Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

4. Hlekkur, Vika 1

mars 4th, 2014

Mánudaginn 24. febrúar

Það var ekki skóli því við vorum í vetrarfríi!

Fimmtudaginn 27. febrúar

Við byrjuðum á nýjum hlekk! Við fengum heimaprófin okkar til baka, mér gekk bara vel! Síðan töluðum við aðeins um það sem við ætlum að fjalla um næstu vikur enn það er Ísland. Hér eru helstu atriðin:

– náttúra – jarðfræði – eðlisfræði – líffræði – umhverfi – skipulag – auðlindir – samfélag- tækni – náttúruvernd – orka – hamfarir –

Eftir það fórum við í umræðuleik. Við áttum allar að velja okkur spurningu sem Gyða var búin að búa til fyrir okkur og síðan áttum við að segja hvað okkur fannst og spurja hina hvað þeim fannst og finna út niðurstöðu. Mín spurning var „Hver á Dettifoss?“ Ég sagði að mér fannst enginn eiga Dettifoss nema Ísland og ekki bara þeir sem eru íslendingar heldur landið sjálft, enn síðan sögðu hinar stelpurnar að þeim fannst sá sem á landið sem Dettifoss er á ætti hann. Ég varð síðan sammála því. Enn þegar ég hugsa um það þá átti ríkið landið upprunalega, og áður enn ríkið kom var það bara Ísland. Svo ég held að Ísland eigi það bara, allavega mest, því landið sem Dettifoss er á hlýtur að skipta um eiganda frekar oft og Ísland átti það til að byrja með.
Hinar stelpurnar fengu spurningar eins og „Hvað er náttúra?“ og „Hver á Tunglið“? og „Er íslenskt vatn íslenskt?“. Við þurftum virkilega að tala um allar spurningarnar og komumst að niðurstöðu um allt nánast, þetta var gaman. 

Fréttir

Staðurinn á Jörðinni þar sem ekkert líf er
Fallegar myndir af himninum og fl.
Eru menn enn að þróast?
Hvernig fast food lítur út í alvörunni
Hvernig frægir kvikmyndapartar litu út í alvörunni

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.