Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland, vika 1

Mánudaginn 16. febrúar byrjuðum við á nýjum hlekki um Ísland. Í byrjun tímans skiluðum við heimaprófinu sem við höfðum fengið fimmtudaginn áður um eðlisfræði. Þegar Gyða var aðeins búin að tala við okkur og kynna hlekkinn áttum við að svara nokkrum spurningum saman tvö og tvö. Þetta voru ekki spurningar sem finna átti í bókum heldur áttum við að ræða saman og svara ú frá okkar sannfæringu.

Spurningarnar voru:

Hvað er náttúra? Hvað er umhverfi? Er íslenskt vatn íslenskt? Hvernig mótar maður landið? Hvað er menningarlandslag? Hver á Dettifoss? Á ég að hreinsa fjöruna?

Miðvikudaginn 18. febrúar voru strákarnir úr legó valinu með smá kynningu fyrir stelpurnar á legó vali því Gyða ætlaði að bjóða upp á stelpu val á síðustu önninni en þegar það var búið horfðum við á fræðslumyndband um eldfjallið Kötlu og var það mjög fróðlegt. Síðan fengum við prófið okkar til baka sem við höfðum skilað á mánudaginn og kom í ljós að flest allir höfðu komið vel út úr þessu prófi. Við skoðuðum inn á jarðfræðivefi hvernig heimurinn hefur þróast allt frá fyrstu tíð og hvernig hann verður líklega í framtíðinni. Einnig horfðum við á myndband um það hversu miklar ranghugmyndir landafræðikort gefa, því þau sýna oft ranga mynd af stærð landa eins og t.d. er sett inn í kort að Grænland og Afríka eru jafnstór þegar Afríka er um 14 sinnum stærri. Við vorum í miklum umræðum um jörðina og Ísland í þessum tíma en í lok tímans fengum við tíma til að undirbúa okkur fyrir umræður sem áttu að vera daginn eftir. Við áttum að undirbúa umræðu um eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara daginn áður. Ég og Brynja fengum spurninguna, hvernig mótar maður landið?

Fimmtudaginn 19. febrúar var mikill umræðu tími. Við vorum saman sömu tvö og tvö pör sem höfðu verið saman á mánudagin og hvert par með eina af spurningunum sem við höfðum verið að svara á mánudaginn. Þetta voru mjög skemmtilegar umræður sem voru í gangi og okkur Brynju gekk vel með okkar spurningu.

Hvernig mótar maður landið?

(Þessa spurningu var ég með og þess vegna ætla ég að svara henni)

Menn eru líklega helstu mótunar aðilar landsins en fólk mótar landið með þvi að t.d. byggja hús, höggva tré, byggja skíðabrekkur og friða lönd og dýr, svo eitthvað sem nefnt. það eru afar margir hlutir sem móta landið því ekki hægt að nefna eitthvað eitt sem mótar það mest. Í raun mótar maður landið einfaldlega með því að vera til því allir eiga einhvern þátt í að móta það.

Fréttir

Þar sem við vorum mikið að velta fyrir okkur náttúru í þessari viku ákvað ég að setja inn myndir af 15 flottustu landslögunum í heimi að mati BBC

Google færir heiminum náttúru Íslands

Dularfullt ský á MarsSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *