Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Archive for mars, 2015

Ísland, vika 5

Mánudaginn 16. mars var frekar mikill umræðu tími. Rætt var um náttúru íslands, farfugla og friðlýst svæði. Svo var tekin dálítil umræða um sólmyrkvan sem sást síðastliðinn föstudag, 20 mars. 

Miðvikudaginn 18. mars byrjuðum við tímann á smá upprifjun um sólmyrkvan. Við áttum að teikna á blað skýringarmynd á sólmyrkvanum en það gekk bara mjög vel. Þar á eftir áttum við að skipta okkur í hópa og byrja á hugtakakorti. Ég og Ragnheiður vorum saman og völdum við okkur að gera hugtakakort um endurnýjanlega orkugjafa. Við áttum þó fyrst að gera miða með öllum þeim hugtökum sem við ætluðum að setja á hugtakakortið. Þegar búið var að skrifa niður hugtökin áttum við að raða þeim upp eins og við vildum hafa það á hugtkakortinum og síðan gátum við byrjað á hugtakakortinu sjálfu. Við Ragnheiður komumst reyndar ekki lengra en bara að raða upp hugtökunum því þá var tíminn búin.

Fimmtudaginn 19. mars var enginn skóli, bara skólahreysti.

 

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar svo það myrkvar sólina að hluta til eða alveg frá jörðu séð. Í raun eru sólin, tunglið og Jörðin í beinni línu. Sólmyrkvar geta einungis orðið þegar tunglið er nýtt! Þegar almyrkvi verður hylur tunglið alla sólina en við deildar- eða hringmyrkva er einungis hluti sólarinnar hulinn. 

Sólmyrkvinn sem varð hér á Íslandi þann 20. mars síðastliðinn var aðeins rétt frá því að vera almyrkvi en frá Reykjavík huldi tunglið 97,5% af sólinni en á Austurlandi um 99,4%. Almyrkvi sást í Færeyjum og Svalbarða en sólmyrkvan sem varð hér þarf að kalla deildarmyrkva.

solar-eclipse

Á myndinni sést almyrkvi en dökki hringurinn er tunglið og geislarnir í kringum það eru geislar frá sólinni.

Heimild af fróðleik: Stjörnufræðivefurinn

Fréttir

Vísindamenn finna músahérann aftur

Á eftir sólmyrkvanum koma mestu sjávarföll aldarinnar

Myndband af sólmyrkvanum frá Færeyjum

 


Ísland, vika 4

Mánudaginn 9. mars fengum við nýja glærur og Gyða var með fyrirlestur um eðlisfræði. Við vorum mikið að tala um virkjanir í þessum tíma og gerðum meðal annars smá verkefni þar sem við skrifuðum fimm þrep í vatnsvirkjunum, sem sagt hvernig vatn er notað til að búa til rafmagn. Við vorum mikið að tala um rafmagn og endurnýjanlega orkugjafa líkt og vindmyllurnar og vatnsvirkjanir.

Miðvikudaginn 11. mars byrjuðum við á því að fara yfir myndirnar sem við tókum í síðasta fimmtudagstíma. Það fór svo að tvær myndir voru með sjö læk, sem var jafnframt það mesta. Og ein myndin var akkúrat úr mínum hópi, en sú mynd sýndi flekahreyfingar. Þegar við vorum búin að skoða myndirnar fórum við í verkefna vinnu. Þetta var eiginlega undirbúningur fyrir Písa-prófið þannig þetta var ekki tengt hlekknum. Við áttum að vera tvö og tvö saman og lenti ég með Hrafnhildi í hóp. Okkur gekk bara nokkuð vel að svara þessum spurningum en við tókum verkefni um veður, pítsa deig og hunda.

Fimmtudaginn 12. mars vorum við mest að fara yfir verkefnin sem við gerðum í gær. Gyða sagði okkur svörin en það var bara mjög fínt. Síðan fengum við bara að fara þar sem það tók því ekki að byrja á neinu nýju.

Fróðleikur

  • Orku jarðar má rekja til sólarinnar.
  • Orka breytir aðeins um form en eyðist ekki.
  • Þegar vatnsafl er virkjað er stöðuorku breytt í hreyfiorku.
  • Því meiri fallhæð og því meira vatnsafl, því meira afl verður til.
  • Endurnýjanlegir orkugjafar eru meðal annars vatnsafl, vindorka, sjávarfall, sólarorka og jarðvarmi.
  • Þessir orkugjafar hafa bæði kosti og galla
  • Kostir eru t.d: Engin mengun, ekki hætta á mengunarslysum, endurnýjanlegt og ókeypis orkugjafi.
  • Gallar eru t.d: Land fer á kaf í vatn (uppistöðulón), landfrekar, fugladauði (vindorka sérstaklega) og eyðing gróðurs.

Fréttir

Segir Mars One vera svikamyllu

Tappinn að losna úr Suðurskautslandinu


Ísland, vika 3

Mánudaginn 2. mars var mjög fínn og fróðlegur fyrirlestrartími úr glærum um lífríki Íslands. Við vorum mikið að fjalla um sjóinn og lífríki hans vegna þess að sjórinn við Ísland er afar næringaríkur og mikið lífríki þar. Við töluðum um lofthjúpinn og einnig aðeins um gróðurbelti en Ísland er einmitt í tveimur gróðurbeltum, barrskógabeltinu og kuldabeltinu. Í enda tímans fórum við í Kahoot en það má segja að það hafi verið mjög ótengt náminu sem við erum í núna í náttúrufræði, hins vegar var það mjög skemmtilegt!

Miðvikudaginn 4. mars var Gyða ekki í skólanum þannig við enduðum einfaldlega á því að læra undir próf eða vorum í íslensku lotunum okkar! Ekki mikið um það að segja nema ef þið viljið fræðast aðeins um Gíslasögu…sem ég efa stórlega! 😉

Fimmtudaginn 5. mars var úti tími! Okkur var skipt í hópa og áttum að fara út að taka fjórar myndir af einhverju tengt hlekknum sem við erum í. Ég lenti í hóp með Anítu Hrund, Silju og tobiasi. Við tókum mynd af hringrás vatns, Miðfelli (móberg), kuldabeltinu og flekahreyfingum. Við teiknuðum inná myndirnar eins og flekahreyfingarnar þannig það myndi sjást. Við fórum svo inn og hlöðuðum myndunum inn á hópinn okkar á facebook en allir áttu að gera það og síðan voru kosningar um flottustu myndina, við settum „like“ við þær fjórar myndir sem okkur fannst flottastar.

Fróðleikur!

Sjór við Ísland

Íslenska hafsvæðið er með þeim frjósamustu hafsvæðum í heiminum. Sjórinn við Ísland er samt sem áður fremur óstöðugur vegna legu landsins á mörkum hlýrra og kaldra hafstrauma. Sjór fyrir norðan er sérstaklega óstöðugur vegna innflæði hlýs Atlandssjávar sem er mjög breytilegur á hverju ári. Hins vegar er það þessi breytileiki sem á sinn þátt í því að íslenski sjórinn er svona frjósamur og næringarríkur. Bæði vindar og straumar stuðla að nýjum forða næringarefna sem berst upp til efri sjávarlaga þar sem hann nýtist svifþörungum. Hins vegar geta framleiðni dýrastofna orðið tiltölulega mikil vegna sveiflna frá ári til árs.

Heimild af fróðleik: Vísindavefurinn

 

Fréttir

Vannræðir Kópar

Skar upp heila apa með Parkinson

Tóku ösku látins manns í nefið!


Ísland, vika 2

Mánudaginn 23. febrúar kláruðum við umræðuna sem við vorum með á fimmtudaginn en þá var bara ein spurning eftir, er íslenskt vatn íslenskt en það var mikið velt sér upp úr því. Þegar við vorum búin að tala nóg um það fórum við í allt öðruvísi umræðu. Gyða gaf okkur miða sem hún hafði notað í heimspeki valinu á haustönninni og við áttum að flokka miðana í tvo flokka, skynsemi eða bull. Það stóðu semsagt settningar eins og t.d. enginn er eins eða salt og pipar er það sama eða allar stelpur eru með sítt hár o.s.fr. Þetta voru virkilega skemmtilegar umræður sem við vorum í og við gátum mikið pælt í hlutunum. Sumar setningarnar meikuðu bara engann sens eins og t.d. setningin: Það er hægt að synda til Ástralíu, vegna þess að það er ekkert gefið upp hvaðan þú ert að synda.

Miðvikudaginn 25. febrúar fór fyrri tíminn í fyrirlestur úr glærum um jarðfræði íslands. Við vorum mikið að pæla í eins og steinum og bergi og fengum meira að segja ýmsa steina til að skoða. Við ætluðum að fara í stöðvavinnu þegar við vorum búin að fara yfir glærurnar en þá var tölvukerfið eitthvað að stríða okkur þannig það varð lítið úr því nema það að ég náði aðeins að skrifa smá um silfurberg sem var ein stöðin. Í seinni tímanum lét Gyða okkur gera hugtakakort um okkur sjálf til þess að þjálfa okkur aðeins í því að gera hugtakakort. Það var bara mjög fínt að gera þetta hugtakakort en þá var ég að skrifa niður eins og, fjölskyldu, vinir, áhugamál, framtíðin og tengdum allskonar saman.

Fimmtudaginn 26. febrúar var mjög fróðlegur tími…eða ekki! :) Gyða reyndi að byrja á fyrirlestri um lífríki Íslands en gafst síðan einfaldlega upp vegna þess að við vorum alveg sérstaklega þreytt og hvorki við né Gyða í sérstaklega miklu stuði. Í staðinn fórum við að skoða blogg og fréttir ef mig minnir rétt :)

Fróðleikur!

Blágrýti

Blágrýti, öðru nafni basalt, er algengasta gosberg jarðar og má finna víða hér á Íslandi. Þetta berg er tegund basalts sem er grátt með bláan blæ. Blágrýti myndaðist fyrst þegar blágrýtishraun lagðist yfir slétta jörðina á ísöldinni sem myndaði fjöll og hæðir. T.d. er Esjan og Ingólfsfjall að hluta til myndað af blágrýti.

blagryti_111202 

Mynd af blágrýti

Líparít

Líparít er súrt gosberg sem hefur storknað hratt. Það fer eftir hversu hröð kólnunin er, hvaða bergtegund myndast við storknun bráðar með samsetningu líparíts. Ef bráðin storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, líparít myndast í eldgosum, en við snögga kælingu í vatni gefst ekki tími fyrir kristalana að myndast og þvi verður til hrafntinna.

220px-RhyoliteUSGOV

Mynd af líparíti

Silfurberg

Silfurberg hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mikilvægum vísinadauppgötvunum. Þær flýttu fyrir þróun ýmissa sviða raunvísinda á 19. öld og 20, t.d. í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla- og steinafræði og nútímaeðlisfræði sem byggir m.a. á kenningum Einsteins. Stærsti steinninn af silfurbergi sem hefur fundist er á safni í London en hann fannst hér á Íslandi!

-Þetta skrifaði ég í tímanum á miðvikudaginn

Heimildir

Blágrýti: Vísindavefurinn

Mynd 1: Vísindavefurinn

Líparít: Vísindavefur

Mynd 2: Wikipedia

Fréttir

Svipar til jarðvegs á Hawaii og Íslandi

Ekkert hlé á hlýnun

Myndir af fallegum dýrum í útrýmingarhættu