Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

4. Hlekkur, Vika 5

mars 31st, 2014

Mánudaginn 24. mars

Við vorum að gera verkefni í Nearpod aftur. Ég var með Ninnu með Ipad. Við fengum einnig glósur frá Gyðu og vorum að gera verkefni úr þeim í Nearpod. Hér eru nokkrir punktar úr glærunum:

 • Ísland er á kaldtempraðabeltinu, sem er mitt á milli kuldabeltsins og tempraðabeltsins.
 • Við erum einnig á heimskautabeltinu, barrskógabeltinu og freðmýri.
 • lagskipting_lofthjups_jardarÞetta er mynd af Lofthjúpinum. Þessi mynd er í glósunum.
 • Vatn er mikilvægasta efni á Jörðinni.
 • Auðlindir sem hægt er að nýta frá hafinu eru t.d. fiskistofnanir og sjávarfallaorka.
 • Flóð og fjara, öldur og sjávarföll gerast útaf aðdráttarafli frá Tunglinu og Sólinni.
 • Það er gott lífríki í sjó í kringum Ísland því að sjórinn hjá okkur blandast saman, við fáum heitan og kaldan straum sem blandast saman.
 • Ísland er á Golfstrauminum og Grænlandsstrauminum.
 • Strandlína Íslands er 5000 km.
 • Mesti munur á flóði og fjöru er á Vesturlandi en munurinn er allt að 5 m.

Við áttum svo að velja okkur tvö og tvö saman til að gera Nearpod kynningar í næstu viku. Ég og Ninna völdum okkur saman og umfangsefnið okkar eru sjávarfallaorka.

Fimmtudaginn 27. mars

Við vorum að byrja á Nearpod kynningunum okkar. Ég og Ninna vorum með sjávarfallaorku en við áttum að gera þrjár glærur og eitt verkefni sem hinir krakkarnir eiga að leysa. Smá fróðleikur um sjávarfallaorku:

 • Endurnýanleg.
 • Áreiðanlegasta orkulind Jarðar.
 • Að öllum líkindum stærsta orkulind Íslands.
 • Tunglið og Jörðin toga í hvort annað og sjórinn fær að finna fyrir þaða orku.
 • Sjórinn hækkar og lækkar þar sem Tunglið snýr að Jörðinni.
 • Sjórinn færist með snúning Jarðar og dregst alltaf að Tunglinu.
 • Heimildir

Við kláruðum að gera allar þrjár glærurnar en fáum meiri tíma næsta mánudag að klára verkefnið.

Fréttir 

 Hlýnun Jarðar

Lýsandi tré

Strákur fæddist með hjartað út úr sér

Hugmyndir fyrir 1. apríl

Stelpa sem að jugglar fimm körfuboltum með fótunum

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.