Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

Hlekkur 3, Vika 3

febrúar 18th, 2014

Mánudaginn 3. febrúar

Við byrjuðum á því að skoða legokeppnina sem nokkrir krakkar úr Flúðaskóla voru að keppa í á RUV. Þeim gekk bara ágætlega!
Síðan var fyrirlestur um segulkraft og fleira.

  • Segulkrafur er  kraftur sem dregur að sér rafeindir eða róteindir, hann er sterkastur næst norður og suðurskautunum. Hann hefur um sig segulsvið enn því fjær sem dregur frá honum því minni er krafturinn.
  • Segulmagn var uppgötvað í Magnesíu 500 f.kr. Það er notað í áttavita sem víkingar hafa mjög líklega notað á sínum tíma. Segulmagn gerist vegna aðdráttar og fráhrindikrafts.
  • Rafsegulmagn er tengsl raf og segulmagns. Það er notað í þvottavélar, rafhreyfla, sím, dyrabjöllur og fl. Rafstraumur skapar segulsvið.
  • Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn. Það er notað rafstaum til að búa til segulsvið. Það er hægt að búa til segul með því að vefja vír um málm, því meiri vír um málminn því sterkari segull.

Fimmtudaginn 6. febrúar

Við fórum í stutta könnun, mér gekk ágætlega. Við áttum að reikna nokkur dæmi t.d.
Hversu mikið afl notar ljósapera sem á stendur 0,65 amper og 230 volt?-svar: 6,5 W
Hversu mikinn straum tekur vöflujárn sem á stendur 230 volt og 1500 vött?
– svar: 149,5 A

Síðan voru nokkrar satt-eða ósatt spurningar í prófinu.  Eftir þetta fórum við að leika okkur að búa til rafmagn á svona rafmganstöflu sem Gyða átti. Það eru fullt af svona leiðurum, ljósaperum, batteríum og fl. í því. Hérna er mynd sem stal frá Guðleifu!

1620852_599974853411309_1157128806_nHérna sést á myndinni hvernig það eru notuð tvö batterí og síðan leitt á milli þeirra og ljósaperunnar í hring, því annars myndi ljósið ekki lýsa!

Fréttir

Krókódílar klifrandi í trjám

1 af hverjum 4 vita ekki að Jörðin snýst í kringum Sólina í Bandaríkjunum

Erfðir segja til um kynhneigð

Faðir hálshöggdi son sinn og var dæmdur ósekur

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.