Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Sýrustigs vika!

Nú veit ég alls ekki neitt hvaða vika í hlekknum því það er svo langt síðan ég bloggaði en það er afþví gamla bloggsíðan mín hrundi! En nú er ég loksins komin með nýja bloggsíðu því það náðist ekki að bjarga gömlu þannig allar fyrri færslunar mínar sem ég er búin að skrifa síðan í 8. bekk eru horfnar, það er samt frekar fúlt…

Mánudaginn 1. desember: Í þessum tíma var gyða ekki en við vorum samt í Nearpod kynningu í iPad. Þar vorum við að skoða glærur um sýrustig og jónir og einnig svara nokkrum spurningum. Þarna var eiginlega verið að undirbúa okkur fyrir sýrustigstilraunina sem við fórum í á miðvikudaginn. Þegar við vorum búin að skoða og svara spurningum fengum við að fara í frjálst.

Miðvikudaginn 3. desember: Í þessum tíma vorum við að gera tilraun um sýrustig. Okkur var skipt í hópa og ég lenti með Anítu V, Silju og Óskari en okkur gekk bara vel með þessa tilraun. Þetta var fremur létt tilraun en mjög lærdómsrík. Við áttum að mæla sýrustig átta mismunandi vökva með svokölluðum sýrustigsstrimlum en við áttum við að stinga þessum strimlum ofan í vökvann, þá komu á hann fjórir mismunandi litir og við bárum þá saman við PH-skalann sem var utan á boxinu frá strimlunum. Skalinn er frá 1 upp í 14 og við áttum að velja litina sem voru eins og á strimlinum. Þegar við vorum búin að mæla alla átta vökvana áttum við að velja sex af þeim til að gera í raun aðra tilraun með rauðkálssafa. Hún fór þannig fram að við helltum rauðkálssafa út í alla vökvana og hrærðum í þeim. Þeir breyttu allir um lit og það gefur til kynna að rauðkálssafi er prýðis litvísir en það var tilgangur tilraunarinnar, að sjá hvort rauðkálssafi geti verið litvísir. Myndirnar eru fyrir og eftir mynd, sú fyrri var tekin áður en rauðkálssafinn var settur út í og sú seinni eftir að safinn var settur út í. Liturinn á vökvunum segja til um hvort þeir séu súrir eða basískir og þess vegna getur rauðkálssafi auðveldlega verið litvísir, útaf þú ræður út úr litnum á vökvanum hvort hann sé súr eða ekki. Um þessa tilraun áttum við að skila skýrslu.

10836137_737873909620645_761998537_n 10735736_737873902953979_1479157660_n

Fimmtudaginn 4. desember: Var ég veik en ég veit að krakkarnir voru fyrst í smá upprifjun um efnajöfnur og tóku síðan próf úr því. Við höfðum farið í svona próf í vikunni áður en það próf hafði komis svo rosalega illa út að þeir sem vildu fengu að taka það aftur.

Fróðleikur um sýrustig:

Sýrustig eða PH-kvarði er mælikvarði yfir hevrsu súr vökvi er. Kvarðinn mælir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, súr er 0 upp í 7, hlutlaus lausn er 7 og basísk lausn er frá 7 uppí 14. Semsagt ef upplausn er súr er hún framarlega á kvarðanum en ef hún er basísk er hún ofarlega á kvarðanum. Helst er hægt að mæla sýrustig á þrjá vegu, með sýrustigsvísi en liturinn gefur til að kynna sýrustigið, svo er hægt að nota sýrumæli og sýrustigsstrimla sem breytir um lit eftir hversu súr upplausnin er.

Sýrustig er semsagt mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, eða hversu mikið er af H+ í hverjum lítra. Því hærra sem PH er því minna er af +H og því lægra sem PH er því meira er af H+. Fjöldi jákvæðra vetnisjóna og neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni ráð hvort hún verður súr eða basísk. 

PH gildi okkar: Vatn hefur gildið 7 og er því hlutlaust, semsagt hvorki súrt né basískt. Sýrustig blóðs er 7,4 en það er lífsnauðsynlegt að halda PH gildi blóðs milli 7,35 og 7,45. PH gildi undir 7 og yfir 8 er banvænt. Sýrustig í maga er 1-2. 

Fréttir

Sýrustig í frárennsli í Becromal allt of hátt

Sýknaður 39 árum eftir að hann var dæmdur fyrir morð

 

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *