Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Archive for febrúar, 2015

Ísland, vika 1

Mánudaginn 16. febrúar byrjuðum við á nýjum hlekki um Ísland. Í byrjun tímans skiluðum við heimaprófinu sem við höfðum fengið fimmtudaginn áður um eðlisfræði. Þegar Gyða var aðeins búin að tala við okkur og kynna hlekkinn áttum við að svara nokkrum spurningum saman tvö og tvö. Þetta voru ekki spurningar sem finna átti í bókum heldur áttum við að ræða saman og svara ú frá okkar sannfæringu.

Spurningarnar voru:

Hvað er náttúra? Hvað er umhverfi? Er íslenskt vatn íslenskt? Hvernig mótar maður landið? Hvað er menningarlandslag? Hver á Dettifoss? Á ég að hreinsa fjöruna?

Miðvikudaginn 18. febrúar voru strákarnir úr legó valinu með smá kynningu fyrir stelpurnar á legó vali því Gyða ætlaði að bjóða upp á stelpu val á síðustu önninni en þegar það var búið horfðum við á fræðslumyndband um eldfjallið Kötlu og var það mjög fróðlegt. Síðan fengum við prófið okkar til baka sem við höfðum skilað á mánudaginn og kom í ljós að flest allir höfðu komið vel út úr þessu prófi. Við skoðuðum inn á jarðfræðivefi hvernig heimurinn hefur þróast allt frá fyrstu tíð og hvernig hann verður líklega í framtíðinni. Einnig horfðum við á myndband um það hversu miklar ranghugmyndir landafræðikort gefa, því þau sýna oft ranga mynd af stærð landa eins og t.d. er sett inn í kort að Grænland og Afríka eru jafnstór þegar Afríka er um 14 sinnum stærri. Við vorum í miklum umræðum um jörðina og Ísland í þessum tíma en í lok tímans fengum við tíma til að undirbúa okkur fyrir umræður sem áttu að vera daginn eftir. Við áttum að undirbúa umræðu um eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara daginn áður. Ég og Brynja fengum spurninguna, hvernig mótar maður landið?

Fimmtudaginn 19. febrúar var mikill umræðu tími. Við vorum saman sömu tvö og tvö pör sem höfðu verið saman á mánudagin og hvert par með eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara á mánudaginn. Þetta voru mjög skemmtilegar umræður sem voru í gangi og okkur Brynju gekk vel með okkar spurningu.

Hvernig mótar maður landið?

(Þessa spurningu var ég með og þess vegna ætla ég að svara henni)

Menn eru líklega helstu mótunar aðilar landsins en fólk mótar landið með þvi að t.d. byggja hús, höggva tré, byggja skíðabrekkur og friða lönd og dýr, svo eitthvað sem nefnt. það eru afar margir hlutir sem móta landið því ekki hægt að nefna eitthvað eitt sem mótar það mest. Í raun mótar maður landið einfaldlega með því að vera til því allir eiga einhvern þátt í að móta það.

Fréttir

Þar sem við vorum mikið að velta fyrir okkur náttúru í þessari viku ákvað ég að setja inn myndir af 15 flottustu landslögunum í heimi að mati BBC

Google færir heiminum náttúru Íslands

Dularfullt ský á Mars


Eðlisfræði, vika 3

Mánudaginn 9. febrúar vorum við í frekar miklum umræðum um allskonar tengt þessum hlekk. Við vorum sett í hópa og áttum að gera hugtakakort. Við áttum að skrifa um rafmagn, manneskjur og jörðina. Okkur gekk bara mjög vel með það og náðum að tengja heil mikið saman.

Miðvikudaginn 11. febrúar byrjuðum við tímann á smá fyrirlestri upp úr glærunum. Í seinni tímanum byrjuðum við á plakati sem við árrum síðan að kynna á fimmtudaginn. Ég lenti með Bjarti í hóp og við ákváðum að gera plakat um eldingar. Við skrifuðum smá fróðleik um eldingar og hvernig hægt er að forðast þær og klipptum einnig út eldingar til að líma á plakatið. (Smá fróðleikur um eldingar hér fyrir neðan.)

Fimmtudaginn 12. febrúar fengum við stóra heimaprófið okkar afhent og kláruðum og kynntum plakötin okkar. Kynningi hjá okkur Bjarti gekk bara ágætlega.

Eldingar

Eldingar myndast þegar mismunandi hleðslur leitast við að jafna hver aðra út, þetta gerist innan þrumuskýs. Neðri hluti skýsins verður yfirleitt neikvætt hlaðinn og efri verður jákvætt hlaðinn. Þegar munurinn á rafhleðslunum er orðinn nógu mikill hlaupa rafeindir frá neðri hluta þrumuskýsins upp í efri hlutann og þá verður elding. Elding fer alltaf stystu leið til jarðar þegar henni slær niður.

eldingar_121010

Heimild fróðleikur: Bók, Eðlisfræði 1

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

Myndband: Hvað gerist ef þú verður fyrir eldingu?

Fréttir

Elding varð 11 að bana

100 keppa um miða aðra leið til Mars


Eðlisfræði, vika 2

Mánudaginn 2. febrúar vorum við mest allan tímann að svara sjálfsprófi 1.2.

1. Á rafhlöðu eru tvö rafskaut. A. Hvað heita skautin? B. Við hvort skautið er aukaeining?

Plússkaut og mínuskaut. Mínusskautið hefur aukaeiningu.

2. Í hvaða einingum mælum við: A. Spennu? B. Straum?

Spennan er mæld í voltum og straumur í amperum.

3. Til hvers notum við starumrofa?

Starumrofi er settur á straumrás til þess að geta sett straum á eða taka hann af.

4. Nefndu dæmu um: A. Leiðara. B. Einangrara.

Allir málmar eru góðir leiðarar. Gler, plast og postulín eru dæmi um einangrara.

5. Í hvaða átt segjum við að starumurinn fari í starumrás?

Hann fer frá plússkauti til mínusskauts.

6. Teikanðu mynd af glóperu.

Ég teiknaði mjög flotta mynd!

7. Hvað er rafstaumur?

Rafstarumur er streymi rafeinda sem streyma frá neikvæðaskautinu til þess jákvæða.

8. Settu inn tölurnar sem vantar: A. 0,2 A= ? mA. B.75 mA=? A.

0.2 A = 200 mA. 75 mA= 0,075.

9. Útskýrðu það að silfur leiðir straum en ekki gler.

Silfur hefur lauslega bundnar rafeindir við kjarnann sem gler hefur ekki.

10. Útskýrðu muninn á rafspennu og rafstraum.

Spenna er mælikvarði á þá orku sem nýtist til þess að gefa hverri rafeind orku. Rafstraumur er mælikvarði á þann fjölda rafeinda sem fer um leiðara á tímaeiningu.

Miðvikudaginn 4. febrúar byrjuðum við á því að horfa á fræðslumyndbönd um rafmagn og fleira en megnið af tímanum fór í það að fikta með mismunandi íhluti, viðnám og raðtengt og hliðtengt. Við mynduðum hljóð eins og í dyrabjöllu og kveiktum á ljósaperum með því að tengja saman hluti sem voru tengd við batterí. Þetta var bara mjög skemmtilegur og rólegur tími. Á myndunum er verið að myndahljóð eins og er í löggubíl en það er gert með því að tengja rofann og rauðu kubbana við batteríið.

10967887_780067718734597_774524675_n 10968292_780067722067930_1943973349_n

Fimmtudaginn 5. febrúar tókum við könnun upp úr efninu sem við erum búin að vera að læra í eðlisfræði. Þetta var stutt könnun, eiginlega bara krossaspurningar. Þegar við vorum búin með könnunina kíktum við aðeins á blogg.

Við fengum smá heimaverkefni og það var það að við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn lekaliðann.

10965723_780053492069353_1881461479_n

Hér er rafmagnstaflan mín og lekaliðinn er þar sem rautt er í kring.

Lekaliðinn er mjög mikið öryggisatriði því ef eitthvað kemur upp á þá slær hann öllu rafmagninu út á heimilinu.


Eðlisfræði, vika 1

Mánudaginn 26. janúar vorum við að byrja á nýjum hlekk sem heitir eðlisfræði. Í þessum hlekk verðum við mikið að fjalla um orku og rafmagn en Gyða var með smá fyrirlestur um orku og rafmagn í þessum tíma. Við vorum með ipada og vorum í nearpod að skoða glærur og síðan svöruðum við líka nokkrum spurningum. Þetta var mikil upprifjun því við höfum lært mjög mikið af þessu áður.

Miðvikudaginn 28. janúar var mikill fróðleiks tími! Í þessum tíma fór mikill tími í það að læra Lögmál Ohms sem fjallar um rafstraum, rafspennu, viðnám og rafafl. Gyða reyndi mikið að úrskýra út á hvað lögmálið gengur og lét okkur gera smá verkefni úr því. Ég skildi ekki lögmálið fyrr en við fórum að gera verkefnið en þegar ég náði að skilja það kom í ljós að það er bara mjög létt! Meira um þetta í fróðleik.

Fimmtudaginn 29. janúar var ég ekki í tíma en ég veit að krakkarnir voru að gera verkefni.

 

Fróðleikur

Frumeindir

 • Frumeind skiptist í: Róteind, rafeind og nifteind sem sveima mislangt frá kjarnanum.
 • Róteind hefur plúshleðslu, rafeind hefur mínushleðslu og nifteind er óhlaðin.
 • Þegar hlaðnar eindir nálgast hvor aðra verka með krafti hver á aðra, eindir með sömu hleðslu hrinda hvor annari í burtu á meðan eindir með gagnstæðar hleðslur dragast að hvor annari.

Atom_mars06

 

Eins og sést á myndinni eru róteindirnar og nifteindirnar alveg í kjarnanum á meðan rafeindirnar sveima í hæfilegri fjarðlægð frá kjarnanum.

 

Heimild af myndinni: Vísindavefurinn

Lögmál Ohms

 • Rafstraumur er mældur í amperum, táknað I.
 • Rafspenna er mæld í voltum, táknað V.
 • Viðnám er mælt í ómum, táknað R
 • Rafafl er mælt vöttum, táknað W
 • Þú finnur hversu mikið amperið er með því að gera V/R
 • Þú finnur volt með því að gera IxR
 • Þú finnur óm með því að gera V/I

Hlaðnir hlutir

 • Núningur verður til þegar hlut er nuddað við annan. Þá flytjast frumeindir á milli þeirra.
 • Leiðing er þegar tveir hlutir snertast og rafeindir flytjast í gegnum einn hlut í annan.
 • Rafhrif þegar óhlaðinn hlutur snertir annan hlaðin hlut. Þá dregst óhlaðni hluturinn að þeim hlaðna.

Rafspenna

 • Það þarf orku til að koma rafeindunum af stað.
 • Þá er notuð rafspenna
 • Því meiri spenna, því meiri orku fær hver rafeind, því meiri orku gefur rafeind frá sér og því meiri vinna er í framkvæmd.

Rafstraumur

 • Rafnstraumur er streymi rafeinda eftir vír.
 • Því fleiri rafeindir, því meiri straumur.
 • Rafstaumur er mældur í amperum.

Myndbönd

Gaur pissar á rafmagnsgriðingu

Rafmagnsgirðing

 

Heimildir frá fróðleik: Glærur frá kennara

Fréttir

Kjarnapasta í flækju nifteindastja

Nota seglbúnað til að hlaða rafhlöður