Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

3. Hlekkur, Vika 4

febrúar 19th, 2014

Mánudaginn 10. febrúar

Gyða var eitthvað veik svo hún fór heim í byrjun tímans enn sagði okkur að gera upprifjunar verkefni úr bókinni Orka. Það var mjög þægilegt og ég væri til í að gera eitthvað svoleiðis aftur. Ég og Selma vorum saman að gera verkefnin og við náðum að klára Upprifjun 3-1, 3-2, 3-3, 3-4, 3-5, 3-6 og svo náðum við að gera eitthvað pínu í 3-7. Það var ein spurning sem við skildum ekki enn hún er svona:
Hvaða munur er á rafsegli og sísegli?-Svar: Sísegull heldur alltaf rafmagni sínu. Rafsegull er segulmagnaður skamma stund fyrir tilstilli rafmagns. (Gyða skrifaði svarið á blaðið mitt)

Hér eru nokkrar spurningar úr verkefnunum:

Hvað er straumrás?-Svar: Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir.
Berðu saman raðtengda og hliðtengda straumrás.-Svar: Hliðtengd straumrás er þegar rafeindirnar hafa nokkrar mögulegar leiðir til að fara um, þó að einn hlekkur rofni, rofna hinar ekki. Enn Raðtengd Straumrás er þegar rafeindirnar hafa aðeins eina leið til að fara eftir og ef hún rofnar þá opnast öll straumrásin.
Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind?-Svar: Róteindir og Rafeindir.
Hvaða regla gildir um samkynja og ósamkynja reglur?-Svar: Ósamkynja rafhleðslur dragast hvor að annari, samkynja hrinda hvor annari frá sér.
Hvers vegna verður hlutur rafhlaðinn?-Svar: Við núning færast rafhleðslur til þannig að ullarhluturinn verður annaðhvort jákvætt eða neikvætt hlaðinn og hinn hluturinn verður öfugt við hann. S.s. hreyfing rafeinda.
Á hvaða þrjár vegur getur hlutur orðinn rafhlaðinn?– Svar: Með núningi, leiðingu og rafhrifum.
Hvernig getur þú séð hvort hlutur sem tengdur er rafsjá ber rafhleðslu eða er óhlaðinn?-Svar: Þegar rafsjáinn er óhlaðinn hanga þynnurnar niður enn þegar hann er hlaðinn hanga þær út.
Hvernig má framleiða rafmagn með segulmagni?-Svar: Þegar leiðari hreyfist í segulsviði flæða rafeindir um leiðarann og mynda rafstraum og þannig getur rafmagn orðið úr segulmagni.

1902823_10202269318766199_448744183_n1901663_10202269319486217_621283662_n1660224_10202269319286212_1881929266_n - CopyÞetta eru verkefnin, ég náði ekki að snúa þeim við.

Fimmtudaginn 13. febrúar

Stelpurnar fóru ekki í tíma hjá Gyðu því að viðvorum að fara í skíðaferð! enn strákarnir fóru samt í einn tíma.

Fréttir

 Jarðskjálfti í Filippseyjum

 Kofi lengst uppi í Ölpunum

Fílskálfur fessti sig í drulluholu

Holur í Jörðinni fara vaxandi

Eyja sem drepur eða eyðileggur líf eigenda sinna

Þrjú dádýr fesstu sig á frosnu vatni, minnir mig á Bamba!

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.