Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Hlekkur 7, vika 4

Þetta blogg hérna er seinasta bloggið í grunnskóla. Það finnst mér í raun leiðinlegt því mér finnst ég læra mjög mikið af blogginu! :(

Mánudaginn 27. apríl vorum við allan tíman að klára kynningarnar á hugtakakortunum okkar. Ég var hins vegar búin að kynna mitt kort í síðustu viku.

Miðvikudaginn 29. apríl var sko hörku upprifjunartími úr efnafræði! Þar sem lokaprófin eru að byrja núna í maí verðum við í upprifjun alveg þangað til þau byrja. Og ekki veitir af, því þetta er margt sem þarf að muna. En allur þessi tími fór í efnafræðina og glósur úr henni koma hér fyrir neðan.

Upprifjun efnafræði

 • Frumefni er fyrsta efnið sem verður til.
 • Ef frumefni eru blönduð saman kallast það efnasamband.
 • Efnablanda er t.d. kranavatn, loftið. Í raun er efnablanda út um allt.
 • Efnahvarf: Þegar efnum er blandað saman og mynda ný efni. Efnin sem blandast saman og mynda nýtt kallast hvarfefni og þau sem myndast kallast myndefni.
 • Dæmi um efnahvarf er ljóstillífun: CO2+H2O (hvarfefni)–>sólarljós–>C6H12O6+O2 (Myndefni).
 • Bruni sem fram fer í hvatberum er líka efnahvarf en það er í raun bara öfug ljóstillífun: C6H12O6+O2—>CO2+H2O.
 • Frumeindir
 • Róteind: Hún er + hlaðin með massa 1.
 • Nifteind: Hún er 0 hlaðin (engin hleðsla) og með massa 1.
 • Rafeind: Hún er – hlaðin með massa 0,000000001 (sirka).
 • Róteind gefur upp sætistölu frumefnis.
 • Róteind+nifteind gefa saman upp massatölu frumefnis.
 • Róteindirnar og nifteindirnar eru í kjarnanum.
 • Rafeindirnar sveima í kringum kjarnan en aðeins 2 rafeindir komast á innsta hvolf, 8 á annað hvolf og síðan fer restin á þriðja hvolf.

Fimmtudaginn 30. apríl var góð upprifjun í jarðeðlisfræði. Glósur úr þeirri upprifjun hér fyrir neðan.

Upprifjun úr jarðeðlisfræði

 • Pláneta: Reikistjarna-jörðin er reikistjarna.
 • Stjarna: Gjósandi gashnöttur.
 • Reikistjarna er EKKI það sama og stjarna.
 • Stjörnur er skrilljón eða óteljandi.
 • Reikistjörnurnar eru átta: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Septúnus, Neptúnus, Úranus.
 • Reikistjörnurnar skiptast í innri plánetur og ytri plánetur
 • Innri pláneturnar er fjórar pláneturnar sem eru næst sólinni eða: Merkúríus, Venus, Jörðina og Mars.
 • Ytri pláneturnar er þær fjórar sem er fjær sólinni eða: Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus.
 • Innri pláneturnar eru litlar dvergplánetur, ytri eru gasrisar.
 • Til eru svokölluð lífhvolf sem er á hverri vetrarbraut og jörðin er á þessu lífhvolfi.
 • Tunglið: Glóir ekki heldur endurkastast af sólinni.
 • Miklihvellur: Kenning um að fyrir 13 milljarða ára byrjaðir alheimurinn að þenjast út. Líklega mun hann skreppa saman aftur.
 • Halastjarna: Ísklumpur sem sveimar um vetrarbrautina.
 • Ljósár: Mælir vegalengt ekki tíma, eða hversu langt ljósið fer á einu ári.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

 

Þessi mynd sínir sólkerfið okkar, fjarðlægðarhlutföllin eru þó röng!

Heimild af mynd: Stjörnufræðivefurinn

*Allar glósurnar eru glósur frá tímunum tveimur*

Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir stærðarröð okkar pláneta, sólar og síðan stærstu sólir sem vitað er um. 

Hér er fínt skýringarmyndband um frumeindir.

Fréttir

Flottar myndir af jörðinni úr geimnum

Bakveikt fólk er skyldara öpum en aðrir

Stór svæði algjörlega lífvana í Atlandshafinu


Hlekkur 7, vika 3

Mánudaginn 20. apríl var kynning á hugtakakortunum sem við höfum verið að gera. Það náðu samt ekki allir að kynna en ég var samt ein af þeim sem fékk að kynna. Við vorum ekki með langa kynningu heldur vorum við bara aðeins að segja frá hugtakakortinu sjálfu og um hvað efnið á hugtakakortinu var. Þar sem ég var með endurnýjanlega orkugjafa sagði ég aðeins frá helstu orkugjöfunum, sem eru sólarorka, vindorka, vatnsafl, sjávarorka og jarðhiti. Einnig sagði ég frá kostum og göllum sem endurnýjanlegir orkugjafar bera með sér (sjá kosti og galla fyrir neðan). En margir úr bekknum voru með mjög áhugaverðar kynningar.

Miðvikudaginn 22. apríl var ekki tími vegna þess að þá var haldórsmótið í gangi.

Fimmtudaginn 23. apríl var engin skóli því þá var sumardagurinn fyrsti.

Kostir við endurnýjanlega orkugjafa:

 • Endurnýjanlegir orkugjafar eru hagkvæmir
 • Lítil sem engin mengun (aðeins örlítil mengun í jarðvarmavirkjunum)
 • Þeir eru ódýrir
 • Mikil nýting
 • Þeir eru afturkræfir

Gallar við endunýjanlega orkugjafa:

 • Þeir geta skert lífríkið
 • Hljóðmengun (úr vindmyllum helst)
 • Sjónmengun
 • Eyðing á gróðri

Fréttir

70% af orkunotkun á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum (2007)

Ný bjór tegund á að láta konur líta út fyrir að vera yngri 

Geimfarið hrapar stjórnlaust til jarðar


Hlekkur 7, vika 2

Mánudaginn 13. apríl var ekki tími vegna þess að árshátíðarvalið var að sýna leikritið sitt.

Miðvikudaginn 15. apríl vorum við allan tímann að klára hugtakakortið okkar sem við byrjuðum á rétt fyrir páska. Þessi hugtakakortavinna gekk þannig fyrir sig að við áttum að para okkur saman tvö og tvö og velja okkur eitthvað tengt náttúrufræðinni og gera hugtakakort um það. En áður en við byrjuðum á hugtakakortinu sjálfu áttum við að skrifa niður fullt af hugtökum á miða tengt umfjöllunarefninu. Ég og Ragnheiður vorum saman og völdum við okkur að gera um endurnýjanlega orkugjafa. Þá skrifuðum við niður allskonar hugtök tengd endurnýjanlegum orkugjöfum eins og t.d. vindorka, sjávarorka, virkjanir, framleiðsla, vindmyllur og margt fleira. Þá gátum við byrjað á hugtakakortinu, þar sem við skrifuðum öll þessi hugtök niður og tengdum með örum og bjuggum til undirflokka og allskonar. Í þessum tíma kláruðum við þessa vinnu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni! Í lok tímans gerðum við sjálfsmat á þessu hugtakakorti.

Á fyrri myndinni sést þar sem við erum búin að skrifa niður öll hugtökin og búin að flokka þau þannig þau tengist.

Á seinni myndinni er fullklárað hugtakakortið.

11158059_820259488048753_121661642_n (1)

11160312_820259361382099_550969828_n

Fimmtudaginn 16. apríl var ekki tími vegna þess að við fórum í skíðaferð.

 

Fróðleikur um endurnýjanlega orkugjafa!

Endurnýjanleg orka er orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki heldur er stöðugt að endunýja sig þegar tekið er af henni og helst því í jafnvægi.

Á Íslandi er mikil orka notuð og þá aðalega í formi jarðhita og vatnsafli. En hér eru helstu endunýjanlegu orkugjafarnir:

 

Jarðhiti: Þetta hugtak er notað yfir það þegar heitt vatn og gufa koma upp úr jörðinni á jarðhitasvæðum. Jarðhitasvæði skiptast í lág- og háhitasvæði. Á lághitasvæðum er hitinn yfirleitt á bilinu 70-90 gráður, en á háhitasvæðum getur hitinn farið alveg upp í 200 gráður. Jarðhitinn er að mestu leiti notaður til þess að hita upp hús og sundlaugar en einnig hefur raforkuframleiðsla með jarðhita aukist síðustu ár.

affallslonsamsettmynd_jpg_800x1200_q95-600x394

Á myndinni sjást fjórar jarðvarmavirkjanir

Heimild af mynd: Landvernd.is

 

Vatnsorka: Er orka sem er unnin úr hreyfiorku eða stöðu orku vatns. Vatnsorka er sú orka sem vatn býr yfir á vissum stað í hringrás sinni, en mikil orka felst í vatnsföllum. Vatnsaflsvirkjanir eru til þess að virkja vatnsafl og breyta því í rafmagn. Þar er vatnsfallið nýtt og er fallhæðin og þungi vatnsins notaður til að snúa túrbínu og framleiða rafmagn. Því meiri fallhæð og því meira vatnsmagn, því meira afl. Á Íslandi eru nokkuð margar vatnsaflsvirkjanir. Vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo vatn úr ám safnast saman í uppistöðulón.Úr lóninu flæðir vatn mjög hratt í gegnum göng í virkjuninni og þannig snýr það túrbínunni sem er staðsett í göngunum. Túrbínan er tengd við rafal sem snýst einnig og framleiðir þá rafstraum.

vatnsvirkjun_stormynd1

Hér er mjög góð skýringarmynd á því hvernig vatnsaflsvirkjun virkar.

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

 

Vindorka: Er orka í formi hreyfiorku sem á uppruna sinn í sólargeislum. Vindmyllur hafa hingað til verið bestu tækin til að beisla þessa orku. Margar þjóðir nýta sér þennan orkugjafa en er ekki svo algengur hér á landi, helst vegna þess hve óstöðugur vindurinn er hérlendis. Til eru tvær tegundir af vindmyllum en þriggja blaða myllan er algengust í dag. Framleisla hefst við vindhraðann 4 m/s og nær fullum afköstum við 15 m/s, þeim hraða heldur hún alveg upp í 25 m/s en þegar þeim hraða er náð slekkur hún á sér og byrjar ekki aftur að snúast fyrr en við 20 m/s.

vindmyllur_080411

Svona lítur klassísk vindmylla út!

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

 

Sólarorka: Þessi roka er í formi hitageisla og ljóss frá sólinni. Sólarorkan er í raun uppruni flestra aðra orkugjafa á jörðinni. Sólarsella er sá hlutur sem breytir sólarorku yfir í raforku með ljósspennuaðferð. Yfirleitt eru sólarsellurnar úr kísil. Sólarorka er mikið nýtt erlendis en hefur hins vegar farið lítið fyrir nýtingu hennar hér á landi. 

paneles-en-cubierta

Heimild af mynd: Sólarsella

Á þessari slóð er hægt að horfa á smá fræðslumyndbönd um vatnsorku, jarðvarma og vindorku!

Heimildir

Vísindavefurinn: Hvar eru orkulindir? 

Vísindavefurinn: Hvað er vind-og sólarorka?

Vísindavefurinn: Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu?

Wikipedia: Endurnýjanleg orka

Wikipedia: Sólarsella

Fréttir

Skotar njóta umhverfisvænnar orku

Rafmagn fyrir 300 milljón manns

Afhjúpaði undur í aldarfjórðung

 

 


Ísland vika 6

Mánudaginn 6. apríl var ennþá páskafrí og því enginn skóli.

Miðvikudaginn 8. apríl var frekar skemmtilegur og mjög rólegur ummræðu tími. Við kíktum á nokkrar fréttir og ræddum aðeins um þær. Ein fréttin var um steypireið sem sást til í skjálfanadflóa. Út frá þessari frétt ræddum við aðeins um lífríkið í sjónnum en steypireiðurinn velur sér að komi hingað á sumrin vegna næringunnar sem er í sjónnum við Ísland. Hér er fréttin. Einnig kíktum við á nokkur stutt en afar áhrifarík myndbönd myndbönd. Þessi myndbönd snérumst um náttúruna og hvernig mannkynið er alltaf að menga, reyna að eyðinleggja og eyða náttúrinni. Þessi myndbönd voru um móðirnáttúru, sjóin, regnskógana, jarðveginn, vatnið, trén, kóralrif og blóm. Þau fóru þannig fram að einhver talaði fyrir hvert og eitt myndband eins og þau væru t.d. móðir náttúra og sjórinn. Þessi myndbönd fengu mann virkilega til að hugsa hvað mannkynið væri að gera við náttúruna en með því að reyna að eyða náttúrunni okkar erum við í raun bara að reyna að eyða okkur því við lifum ekki án náttúrunnar! Við gerðum einnig krossglímu um móðir náttúru, blóm og regnskóginn, en þar áttum við að nota orð sem komu fram eða tengdust myndbandinu. Hér er hægt að horfa á öll myndböndin.

Incredible-Nature-Scenery-in-Iceland-

 

Heimild af mynd

Fimmtudaginn 9. apríl nýttum við allan tímann til að reyna að klára hugtakakortin okkar sem við vorum að gera fyrir páska. Ég er að gera um endurnýjanlega orkugjafa sem er bara mjög fínt og fræðandi.

Fréttir

Mjög fallegar náttúrumyndir af Snæfellsnesi (vegna umfjöllunar á miðvikudaginn)

Hvalirnir ferðast þvert yfir Kyrrahafið

 

 

 


Ísland, vika 5

Mánudaginn 16. mars var frekar mikill umræðu tími. Rætt var um náttúru íslands, farfugla og friðlýst svæði. Svo var tekin dálítil umræða um sólmyrkvan sem sást síðastliðinn föstudag, 20 mars. 

Miðvikudaginn 18. mars byrjuðum við tímann á smá upprifjun um sólmyrkvan. Við áttum að teikna á blað skýringarmynd á sólmyrkvanum en það gekk bara mjög vel. Þar á eftir áttum við að skipta okkur í hópa og byrja á hugtakakorti. Ég og Ragnheiður vorum saman og völdum við okkur að gera hugtakakort um endurnýjanlega orkugjafa. Við áttum þó fyrst að gera miða með öllum þeim hugtökum sem við ætluðum að setja á hugtakakortið. Þegar búið var að skrifa niður hugtökin áttum við að raða þeim upp eins og við vildum hafa það á hugtkakortinum og síðan gátum við byrjað á hugtakakortinu sjálfu. Við Ragnheiður komumst reyndar ekki lengra en bara að raða upp hugtökunum því þá var tíminn búin.

Fimmtudaginn 19. mars var enginn skóli, bara skólahreysti.

 

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar svo það myrkvar sólina að hluta til eða alveg frá jörðu séð. Í raun eru sólin, tunglið og Jörðin í beinni línu. Sólmyrkvar geta einungis orðið þegar tunglið er nýtt! Þegar almyrkvi verður hylur tunglið alla sólina en við deildar- eða hringmyrkva er einungis hluti sólarinnar hulinn. 

Sólmyrkvinn sem varð hér á Íslandi þann 20. mars síðastliðinn var aðeins rétt frá því að vera almyrkvi en frá Reykjavík huldi tunglið 97,5% af sólinni en á Austurlandi um 99,4%. Almyrkvi sást í Færeyjum og Svalbarða en sólmyrkvan sem varð hér þarf að kalla deildarmyrkva.

solar-eclipse

Á myndinni sést almyrkvi en dökki hringurinn er tunglið og geislarnir í kringum það eru geislar frá sólinni.

Heimild af fróðleik: Stjörnufræðivefurinn

Fréttir

Vísindamenn finna músahérann aftur

Á eftir sólmyrkvanum koma mestu sjávarföll aldarinnar

Myndband af sólmyrkvanum frá Færeyjum

 


Ísland, vika 4

Mánudaginn 9. mars fengum við nýja glærur og Gyða var með fyrirlestur um eðlisfræði. Við vorum mikið að tala um virkjanir í þessum tíma og gerðum meðal annars smá verkefni þar sem við skrifuðum fimm þrep í vatnsvirkjunum, sem sagt hvernig vatn er notað til að búa til rafmagn. Við vorum mikið að tala um rafmagn og endurnýjanlega orkugjafa líkt og vindmyllurnar og vatnsvirkjanir.

Miðvikudaginn 11. mars byrjuðum við á því að fara yfir myndirnar sem við tókum í síðasta fimmtudagstíma. Það fór svo að tvær myndir voru með sjö læk, sem var jafnframt það mesta. Og ein myndin var akkúrat úr mínum hópi, en sú mynd sýndi flekahreyfingar. Þegar við vorum búin að skoða myndirnar fórum við í verkefna vinnu. Þetta var eiginlega undirbúningur fyrir Písa-prófið þannig þetta var ekki tengt hlekknum. Við áttum að vera tvö og tvö saman og lenti ég með Hrafnhildi í hóp. Okkur gekk bara nokkuð vel að svara þessum spurningum en við tókum verkefni um veður, pítsa deig og hunda.

Fimmtudaginn 12. mars vorum við mest að fara yfir verkefnin sem við gerðum í gær. Gyða sagði okkur svörin en það var bara mjög fínt. Síðan fengum við bara að fara þar sem það tók því ekki að byrja á neinu nýju.

Fróðleikur

 • Orku jarðar má rekja til sólarinnar.
 • Orka breytir aðeins um form en eyðist ekki.
 • Þegar vatnsafl er virkjað er stöðuorku breytt í hreyfiorku.
 • Því meiri fallhæð og því meira vatnsafl, því meira afl verður til.
 • Endurnýjanlegir orkugjafar eru meðal annars vatnsafl, vindorka, sjávarfall, sólarorka og jarðvarmi.
 • Þessir orkugjafar hafa bæði kosti og galla
 • Kostir eru t.d: Engin mengun, ekki hætta á mengunarslysum, endurnýjanlegt og ókeypis orkugjafi.
 • Gallar eru t.d: Land fer á kaf í vatn (uppistöðulón), landfrekar, fugladauði (vindorka sérstaklega) og eyðing gróðurs.

Fréttir

Segir Mars One vera svikamyllu

Tappinn að losna úr Suðurskautslandinu


Ísland, vika 3

Mánudaginn 2. mars var mjög fínn og fróðlegur fyrirlestrartími úr glærum um lífríki Íslands. Við vorum mikið að fjalla um sjóinn og lífríki hans vegna þess að sjórinn við Ísland er afar næringaríkur og mikið lífríki þar. Við töluðum um lofthjúpinn og einnig aðeins um gróðurbelti en Ísland er einmitt í tveimur gróðurbeltum, barrskógabeltinu og kuldabeltinu. Í enda tímans fórum við í Kahoot en það má segja að það hafi verið mjög ótengt náminu sem við erum í núna í náttúrufræði, hins vegar var það mjög skemmtilegt!

Miðvikudaginn 4. mars var Gyða ekki í skólanum þannig við enduðum einfaldlega á því að læra undir próf eða vorum í íslensku lotunum okkar! Ekki mikið um það að segja nema ef þið viljið fræðast aðeins um Gíslasögu…sem ég efa stórlega! 😉

Fimmtudaginn 5. mars var úti tími! Okkur var skipt í hópa og áttum að fara út að taka fjórar myndir af einhverju tengt hlekknum sem við erum í. Ég lenti í hóp með Anítu Hrund, Silju og tobiasi. Við tókum mynd af hringrás vatns, Miðfelli (móberg), kuldabeltinu og flekahreyfingum. Við teiknuðum inná myndirnar eins og flekahreyfingarnar þannig það myndi sjást. Við fórum svo inn og hlöðuðum myndunum inn á hópinn okkar á facebook en allir áttu að gera það og síðan voru kosningar um flottustu myndina, við settum „like“ við þær fjórar myndir sem okkur fannst flottastar.

Fróðleikur!

Sjór við Ísland

Íslenska hafsvæðið er með þeim frjósamustu hafsvæðum í heiminum. Sjórinn við Ísland er samt sem áður fremur óstöðugur vegna legu landsins á mörkum hlýrra og kaldra hafstrauma. Sjór fyrir norðan er sérstaklega óstöðugur vegna innflæði hlýs Atlandssjávar sem er mjög breytilegur á hverju ári. Hins vegar er það þessi breytileiki sem á sinn þátt í því að íslenski sjórinn er svona frjósamur og næringarríkur. Bæði vindar og straumar stuðla að nýjum forða næringarefna sem berst upp til efri sjávarlaga þar sem hann nýtist svifþörungum. Hins vegar geta framleiðni dýrastofna orðið tiltölulega mikil vegna sveiflna frá ári til árs.

Heimild af fróðleik: Vísindavefurinn

 

Fréttir

Vannræðir Kópar

Skar upp heila apa með Parkinson

Tóku ösku látins manns í nefið!


Ísland, vika 2

Mánudaginn 23. febrúar kláruðum við umræðuna sem við vorum með á fimmtudaginn en þá var bara ein spurning eftir, er íslenskt vatn íslenskt en það var mikið velt sér upp úr því. Þegar við vorum búin að tala nóg um það fórum við í allt öðruvísi umræðu. Gyða gaf okkur miða sem hún hafði notað í heimspeki valinu á haustönninni og við áttum að flokka miðana í tvo flokka, skynsemi eða bull. Það stóðu semsagt settningar eins og t.d. enginn er eins eða salt og pipar er það sama eða allar stelpur eru með sítt hár o.s.fr. Þetta voru virkilega skemmtilegar umræður sem við vorum í og við gátum mikið pælt í hlutunum. Sumar setningarnar meikuðu bara engann sens eins og t.d. setningin: Það er hægt að synda til Ástralíu, vegna þess að það er ekkert gefið upp hvaðan þú ert að synda.

Miðvikudaginn 25. febrúar fór fyrri tíminn í fyrirlestur úr glærum um jarðfræði íslands. Við vorum mikið að pæla í eins og steinum og bergi og fengum meira að segja ýmsa steina til að skoða. Við ætluðum að fara í stöðvavinnu þegar við vorum búin að fara yfir glærurnar en þá var tölvukerfið eitthvað að stríða okkur þannig það varð lítið úr því nema það að ég náði aðeins að skrifa smá um silfurberg sem var ein stöðin. Í seinni tímanum lét Gyða okkur gera hugtakakort um okkur sjálf til þess að þjálfa okkur aðeins í því að gera hugtakakort. Það var bara mjög fínt að gera þetta hugtakakort en þá var ég að skrifa niður eins og, fjölskyldu, vinir, áhugamál, framtíðin og tengdum allskonar saman.

Fimmtudaginn 26. febrúar var mjög fróðlegur tími…eða ekki! :) Gyða reyndi að byrja á fyrirlestri um lífríki Íslands en gafst síðan einfaldlega upp vegna þess að við vorum alveg sérstaklega þreytt og hvorki við né Gyða í sérstaklega miklu stuði. Í staðinn fórum við að skoða blogg og fréttir ef mig minnir rétt :)

Fróðleikur!

Blágrýti

Blágrýti, öðru nafni basalt, er algengasta gosberg jarðar og má finna víða hér á Íslandi. Þetta berg er tegund basalts sem er grátt með bláan blæ. Blágrýti myndaðist fyrst þegar blágrýtishraun lagðist yfir slétta jörðina á ísöldinni sem myndaði fjöll og hæðir. T.d. er Esjan og Ingólfsfjall að hluta til myndað af blágrýti.

blagryti_111202 

Mynd af blágrýti

Líparít

Líparít er súrt gosberg sem hefur storknað hratt. Það fer eftir hversu hröð kólnunin er, hvaða bergtegund myndast við storknun bráðar með samsetningu líparíts. Ef bráðin storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, líparít myndast í eldgosum, en við snögga kælingu í vatni gefst ekki tími fyrir kristalana að myndast og þvi verður til hrafntinna.

220px-RhyoliteUSGOV

Mynd af líparíti

Silfurberg

Silfurberg hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mikilvægum vísinadauppgötvunum. Þær flýttu fyrir þróun ýmissa sviða raunvísinda á 19. öld og 20, t.d. í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla- og steinafræði og nútímaeðlisfræði sem byggir m.a. á kenningum Einsteins. Stærsti steinninn af silfurbergi sem hefur fundist er á safni í London en hann fannst hér á Íslandi!

-Þetta skrifaði ég í tímanum á miðvikudaginn

Heimildir

Blágrýti: Vísindavefurinn

Mynd 1: Vísindavefurinn

Líparít: Vísindavefur

Mynd 2: Wikipedia

Fréttir

Svipar til jarðvegs á Hawaii og Íslandi

Ekkert hlé á hlýnun

Myndir af fallegum dýrum í útrýmingarhættu

 

 

 

 


Ísland, vika 1

Mánudaginn 16. febrúar byrjuðum við á nýjum hlekki um Ísland. Í byrjun tímans skiluðum við heimaprófinu sem við höfðum fengið fimmtudaginn áður um eðlisfræði. Þegar Gyða var aðeins búin að tala við okkur og kynna hlekkinn áttum við að svara nokkrum spurningum saman tvö og tvö. Þetta voru ekki spurningar sem finna átti í bókum heldur áttum við að ræða saman og svara ú frá okkar sannfæringu.

Spurningarnar voru:

Hvað er náttúra? Hvað er umhverfi? Er íslenskt vatn íslenskt? Hvernig mótar maður landið? Hvað er menningarlandslag? Hver á Dettifoss? Á ég að hreinsa fjöruna?

Miðvikudaginn 18. febrúar voru strákarnir úr legó valinu með smá kynningu fyrir stelpurnar á legó vali því Gyða ætlaði að bjóða upp á stelpu val á síðustu önninni en þegar það var búið horfðum við á fræðslumyndband um eldfjallið Kötlu og var það mjög fróðlegt. Síðan fengum við prófið okkar til baka sem við höfðum skilað á mánudaginn og kom í ljós að flest allir höfðu komið vel út úr þessu prófi. Við skoðuðum inn á jarðfræðivefi hvernig heimurinn hefur þróast allt frá fyrstu tíð og hvernig hann verður líklega í framtíðinni. Einnig horfðum við á myndband um það hversu miklar ranghugmyndir landafræðikort gefa, því þau sýna oft ranga mynd af stærð landa eins og t.d. er sett inn í kort að Grænland og Afríka eru jafnstór þegar Afríka er um 14 sinnum stærri. Við vorum í miklum umræðum um jörðina og Ísland í þessum tíma en í lok tímans fengum við tíma til að undirbúa okkur fyrir umræður sem áttu að vera daginn eftir. Við áttum að undirbúa umræðu um eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara daginn áður. Ég og Brynja fengum spurninguna, hvernig mótar maður landið?

Fimmtudaginn 19. febrúar var mikill umræðu tími. Við vorum saman sömu tvö og tvö pör sem höfðu verið saman á mánudagin og hvert par með eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara á mánudaginn. Þetta voru mjög skemmtilegar umræður sem voru í gangi og okkur Brynju gekk vel með okkar spurningu.

Hvernig mótar maður landið?

(Þessa spurningu var ég með og þess vegna ætla ég að svara henni)

Menn eru líklega helstu mótunar aðilar landsins en fólk mótar landið með þvi að t.d. byggja hús, höggva tré, byggja skíðabrekkur og friða lönd og dýr, svo eitthvað sem nefnt. það eru afar margir hlutir sem móta landið því ekki hægt að nefna eitthvað eitt sem mótar það mest. Í raun mótar maður landið einfaldlega með því að vera til því allir eiga einhvern þátt í að móta það.

Fréttir

Þar sem við vorum mikið að velta fyrir okkur náttúru í þessari viku ákvað ég að setja inn myndir af 15 flottustu landslögunum í heimi að mati BBC

Google færir heiminum náttúru Íslands

Dularfullt ský á Mars


Eðlisfræði, vika 3

Mánudaginn 9. febrúar vorum við í frekar miklum umræðum um allskonar tengt þessum hlekk. Við vorum sett í hópa og áttum að gera hugtakakort. Við áttum að skrifa um rafmagn, manneskjur og jörðina. Okkur gekk bara mjög vel með það og náðum að tengja heil mikið saman.

Miðvikudaginn 11. febrúar byrjuðum við tímann á smá fyrirlestri upp úr glærunum. Í seinni tímanum byrjuðum við á plakati sem við árrum síðan að kynna á fimmtudaginn. Ég lenti með Bjarti í hóp og við ákváðum að gera plakat um eldingar. Við skrifuðum smá fróðleik um eldingar og hvernig hægt er að forðast þær og klipptum einnig út eldingar til að líma á plakatið. (Smá fróðleikur um eldingar hér fyrir neðan.)

Fimmtudaginn 12. febrúar fengum við stóra heimaprófið okkar afhent og kláruðum og kynntum plakötin okkar. Kynningi hjá okkur Bjarti gekk bara ágætlega.

Eldingar

Eldingar myndast þegar mismunandi hleðslur leitast við að jafna hver aðra út, þetta gerist innan þrumuskýs. Neðri hluti skýsins verður yfirleitt neikvætt hlaðinn og efri verður jákvætt hlaðinn. Þegar munurinn á rafhleðslunum er orðinn nógu mikill hlaupa rafeindir frá neðri hluta þrumuskýsins upp í efri hlutann og þá verður elding. Elding fer alltaf stystu leið til jarðar þegar henni slær niður.

eldingar_121010

Heimild fróðleikur: Bók, Eðlisfræði 1

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

Myndband: Hvað gerist ef þú verður fyrir eldingu?

Fréttir

Elding varð 11 að bana

100 keppa um miða aðra leið til Mars