Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Eðlisfræði, vika 3

Mánudaginn 9. febrúar vorum við í frekar miklum umræðum um allskonar tengt þessum hlekk. Við vorum sett í hópa og áttum að gera hugtakakort. Við áttum að skrifa um rafmagn, manneskjur og jörðina. Okkur gekk bara mjög vel með það og náðum að tengja heil mikið saman.

Miðvikudaginn 11. febrúar byrjuðum við tímann á smá fyrirlestri upp úr glærunum. Í seinni tímanum byrjuðum við á plakati sem við árrum síðan að kynna á fimmtudaginn. Ég lenti með Bjarti í hóp og við ákváðum að gera plakat um eldingar. Við skrifuðum smá fróðleik um eldingar og hvernig hægt er að forðast þær og klipptum einnig út eldingar til að líma á plakatið. (Smá fróðleikur um eldingar hér fyrir neðan.)

Fimmtudaginn 12. febrúar fengum við stóra heimaprófið okkar afhent og kláruðum og kynntum plakötin okkar. Kynningi hjá okkur Bjarti gekk bara ágætlega.

Eldingar

Eldingar myndast þegar mismunandi hleðslur leitast við að jafna hver aðra út, þetta gerist innan þrumuskýs. Neðri hluti skýsins verður yfirleitt neikvætt hlaðinn og efri verður jákvætt hlaðinn. Þegar munurinn á rafhleðslunum er orðinn nógu mikill hlaupa rafeindir frá neðri hluta þrumuskýsins upp í efri hlutann og þá verður elding. Elding fer alltaf stystu leið til jarðar þegar henni slær niður.

eldingar_121010

Heimild fróðleikur: Bók, Eðlisfræði 1

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

Myndband: Hvað gerist ef þú verður fyrir eldingu?

Fréttir

Elding varð 11 að bana

100 keppa um miða aðra leið til MarsSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *