Sesselja Hansen Daðadóttir

I do not kill people, that is my least favorite thing to do.

Hlekkur 3, Vika 3

febrúar 18th, 2014

Mánudaginn 3. febrúar

Við byrjuðum á því að skoða legokeppnina sem nokkrir krakkar úr Flúðaskóla voru að keppa í á RUV. Þeim gekk bara ágætlega!
Síðan var fyrirlestur um segulkraft og fleira.

 • Segulkrafur er  kraftur sem dregur að sér rafeindir eða róteindir, hann er sterkastur næst norður og suðurskautunum. Hann hefur um sig segulsvið enn því fjær sem dregur frá honum því minni er krafturinn.
 • Segulmagn var uppgötvað í Magnesíu 500 f.kr. Það er notað í áttavita sem víkingar hafa mjög líklega notað á sínum tíma. Segulmagn gerist vegna aðdráttar og fráhrindikrafts.
 • Rafsegulmagn er tengsl raf og segulmagns. Það er notað í þvottavélar, rafhreyfla, sím, dyrabjöllur og fl. Rafstraumur skapar segulsvið.
 • Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn. Það er notað rafstaum til að búa til segulsvið. Það er hægt að búa til segul með því að vefja vír um málm, því meiri vír um málminn því sterkari segull.

Fimmtudaginn 6. febrúar

Við fórum í stutta könnun, mér gekk ágætlega. Við áttum að reikna nokkur dæmi t.d.
Hversu mikið afl notar ljósapera sem á stendur 0,65 amper og 230 volt?-svar: 6,5 W
Hversu mikinn straum tekur vöflujárn sem á stendur 230 volt og 1500 vött?
– svar: 149,5 A

Síðan voru nokkrar satt-eða ósatt spurningar í prófinu.  Eftir þetta fórum við að leika okkur að búa til rafmagn á svona rafmganstöflu sem Gyða átti. Það eru fullt af svona leiðurum, ljósaperum, batteríum og fl. í því. Hérna er mynd sem stal frá Guðleifu!

1620852_599974853411309_1157128806_nHérna sést á myndinni hvernig það eru notuð tvö batterí og síðan leitt á milli þeirra og ljósaperunnar í hring, því annars myndi ljósið ekki lýsa!

Fréttir

Krókódílar klifrandi í trjám

1 af hverjum 4 vita ekki að Jörðin snýst í kringum Sólina í Bandaríkjunum

Erfðir segja til um kynhneigð

Faðir hálshöggdi son sinn og var dæmdur ósekur

Hlekkur 3, Vika 2

febrúar 5th, 2014

Mánudaginn 27. janúar

Ég var veik svo ég var ekki í tímanum, enn hinir voru að fara yfir glósurnar og fóru vel yfir Omh lögmálið.

images (1)Heimild að mynd

Fimmtudaginn 30. janúar

Það var stöðvavinna. Við unnum einar í hóp og vorum aðalega að vinna á netinu í phet forritum. Síðan áttum við að segja frá stöðvunum sem við prufuðum inná blogginu eða í word og setja það inná verkefnabankann. Hérna er mitt verkefni.

 

Fréttir

Kastað sprengju inná leikvöll í Líbíu

Krufning Philips Seymours Hoffmans segir ekkert til um dauða hans

Sýrlenskum börnum misnotað í stríðinu

Leikföng Önnu Franks fundin

 

Stöðvavinna 30.1 ’14

janúar 30th, 2014

Fimmtudaginn 30. janúar vorum við í stöðvavinnu. Hérna er það sem ég gerði:

stöð 1

Það fyrsta sem ég fór á var phet forrit. Það var þannig að það var peysa, blaðra og veggur. ef þú nuddaðir blöðrunni við peysuna þá tók blaðran allar rafeindirnar í peysunni og fessti hana við hana. Síðan ef þú settir blöðruna upp við vegginn þá forðuðu allar rafeindirnar sér frá, vegna fráhrindikrafts.

Síðan fór ég að leika mér með útvarpsbylgjur. Þær voru þannig að því hærra sem ég fór með boltann, upp eða niður, því stærri urðu þær og svo öfugt.

Ég fór síðan í eitt annað forrit sem maður átti að nudda fót af manni við teppi og þá fær hann rafstraum þegar hann snertir eitthvað.

Stöð 2

Ég prufaði einnig leik þar sem ég átti að prufa að setja batterí, vír, tappa, krónu, gúmmí, lykli eða krít innan í svona leiðara og gá hvort að ljósaperan sem er föst við leiðarann lýsi. Allt nema krítinn, tappinn og gúmmíið virkaði enn batteríið virkaði best, vegna þess að það er besti leiðarinn. Síðan fór ég í létta könnun úr þessum leik sem voru spurningar eins og; leiðir tappi?, enn vír?, hvort leiðir betra, eitt batterí eða tvö? og svoleiðis.

Stöð 4

Ég las nokkur góð ráð um umgengni í kringum rafmagn:

 • Verið á varðbergi gagnvart lausum eða trosnuðum leiðslum, brotnum klóm og öðrum rafbúnaði. 
 • Það er góð regla að taka allar lausar leiðslur úr sambandi eftir notkun, sama gildir um brauðrist, kaffivél, hrærivél og hitakönnur.
 • Birgið ekki ljós með brennanlegu efni.
 • Reynið aldrei að ná brauðsneið úr ristinni með hníf eða gaffli án þess að taka fyrst brauðristina úr sambandi.
 • Munið að straumur er enn á tæki þó að slökkt hafi verið á því með fjarstýringu. 
 • Gerið ekki sjálf við raftæki, leitið til fagmanns. 
 • Öll raftæki eiga að vera CE- merkt.
 • Gætið þess að tæki sem eiga að vera jarðtengd séu með jarðtengda kló og sett í samband við jarðtengdan tengil.
 • Gætið þess að prófa lekastraumsrofann á rafmagnstöflunni einu sinni á ári.
 • Góð útilýsing er mikilvægt öryggistæki.

(copy-paste-aður texti)

Síðan skoðaði ég rafmagnsnotun á heimilinu:

 • Eldavélin: 15%
 • Örbylgjuofninn: 4%
 • Kaffivélin: 2%
 • Þvottavélin: 10%
 • Þurkarinn: 12%
 • Uppþvottavélin: 11%
 • Frystikistan/Frystiskápurinn: 12%
 • Kæliskápurinn: 8%
 • Sjónvarpsmyndbandstæki: 4%

 

Stöð 5

Ég skoðaði rafmagn. Rafmagn er virkilega mikilvægt í heimnum. Það hitar húsin okkar, kveikir ljósin og sér um alla tölvutæknina og útvarpið. Rafmagn er fjölhæfasta orkuformið. Hjá okkur framleiðum við rafmagn í virkjunum með fallorku vatns, og nýlega bættust vindmyllur við. Rafmagn skilgreinist sem áhrif hlaðinna einda sem eru á hreyfingu eða ekki, fer eftir mynd orkunnar.

Stöð 15

Ég skoðaði svo vindmyllurnar í Búrfelli hjá Landsvirkjun enn þær eru tvær fyrstu vindmyllurnar á landinu og einu vindmyllurnar. Þær eru báðar 900 kW og þær framleiða 5,4 GWst á ári, sem gæti séð fyrir 1.200 heimilum á dag. Vindmyllurnar voru búnar til af Enercon sem er fyrirtæki sérhæft í að búa til vindmyllur, þeim lauk við það í lok desember 2012. Myllurnar eru 55 m háar og 22 m á lengd, þegar spaðarnir eru hæðst uppi eru myllurnar 77 m.

Hlekkur 3, Vika 1

janúar 29th, 2014

Mánudaginn 20. janúar

Við vorum að sýna verkefnin okkar í vísindavökunni og notuðum allan tímann í það.

Fimmtudaginn 23. janúar

Við byrjuðum á nýjum hlekk! Þessi hlekkur verður um eðlisfræði. Það sem við gerðum í tímanum var að skrifa í nýja hugtakarkortið okkar og gerðum svo nokkur verkefni. Þetta er það sem ég punktaði hjá mér á hugtakarkortið mitt:

 • Myndir orkunnar

-Stöðuorka

-Hreyfiorka

-Efnaorka

-Varmaorka

-Kjarnaorka

-Rafsegulsorka

 • Orkan eyðist aldrei, hún breytir aðeins um mynd.
 • Fráhrindikraftur: – – & + +
 • Aðdráttarkraftur: – +
 • Þyngd og kraftur mælist í Newton
 • Vinna= N*m=J
 • Orka= Nm/s= J/s= W
 • Benjamin Franklin áttaði sig fyrst á hvernig stöðuorka virkar, hann bjó einnig til fyrsta eldingavarann.

Við fengum einnig glósur frá Gyðu og áttum að svara tvem spurningum um fráhrindikraft og aðdráttarkraft í þeim. Síðan gerðum við verkefni sem var líka um fráhrindi-og aðdráttarkraft, verkefnið var þannig að við áttum að segja hvort það kæmi fráhrindikraftur, aðdráttarkraftur eða ekkert gerðist ef maður setti nifteind, róteind eða rafeind saman. Útkoman var þannig að ef maður setti nifteind við eitthvað af þeim þá gerðist ekkert, ef maður setti róteind+róteind=fráhrindikraftur, og það sama gerðist við rafeindirnar, enn ef maður setti róteind+rafeind=aðdráttarkraftur.
Róteindir hafa + hleðslu, rafeindir hafa – hleðslu og nifteindir hafa 0 hleðslu.

 

Fréttir

Bíll bilaði á Tunglinu

Fundu mögulega lyf til að stöðva útbreiðslu brjóstakrabbameins

Mimi’s Cafe

Bjuggu til einstakan bát úr bíl, sófa og báti

Á innan í á

Hellar og göng úr Víetnam stríðinu

Raunverulegar málningar og teikningar

Vísindavikan

janúar 20th, 2014

Mánudaginn 6.janúar

Vísindavikan byrjaði á mánudaginn, við völdum í hópa í fyrsta tímanum og í seinni fórum við niður í tölvuver að velja tilraun. Ég var með Stefaníu og Kristínu í hóp. Fyrst ætluðum við að reyna að hlaða Iphone með melónu, vatni og salti enn fundum svo eitthvað betra. Við ákváðum að reyna að sprengja melónu með póstteygjum eins og hérna.

Fimmtudaginn 9.janúar

Við byrjuðum að ákveða hvernig við ætluðum að gera þetta. Kristín ætlaði að koma með melónu og teygjur, ég og Stefanía ætluðum svo að koma með gleraugu sem við ætluðum að hafa á okkur. Við ákváðum einnig að hafa á okkur vélsleðahjálma og taka þá af okkur í byrjun myndbandsins. Við ætluðum svo að gera tilraunina í tíma næsta fimmtudag.

Fimmtudaginn 16.janúar

Það var frí á mánudaginn svo það var enginn tími. Við byrjuðum á að finna okkur stað, við fórum fyrir bak við skóla í skjól rétt hjá kjallaranum, færðum borð í skjólið og stilltum öllu upp. Við fórum svo niður í stigann hjá kjallaranum og tókum okkur upp vera að taka af okkur hjálmana mjög alvarlegar. Eftir það byrjuðum við tilraunina. Við stilltum melónunni á borðið, mældum þvermálið, það var 50 cm, síðan byrjuðum við að setja teygjur um miðjuna á henni. Fyrst var svolítið vandamál með að stilla upp Ipodnum hennar Kristínar því hann var alltaf að detta. Eftir að við vorum búin að setja 50 teygjur þá mældum við ummálið, það var orðið 45 cm. Við héldum svo bara áfram að setja teygjur um hana enn svo föttuðum við að Ipodinn var búinn að slökkva á sér og við höfðum ekkert annað til að taka upp með, þá fengum við símann hennar Erlu lánaðann og héldum áfram. Við stoppuðum aftur á 150 teygjum og mældum aftur, þvermálið var orðið að 41 cm. Við héldum áfram og þegar við vorum komnar með 166 teygjur sprakk melónan. Þrýstingurinn um miðjuna á melónunni var orðinn svo mikill vegna teygjanna að melónan gat ekki lengur haldið sér saman og sprakk.

Mánudaginn 20. janúar

Við sýndum myndbandið á mánudaginn og héldum kynningu enn hérna er það.

Hlekkur 2, Vika 7

janúar 15th, 2014

Mándaginn 6. janúar

Það var eiginlega bara spjalltími. Við töluðum um vísindavikuna, rifjuðum upp hvernig á að setja hana upp og hvað ætti að koma fram síðan fórum við í hópa, ég er með Kristínu og Stefaníu :)
Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og vorum að leita að tilraunum til að gera í vísindavikunni. Minn hópur ákvað að gera svona tilraun þar sem maður setur póstteygjur yfir melónu þangað til hún springur, eins og hérna.

Fimmtudaginn 9. janúar

Fyrst skoðuðum við tvær fréttir sem Gyða setti inná Náttúrufræðisíðuna:

Kóngulær.

Klifra uppá fjall til að fá sér tebolla.

Eftir það fórum við í vísindavökuhópana og byrjuðum að skipuleggja hvernig við ættum að hafa þetta.

 

Fréttir

Maðurinn sem borðar með úlfunum

Bjargaði Husky hundi

Bað vísindamenn um að búa til lifandi dreka, Toothless úr ‘How to train your dragon’

Um milljarður jarðabúa reykja

Fundu leifar af risaeðlum á nýjum stað

Skjóta úr byssu í vatni

Hoppa á risavatnsblöðru

Hlekkur 2, Vika 6

desember 17th, 2013

Mánudaginn 9. desember

Ég og Ninna þurftum að vera að sjá um leynivinavikuna, svo við komumst aðeins að í lok tímans. Við vorum í náttúrufræði alías, enn ég var ekki í neinu liði því ég var að skrifa á töfluna hvara allir voru. Það var gaman.

Fimmtudaginn 12. desember

Við vorum með stöðvavinnu um þurrís. Það voru allskonar stöðvar t.d. að blása upp blöðru með þurrís, sápukúlur og þurrís, sápa og þurrís, eldur og þurrís og hellings fleira. Við áttum svo að skrifa um tilraunirnar í blogginu sem skýrslu (sést fyrir neðan þessa færslu).

Ég mun ekki skrifa mjög mikið í þessu bloggi því ég hef ekki svo mikið að segja.

Fréttir:

Þurrís á Mars

Þurrís

Buffalói bjargar buffalóa frá ljóni

Maður verður góður í stærðfræði með því að æfa sig

Mögulega demantar á Suðurheimsskautinu

Skorti Gollum bara D-vítamín?

Loftsteinaregn í Arizona

 

Þurrís

desember 16th, 2013

Skýrsla um Þurrís

Á fimmtudaginn 12. desember, vorum við að gera nokkrar tilraunir með þurrís. Gyða var búin að stilla upp nokkrum stöðvum fyrir okkur sem við áttum svo að prufa, hérna eru möguleikarnir á stöðvunum. Enn fyrst ætla ég að segja frá þurrís.

Fróðleikur um þurrís

Þurrís er frosinn koltvísýringur (CO2). Koltvísýringur er gegnsæ lofttegund sem við öndum frá okkur og kemur úr bílum. Ástæðan fyrir því gufan sem kemur frá ísnum er hvít enn ekki glær er sú að vatnsgufan blandast við koltvísýringinn sem kemur frá ísnum, sýringurinn er svo kaldur að vatnsgufan þéttist og myndar einskonar þoku eða ský, þá er gufan búin að mynda örsmáa vatnsdropa með koltvísýringnum. Þurrís er svo kaldur að ef maður heldur á honum of lengi getur húðina kalið. Ef þurrís hitnar meira enn -79°C breytist hann beint í gufu. Þurrís bráðnar ekki eins og venjulegur ís, hann sleppir einfaldlega að verða að vökva og verður að gufu beint í staðinn. Hér sést efnaformúla þurríss:

CO2(s) →CO2(g)

Það er ekki svo einfalt að geyma þurrís. Hann gufar mjög fljótt upp og erfitt er að frysta hann. Enn það sem maður þarf sérstaklega að passa sig á við þurrís er að geyma hann ekki í þéttu rými sem er heitara enn -79°C, því þá getur ísinn sprungið. Koltvíoxíð þéttist og þéttist ef það kemst ekki út í andrúmsloftið og á endanum springur það bara.
Þurrís er hægt að finna úti í náttúrunni á öðrum plánetum, enn ekki á Jörðinni. Þar sem hitastigið er lægra og þrýstingurinn hærri finnst hellingur af þurrís, t.d. á Mars. Þurrísinn hérna er hinsvegar búinn til í vélum. Vélarnar eru með koltvísýringsgas og þurfa að kæla gasið og þegar það myndast ís er þjappað honum saman. Þurrís er notaður aðalega í kælingar á allskonar matvælum enn einnig eru þurrísperlur notaðar í blásturshreinsun á ýmsum vélum.

Og hérna eru tilraunirnar:

Sápukúlur og Þurrís

Inngangur: Ég var forvitin að vita hvað myndi gerast við sápukúluna, og afhverju það myndi gerast svo ég valdi þessa stöð.

Efni og áhöld: Glerkassi, þurrís og sápukúlur

Framkvæmd: Botninn á glerkassanum var fullur af þurrís. Við blésum sápukúlum yfir kassann og þyngdaraflið dróg hann niður í kassann. Kúlan sveif yfir þurrísnum enn fór ekki alla leið niður eins og sápukúlur gera alltaf.

Niðurstöður: Þetta gerðist vegna þess að koldvíoxíð sem kemur frá þurrísnum myndar svo mikinn þrýsting og sápukúlan var ekki nógu þung til að fara alla leið niður á botninn.

1499395_10200926844236410_181268053_o 1486153_10200926842236360_576984276_o 1462729_10200926841636345_1461908103_o
Hérna sjást sápukúlurnar svífa yfir þurrísnum.

Heitt og Kalt Vatn og Þurrís

Inngangur: Gyða hafði sýnt okkur þetta fyrr í tímanum og mér langaði mjög til að komast að afhverju það kemur svona mikil gufa úr ísnum, og afhverju það kom meiri gufa úr heita vatninu enn kalda.

Efni og áhöld: 2 glös, þurrís

Framkvæmd: Við settum þurrís í tvö glös, og heltum heitu vatni í annað og köldu vatni í hitt. Það sem gerðist var það að reykurinn kom miklu meiri frá heita vatninu heldur enn kalda.

Niðurstöður: Þetta gerðist vegna þess að sameindirnar í heita vatninu hreyfast hraðar og því gufaði þurrísinn hraðar upp.

1491453_10200926845636445_671600185_o
Heita vatnið er lengst til vinstri og kalda lengst til hægri.

Málmur og Þurrís

Inngangur: Það voru aðrir búinn að prufa þetta á undan mér og mér fannst hljóðið mjög skrítið og langaði að vita afhverju það kom.

Efni og áhöld: Bakki, málmur, þurrís, heitt vatnsglas

Framkvæmd: Við vorum búin að setja málminn í heita vatnsglasið. Við þrýstum heita málminum við þurrísinn og það heyrðist mjög óþægilegt hljóð, svona svolítið eins og þegar maður dregur langar neglur eftir krítartöflu. Við prufuðum einnig að ýta köldum málmi við þurrísinn enn það heyrðist ekki jafn hátt hljóð.

Niðurstöður: Ástæðan fyrir þessu er að sameindirnar í heita vatninu hituðu upp málminn, því þær hreyfast svo hratt og þegar maður ýtti málminum við þurrísinn heyrðist þetta ískrandi hljóð, það heyrðist miklu minna í kalda málminum því sameindirnar í honum voru ekki á jafn mikillri hreyfingu og í heita málminum.

Eldur og Þurrís

Inngangur: Það var skrítið afhverju það slokknaði strax á eldinum og mig langaði að vita hver var ástæða súrefnisskortins.

Efni og áhöld: Kerti, eldspítustokkur, skál, þurrís

Framkvæmd: Við settum þurrísinn í skálina og kveiktum á eldspítu og prufuðum að stinga henni ofan í skálina. Það slokknaði strax á eldinum eins og einhver hefði blásið á hana.

Niðurstöður: Ástæðan fyrir þessu var að koldvíoxíð frá þurrísnum var svo kæfandi að það komst ekkert súrefni að fyrir eldinn, svo hann dó.

Sápa og Þurrís

Inngangur: Það virtist mjög spennandi að prufa að gera þetta svo ég valdi þessa stöð.

Efni og áhöld: Bakki, stórt tilraunaglas, klútur, sápa, þurrís, heitt vatn

Framkvæmd: Við settum heitt vatn í tilraunaglasið með þurrís, síðan settum við vatn og sápu í klútinn og drógum hann hægt yfir glasið. Eftir nokkrar tilraunir náðum við að búa til sápukúlu sem stækkaði og stækkaði þangað til hún sprakk.

Niðurstöður: Við fundum út að þegar koldvíoxíð ríkur upp úr glasinu, þá er spennan í sápunni að mynda sápukúlu í kringum glasið sem lokar koldvíoxíð inni, enn koldvíoxíð heldur áfram að rjúka upp úr glasinu þangað til að sápan heldur því ekki lengur inni og kúlan springur.

1003791_10200926863876901_72291618_n 1525413_10200926848316512_1902951838_n
Hérna sést sápukúlan á glasinu og þegar við vorum að renna klútinum yfir glasið.

Basi, Sýra og Þurrís

Inngangur: Þetta var örugglega mest spennandi útlítandi tilraunin og mig langaði mjög mikið að prufa hana.

Efni og áhöld: 2 tilraunaglös, bakki, standur, edik, sápa, rauðkálssoð, þurrís

Framkvæmd: Við settum rauðkálssoðið út í 2 tilraunaglös, það var fjólublátt á litinn. Síðan settum við edik í eitt glasið og sápu í hitt. Þá varð edikið bleikt á litinn enn sápan varð græn. Eftir það settum við þurrís út í bæði glösin. Liturinn á sápunni varð aftur fjólublár, eins og hann var í byrjun áður enn við settum sápuna út í. Edikið hinsvegar hélst bleikt.

Niðurstöður: Þetta gerðist vegna þess að þurrís er sýra. Rauðkálssoð er hlutlaust (pH 7) og þessvegna sýnir það litinn á milli sýru og basa. Sápan, sem er basi, varð græn á litinn enn edikið, sem er sýra varð bleikt á litinn. Ef maður setur sýru út í basa verður efnið hlutlaust, enn ef maður setur sýru út í sýru helst sýran sem sýra.

1495315_10200926873917152_614123072_o

1496224_10200926874117157_69018091_o

1497507_10200926870357063_690389609_n  1509706_10200926870557068_385451570_n
Tvær efstu myndirnar sýna þegar búið er að setja þurrísinn út í, og þær neðri áður enn hann er settur út í.

Heimildir:

Í fróðleik um þurrísVisindavefurinn & AGA

Allar myndir eru úr einkasafni

Hlekkur 2, Vika 5

desember 11th, 2013

Mánudaginn 2. desember

Gyða var ekki svo við fengum að horfa á danska mynd sem þurfti að horfa á í dönsku.

Fimmtudaginn 5. desember

Í  fyrri tímanum vorum við að tala saman og skoða blogg nemanda, við töluðum einnig um pisa prófin sem verða tekin á næsta ári í Flúðaskóla. Í seinni tímanum fengu þeir sem vildu að taka prófið aftur sem við vorum í um daginn, prófið sem átti að stilla efnajöfnur í. Ég og Kristín þurftum ekki að taka það aftur svo við fórum í ipada að leika okkur í náttúrufræðileikum. Það var virkilega skemmtilegt í einum þeirra þar sem maður átti að setja öll efnin á réttan stað í lotukerfinu.

Við gerðum ekki mikið þessa viku svo ég hef ekki mikið að segja.

Fréttir&Myndbönd:

Hundar drápu konu meðan hún fékk flogakast

Varði Breivik því hún trúði því að það sem hann gerði var rétt

Sérstakt kort yfir hvar nauðganir og morð gerast

Forsætisráðherra Danmerkur tók ‘selfie’ með Obama

Skotinn á leiðinni í skólann

H&M þurfa að hækka verð í framtíðnni til að geta borgað hærri laun í fátækum löndum

14 ára strákur stakk skólabróður sinn

Kanadíska flugfélagið WestJet gáfu fólki það sem þau óskuðu sér fyrir jólin 

Hlekkur 2, Vika 4

desember 4th, 2013

25. nóvember

Við byrjuðum á að taka stutta könnun. Í henni áttum við að svara spurningum satt eða ósatt og stilla efnajöfnur, flestum gekk bara vel. Gyða setti þessi tvær fréttir inná náttúrufræði síðuna enn við skoðuðum þær ekki:

Breytir brúnum augum í blá

Fórna einum fyrir hjörðina

Síðan fórum við að skoða glærurnar um sýrustig, basa, jónir og fl. Nokkrir punktar um það sem við lærðum:

 • Sýrustig er skrifað sem pH, það er mælikvarði á hversu súrt efni er, því lægra sem pH-gildið er því súrara, pH sýnir hvort efni sé súrt, hlutlaust eða basíst.Til að finna sýrustig þarf að finna hversu margar H+ vetnisjónir eru í efninu. Því lægra sem pH-gildið er því fleiri H+ jónir og því súrara er efnið, og svo öfugt. Heimild
 • Vatn hefur táknið H2O, það eru tvö vetnisatóm (H) og eitt súrefnisatóm (O) í hverri sameind vatns. Þar kemur H+ inn, því smár hluti allra vatnssameindanna klofna í annað hvort jávætt hlaðnar vetnisjónir (H+) eða neikvætt hlaðnar vetnisjónir OH, svona fer það fram:

             H2O -> H+ + OH

Heimild

 • Jónir eru frumeindir með rafhleðslu. Það eru tvær tegundir jóna, jákvætt hlaðnar jónir sem hafa fleiri róteindir enn rafeindir síðan eru neikvætt hlaðnar jónir sem hafa færri róteindir enn rafeindir, þær eru táknaðar með staf efnisins t.d. Cl, enn jákvæðar jónir t.d. Na+, mínusinn eða plúsinn merkja      hleðslu enn ef það stendur t.d. Na+2 merkir það fjölda rafeinda sem voru gefnar eða teknar. Heimildir-Glósur frá Gyðu
 • Það er hægt að segja að basi sé það öfuga við sýru. Basi hefur hærra pH-gildi, allt basískt er upp úr pH 7. Basi getur tekið til sín róteindir í vatnslausn. Heimild
 • Flest dýr í vatni hafa vanist pH 6,5-8,2, og ef gildið verður hærra eða lægra þá færa dýrin sig, hætta að fjölga sér eða drepast. Ef sýrustig vatns fer hærra eða lægra enn ofangreinda pH-gildið er það af mannavöldum, öll tækin okkar, mannvirkin, námugreftirnir valda sýrustigi í vatni og rigningu. Heimild

28. nóvember

Við gerðum sýrustigtilraun. Ég var með Júlíu og Guðleif í hóp. Svo eftir viku áttum við að skila skýrlsu um tilraunina. Það fyrsta sem við gerðum var að dýfa sýrustigsstrimlum ofan í mismunandi efni sem við vorum búin að stilla upp eftir sérstakri röð. Það komu mismunandi litir á enda strimilsins og þá gátum við séð hvað sýrustigið var aftan á sýrustigstrimlapakkanum. Eftir það helltum við efnunum í 10 tilraunaglös (því þetta voru 10 efni) og settum svo rauðkálssoð út í öll efnin. Rauðkálssoðið breytti litnum á efnunum og við gátum þá raðað þeim eftir hvort þau voru basísk, hlutlaus eða súr.

jbgk.gu Hérna sést sýrustigsmælir. Því neðar sem það fer því súrara er efnið. Því ofar því basískara. Eins og í pH 7, þar er vatn, sem er hlutlaust.

ljgkæ Hérna sést mynd af svipuðum strimlum sem við notuðum í tilrauninni.

 

Fréttir/Myndbönd:

Hafmeyjur

Maðurinn sem lifir með úlfunum

Maðurinn sem lifir með ljónunum

Hjálpa skjaldbökum að komast í sjóinn

Fallhlífsstökkvarar flæktust saman og hröpuðu

Ný og hættulegri tegund af HIV

Halastjarnan Ison fer framhjá sólinni

Beinagrind fágætar risaeðlu seld fyrir 79 milljónir króna

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.