Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

4. Hlekkur, Vika 3

mars 18th, 2014

Mánudaginn 10. mars

Í fyrsta tímanum vorum við að fjalla um jarðfræði Hrunamannahrepps. Hér eru nokkrir punktar sem ég skrifaði hjá mér:

  • Hrunamannahreppur er á sér fleka, hvorki Ameríkuflekanum né Evrópuflekanum.
  • Helstu bergtegundirnar í hreppnum eru Blágrýti, sem er gosberg, Líparít og Móberg.
  • Miðfell varð til við eldgos undir jökli og breyttist síðan í móberg yfir tíma.
  • Líparít finnst í Kerlingarfjöllum og Hrunalaug.
  • Herðubreið er drottning íslenskra fjalla.
  • Dr. Helgi Pjeturson kom oft hingað í hreppinn og var gerði margar mikilvægar uppgötvanir í Hrunmannahrepp. Eins og að jöklarnir voru að hopa, ganga fram, hopa o.s.frv. enn ekki bara hopa, ganga fram.
  • Guðmundur Kjartansson var einnig með merkilegar uppgötvanir um hvernig móbergið myndaðist.

Í seinni tímanum vorum við svo að afla upplýsingum um ritgerðina sem við erum að skrifa hjá Gyðu. Ég ætla að skrifa um Miðlífsöldina og tímabilin í henni; Tertíer, Júra og Krít.

 Fimmtudaginn 13. mars

Á fimmtudaginn var stöðvavinna. Við áttum annaðhvort að vera í hópum eða ein, ég var með Stefaníu. Hérna eru stöðvarnar sem við fórum á:

Loftmyndir af Jörðinni
Við skoðuðum nokkrar myndir sem voru ýmist teknar af gervitunglum, Hubbelsjónaukanum og fl. Myndirnar voru skrítnar á litinn og engin af þeim eins. Þetta voru myndir af mismunandi stöðum í heiminum og allveg fáránlega fallegar.
Fyrsta myndin sem við skoðuðum var af London hverfinu. Myndin var tekin með innrauðri myndavél og þessvegna var hún rauð, græn, blá og brún. Rauði liturinn voru húsin, brúni liturinn voru trén og blái og græni liturinn voru sveitirnar í útjaðri London.

1544008_10201429715247871_1469093024_nHérna sést myndin af London(Náði ekki að snúa henni)
Önnur myndin sem við skoðuðum var í Mozambique. Myndin sýnir mjög skrítin ský, flóðið sem var árið 2000 og landið í kring. Myndin er hvít, græn og rauð á litinn. Það hvíta sýnir ský, græna sýnir flóðið og það rauða sýnir landið í kring, akrana og túnin.

10008496_10201429715207870_1418458714_nHérna sést myndin af Mozambique
Seinasta myndin sem við skoðuðum var af Argentínu. Við höldum að myndin hafi verið tekin af gervitungli enn hún er bleik, græn og blá á litinn. Á myndinni sést áin The vast Parana River Delta og einnig smá bút af Rio de la Plata og síðan túnin í kring. Túnin eru bleik og græn á litinn og árnar eru dökkbláar.

974276_10201429715327873_1673611934_nOg hérna er myndin af Argentínu

 

Steinasafnið
Næsta stöðin sem við fórum á, áttum við að skoða steina og greina þá.
Fyrsta tegundi sem ég greindi var Baggalútur. Baggalútur er tegund hnyðlinga sem myndast í bergi eða seti við samsöfnun efnis meðan berið eða setið storknar. Þeir myndast aðalega í súru bergi og hafa geislótt mynstur sem kemur út í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars (SiO2), enn geislarnir eru blanda af kvarsi og hematíti (FeO3).

1484793_10201429715407875_1268221086_nSvona leit Baggalúturinn út.
Seinni tegundin sem ég greindivar Illít, sem er afbrigði Seladóníts. Kristalgerð steinsins er Mónóklín enn nafnið Seladónít er úr frönsku; Celedon=sægrænn. Efnasamsetningin er svona; K(Mg,Fe++)(Fe+,Al)[(OH)2)][Si4O10]

10013056_10201429712647806_1145106822_nÞetta er steinninn sem við skoðuðum.

(Stefanía greindi líka nokkra steina sem ég mun fá upplýsingar um seinna.)

 

Silfurberg
Seinasta stöðin sem við fórum á var um Silfurberg. Silfurberg er steind, sem hefur hjálpað mikið til við vísindauppgötvanir, meira að segja sumar þeirra uppgötvana hafa fengið Nóbelsverðlaun. T.d. á 19 öld, þá flýtti bergið fyrir í framþróun, eins og  í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla og steindafræði og nútíma eðlisfræði, (sem byggir á kenningum Einsteins). Mikið magn af silfurbergi var flutt til útlanda árin 1850-1925, úr námvinnslu á Helgustöðum. Stundum sést í gegnum bergið og því er gaman að reyna að lesa í gegnum það. Hérna eru nokkrar myndir sem við tókum af steindinni;
10003120_10201429717087917_713683699_n 10000195_10201429717047916_1834887275_n 1964608_10201429717127918_1244031976_n

 

 

Fréttir

Týnda flugvélin reyndi að snúa við

Bjó til hús á 6 vikum

 Flott landssvæði

Jarðskjálfti í beinni

Mögulega ein mesta uppgötvun stjarnvísindanna

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.