörnur heldur plánetur, þær eru lýstar upp af Sólum.
 • Tungl eru fylgihnettir, sem þýðir að þau snúast í kringum plánetur sem snúast í kringum Sólir.
 • Lofthjúpurinn hefur ekki einhver sérstakan stað þar sem hann endar. Hann dofnar út, verður stærri og stærri og minna og minna súrefni í honum.

 

Fréttir/Myndir/Myndbönd

Strútsungar að hlaupa
Saga Jarðarinnar
Rafeindir.
Pizzu stærðfræði
24 staðreyndir um dýr
Fílar þekkja mun kyns, aldur og þjóðernis fólks af röddum þeirra
Lækning nýbura á HIV

Earth-crust-cutaway-icelandicHérna sést lög Jarðarinnar frá kjarnanum til umhvolfisins. Heimild.

jordin_151007Hérna sést hversu mikill hiti er á lögum Jarðarinnar. Heimild.

pangea2Hérna sést Pangea eins og hún var, hvar löndin sem við þekkjum í dag voru stödd. Heimild.

 

 

 

4. Hlekkur, Vika 1

mars 4th, 2014

Mánudaginn 24. febrúar

Það var ekki skóli því við vorum í vetrarfríi!

Fimmtudaginn 27. febrúar

Við byrjuðum á nýjum hlekk! Við fengum heimaprófin okkar til baka, mér gekk bara vel! Síðan töluðum við aðeins um það sem við ætlum að fjalla um næstu vikur enn það er Ísland. Hér eru helstu atriðin:

– náttúra – jarðfræði – eðlisfræði – líffræði – umhverfi – skipulag – auðlindir – samfélag- tækni – náttúruvernd – orka – hamfarir –

Eftir það fórum við í umræðuleik. Við áttum allar að velja okkur spurningu sem Gyða var búin að búa til fyrir okkur og síðan áttum við að segja hvað okkur fannst og spurja hina hvað þeim fannst og finna út niðurstöðu. Mín spurning var „Hver á Dettifoss?“ Ég sagði að mér fannst enginn eiga Dettifoss nema Ísland og ekki bara þeir sem eru íslendingar heldur landið sjálft, enn síðan sögðu hinar stelpurnar að þeim fannst sá sem á landið sem Dettifoss er á ætti hann. Ég varð síðan sammála því. Enn þegar ég hugsa um það þá átti ríkið landið upprunalega, og áður enn ríkið kom var það bara Ísland. Svo ég held að Ísland eigi það bara, allavega mest, því landið sem Dettifoss er á hlýtur að skipta um eiganda frekar oft og Ísland átti það til að byrja með.
Hinar stelpurnar fengu spurningar eins og „Hvað er náttúra?“ og „Hver á Tunglið“? og „Er íslenskt vatn íslenskt?“. Við þurftum virkilega að tala um allar spurningarnar og komumst að niðurstöðu um allt nánast, þetta var gaman. 

Fréttir

Staðurinn á Jörðinni þar sem ekkert líf er
Fallegar myndir af himninum og fl.
Eru menn enn að þróast?
Hvernig fast food lítur út í alvörunni
Hvernig frægir kvikmyndapartar litu út í alvörunni

3. Hlekkur, Vika 5

febrúar 26th, 2014

Mánudaginn 17. febrúar

Gyða lét okkur fá heimaprófin sem við áttum svo að skila aftur á fimmtudaginn. Við spjölluðum síðan svolítið saman og fórum svo í alías! Ég var með Arnþóri, Guðleifi og Selmu í liði og við unnum!

Fimmtudaginn 20. febrúar

Við ætluðum að gera einhver verkefni sem Gyða var búin að skrifa inná náttúrufræðisíðuna enn við komumst ekki að því. Fyrst vorum við að skoða tengla sem Gyða sýndi okkur. Hér eru nokkrir þeirra:-Pussy Riot meðlimirnir beittir ofbeldi í Sotsji
-Nokkrir fáránlega fallegir vegir
-Franskir ofurhugar hlupu upp 120 hæðir og klifruðu upp á toppinn á brunahana

Við skiluðum einnig heimaprófunum sem við fengum á mánudaginn.

 

Fréttir

-Leið til þess að halda á sér hita með einni peysu um veturinn.

-Dýr undir röntgen.

-Blóm að blómstra.

Rafmagnstaflan heima hjá mér

febrúar 19th, 2014

Hérna sést mynd af rafmagnstöflunni heima hjá mér. Neðst á myndinni sést rauður hringur um lekaliðann. Það sem lekaliðinn gerir er það að hann ver mann ef það kemur útleiðsla. Í gula hringnum er svo sjálfvörin. Það sem sjálfvörin gerir er það að hann ver rafmagnslagnirnar fyrir yfirálagi.

unnamed

3. Hlekkur, Vika 4

febrúar 19th, 2014

Mánudaginn 10. febrúar

Gyða var eitthvað veik svo hún fór heim í byrjun tímans enn sagði okkur að gera upprifjunar verkefni úr bókinni Orka. Það var mjög þægilegt og ég væri til í að gera eitthvað svoleiðis aftur. Ég og Selma vorum saman að gera verkefnin og við náðum að klára Upprifjun 3-1, 3-2, 3-3, 3-4, 3-5, 3-6 og svo náðum við að gera eitthvað pínu í 3-7. Það var ein spurning sem við skildum ekki enn hún er svona:
Hvaða munur er á rafsegli og sísegli?-Svar: Sísegull heldur alltaf rafmagni sínu. Rafsegull er segulmagnaður skamma stund fyrir tilstilli rafmagns. (Gyða skrifaði svarið á blaðið mitt)

Hér eru nokkrar spurningar úr verkefnunum:

Hvað er straumrás?-Svar: Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir.
Berðu saman raðtengda og hliðtengda straumrás.-Svar: Hliðtengd straumrás er þegar rafeindirnar hafa nokkrar mögulegar leiðir til að fara um, þó að einn hlekkur rofni, rofna hinar ekki. Enn Raðtengd Straumrás er þegar rafeindirnar hafa aðeins eina leið til að fara eftir og ef hún rofnar þá opnast öll straumrásin.
Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind?-Svar: Róteindir og Rafeindir.
Hvaða regla gildir um samkynja og ósamkynja reglur?-Svar: Ósamkynja rafhleðslur dragast hvor að annari, samkynja hrinda hvor annari frá sér.
Hvers vegna verður hlutur rafhlaðinn?-Svar: Við núning færast rafhleðslur til þannig að ullarhluturinn verður annaðhvort jákvætt eða neikvætt hlaðinn og hinn hluturinn verður öfugt við hann. S.s. hreyfing rafeinda.
Á hvaða þrjár vegur getur hlutur orðinn rafhlaðinn?– Svar: Með núningi, leiðingu og rafhrifum.
Hvernig getur þú séð hvort hlutur sem tengdur er rafsjá ber rafhleðslu eða er óhlaðinn?-Svar: Þegar rafsjáinn er óhlaðinn hanga þynnurnar niður enn þegar hann er hlaðinn hanga þær út.
Hvernig má framleiða rafmagn með segulmagni?-Svar: Þegar leiðari hreyfist í segulsviði flæða rafeindir um leiðarann og mynda rafstraum og þannig getur rafmagn orðið úr segulmagni.

1902823_10202269318766199_448744183_n1901663_10202269319486217_621283662_n1660224_10202269319286212_1881929266_n - CopyÞetta eru verkefnin, ég náði ekki að snúa þeim við.

Fimmtudaginn 13. febrúar

Stelpurnar fóru ekki í tíma hjá Gyðu því að viðvorum að fara í skíðaferð! enn strákarnir fóru samt í einn tíma.

Fréttir

 Jarðskjálfti í Filippseyjum

 Kofi lengst uppi í Ölpunum

Fílskálfur fessti sig í drulluholu

Holur í Jörðinni fara vaxandi

Eyja sem drepur eða eyðileggur líf eigenda sinna

Þrjú dádýr fesstu sig á frosnu vatni, minnir mig á Bamba!

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.