Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Archive for janúar, 2015

Vísindavaka 2015

Eins og á hverju ári þá fór fyrsta vikan í náttúrufræði í það að gera tilraunir. Við fengum að skipta okkur sjálf í hóp og að þessu sinni var ég með Anítu V og Svövu. Við skoðuðum ýmis myndbönd og bækur áður en við ákváðum hvaða tilraun við ætluðum að gera. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að gera sérstaka blómatilraun. Þessi tilraun gekk út á það að við settum blóm út í vatn með matarlit í og biðum í eina klukkustund, eftir einn klukkutíma áttu blöðin á blóminu að vera eins á litinn og vatnið sem það var í.

Framkvæmdin

Þar sem þessi tilraun var ekki mjög tímafrek náðum við að gera hana á aðeins einum degi. Einn daginn hittumst við eftir skóla og fórum heim til mín, vegna þess að við vildum frekar gera þetta heima hjá einhverjum heldur en í skólanum. Við fengum margar mismunandi rósir, hvítar, gular og bleikar. Og útaf við fengum svo margar mismunandi ákváðum við að það væri skemmtilegt að prófa að lita fleiri rósir en bara hvíta, eins og var í myndbandinu, og notuðum því líka gula og bleika rós. Við vorum með tvennskonar matarliti, rauðan og grænan og við vorum með tvær hvítar rósir, eina gula og eina bleika. Settum við allar rósirnar í vatn og helltum rauðum matarlit út í tvær rósir, hvíta og bleika, og settum græna matarlitinn út í gulu og hvítu rósina. Þá þurftum við bara að bíða í einn klukkutíma.

Þegar tíminn var liðinn hafði nú ekki mikið gerst nema örlítill litur hafði færst út í blöðin á rósunum. Það var mjög mismunandi eftir lit hversu mikill litur hafði komið en eins og við mátti búast höfðu hvítu rósirnar breyst mest, gula rósin var nánast alveg eins og hún hafði verið og sú bleika var örlítið dekkri en hún hafði verið.

Myndirnar hér fyrir neðan er samanburður. Fyrri myndin var tekin þegar tilraunin var að byrja og sú seinni þegar rósirnar voru búnar að vera í lituðu vatni í klukkutíma. Eins og sést breyttist hvítarósin í rauða litnum lang mest en hinar breyttust nánast ekki neitt.

10942255_767966723278030_7801839_n

10937460_767966809944688_1341104768_n

 

Vegna þess hversu litla niðurstöðu við fengum út úr því að vera með rósirnar í einn klukkutíma í matalit prófuðum við aftur en í þetta sinn voru þær yfir heila nótt. Myndirnar hér fyrir neðan sína niðurstöðurnar sem við fengum úr því og eins og sést var útkoman miklu meiri og betri!

10945320_767966826611353_1874356188_n

10933195_767966836611352_1425621148_n

Hversvegna kemur litur í blöðin þegar matarlitur er settur út í vatni?

Vegna þess að rósirnar eru að sjúga í sig vatnið og þegar búið er að lita það svona með matarlit verður það auðvitað eins og matarliturinn á litinn.

Við vorum ekki með eins blóm og voru í myndbandinu sem við fundum og líklega hefur það spilað inn í hvað varðar niðurstöðurnar en í myndbandinu var miklu meiri litur í blöðunum eftir einn klukkutíma heldur en var hjá okkur.

Ekkert vandamál kom upp hjá hópnum og gekk okkur vel að vinna saman :)

Hér! er linkurinn að myndbandinu um tilraunina.

Fréttir

Jörði getur orðið óbyggileg mönnum innan fárra áratuga

Vísindamenn búa til kristal sem gerir mönnum kleift að anda í vatni