Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

4. Hlekkur, Vika 2

mars 12th, 2014

Mánudaginn 3. mars

Gyða var ekki þennan dag, svo ég og nokkrir aðrir notuðum tímann til að læra fyrir samfélagsfræðipróf á fimmtudaginn!

Fimmtudaginn 6. mars

Það var umfjöllunartími og við töluðum mikið um Jörðina, t.d. Pangeu og lög Jarðar (möttull, kjarni, jarðskorpuna…)
Við fengum hugtakakort frá Gyðu og skráðum niður fjóra parta sem við munum taka í þessum hlekk, þeir eru; Lífríki, Orka, Jarðfræði og Umhverfi. Við tókum fyrst Jarðfræði og hér eru nokkur dæmi sem ég glósaði niður þar:

 • Ytri öfl eru t.d. eldgos, flekahreyfingar og heitir reitir, allt sem kemur að innan, eða úr Jörðinni.
 • Ytri öfl koma frá Sólinni eins og vindurinn og flóð og fjara, sem kemur reyndar líka frá Tunglinu.
 • Það eru 5 aldir sem lýsa byrjun alls lífs. Það eru; Upphafsöld, Frumlífsöld, Fornlífsöld, Miðlífsöld og Nýlífsöld. Við erum á tímabilinu kvarter sem er núna í Nýlífsöld.
 • Helstu lofttegundirnar sem eru valdar gróðurhúsaáhrifa eru; CO2- koltvíoxíð, CH4- metan og N2O-hláturgas/dínituroxíð.
 • Ísland er á nánast heitasta reitnum á Jörðinni.
 • Ljósár er sá tími sem það tekur ljósið að ferðast á einu ári.
 • Ljóshraði fer 299.792.458 metra á sekúndu og er hraðasti hraði í heimi sem fólk veit af.
 • Gróðurhúsaáhrif og ósonlagið er ekki það sama.
 • Meðalhiti á Jörðinni er 15°C
 • Ósonlagið verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum enn þeir geta aukið lýkur manns á húðkrabbameini.
 • Sólin lýsir sjálfa sig og er stjarna.
 • Reikistjörnur eru ekki stjörnur heldur plánetur, þær eru lýstar upp af Sólum.
 • Tungl eru fylgihnettir, sem þýðir að þau snúast í kringum plánetur sem snúast í kringum Sólir.
 • Lofthjúpurinn hefur ekki einhver sérstakan stað þar sem hann endar. Hann dofnar út, verður stærri og stærri og minna og minna súrefni í honum.

 

Fréttir/Myndir/Myndbönd

Strútsungar að hlaupa
Saga Jarðarinnar
Rafeindir.
Pizzu stærðfræði
24 staðreyndir um dýr
Fílar þekkja mun kyns, aldur og þjóðernis fólks af röddum þeirra
Lækning nýbura á HIV

Earth-crust-cutaway-icelandicHérna sést lög Jarðarinnar frá kjarnanum til umhvolfisins. Heimild.

jordin_151007Hérna sést hversu mikill hiti er á lögum Jarðarinnar. Heimild.

pangea2Hérna sést Pangea eins og hún var, hvar löndin sem við þekkjum í dag voru stödd. Heimild.

 

 

 

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.