Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

Hvítbók

mars 25th, 2014

Hvítbók

Við áttum að velja okkur hugtök úr nýju Hvítbókinni til að skrifa um, ég valdi Jarðmyndanir. Hvítbók er bók sem ríkisstjórnin gefur út til að skýra skoðanir sínar á einhverju máli, og hvernig ætti að leysa það mál eða vandamál. Hvítbókin sem ég er að skrifa upp úr er um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Jarðmyndanir

Jarðmyndanir eru allmennt hvernig Jörðin myndast, eins og hvernig berg myndast yfir aldirnar. Þær fjóru helstu myndanir á Íslandi eru; Blágrýti, varð til á tertíertímabilinu og er elsta jarðmyndunin, síðan er Grágrýti sem er næstelsta myndunin og varð til á ísöld, þriðja jarðmyndunin er Móberg sem varð til á seinni hluta ísaldar og yngsta jarðmyndunin er Nútímahraun sem er allt hraun og sem hefur orðið til frá lok ísaldar og til dagsins í dag. Ísland er eldfjallaeyja, sem þýðir að við erum á heitum reit. Þessi reitur lyftir upp hluta Mið-Atlantshafshryggjarins upp yfir sjávarborð, sem segir til um staðsetningu landsins í Norður-Atlantshafinu. Þetta eru svokölluð flekaskil. Hryggurinn kemur upp við Reykjanes og fer þaðan norðuaustur yfir landið og heldur áfram ofan í hafið við Tjörnnes. Landið er að gliðna í sundur um 2 cm á ári, enn það er ekki alltaf jöfn gliðnun, heldur er hún oft samfara eldgosum og verður í áföngum. Eldvirknin á Íslandi er í gosbeltum sem eru flokkuð undir rekbelti og jaðarbelti. Landið gliðnar um rekbeltin, enn þau eru myndbirting úthafshryggjarins á þurru landi. Þau einnkennast af fjölda megineldstöðva með tuga kílómetra langar gos- og sprungureinar sem fara skástígt yfir landið, eins og þessar eldstöðvar; Grímsvötn, Askja og Krafla. Í Kröflueldum árið 1975-1984 gliðnaði land um 8 m í sprungurein Kröflu. Ummerkin frá gliðnuninni sjást vel í Gjástykki og við Leirhnjúk. Jaðarbeltin hafa hinnsvegar litla gliðnun, jafnvel enga og eldstöðvar þeirra eru yfirleitt hárreistar. Eldstöðvar sem eru svona eru t.d.; Hekla, Katla, Öræfajökull og Torfajökull. Enn nýmyndun og upphleðsla gosbergs fer aðeins fram í rekbeltunum. Jarðlögin færast út úr gosbeltunum með tímanum og þá tekur rof og landmótun við af völdum útrænna afla, s.s. vatnsfalla, jökla og úthafsöldu. Elstu jarðlög landsins eru talin vera um 16 milljón ára gömul og jarðlög sem eru eldri eru því meira rofin.

Heimildir
Hvítbókin
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.