Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland, vika 2

Mánudaginn 23. febrúar kláruðum við umræðuna sem við vorum með á fimmtudaginn en þá var bara ein spurning eftir, er íslenskt vatn íslenskt en það var mikið velt sér upp úr því. Þegar við vorum búin að tala nóg um það fórum við í allt öðruvísi umræðu. Gyða gaf okkur miða sem hún hafði notað í heimspeki valinu á haustönninni og við áttum að flokka miðana í tvo flokka, skynsemi eða bull. Það stóðu semsagt settningar eins og t.d. enginn er eins eða salt og pipar er það sama eða allar stelpur eru með sítt hár o.s.fr. Þetta voru virkilega skemmtilegar umræður sem við vorum í og við gátum mikið pælt í hlutunum. Sumar setningarnar meikuðu bara engann sens eins og t.d. setningin: Það er hægt að synda til Ástralíu, vegna þess að það er ekkert gefið upp hvaðan þú ert að synda.

Miðvikudaginn 25. febrúar fór fyrri tíminn í fyrirlestur úr glærum um jarðfræði íslands. Við vorum mikið að pæla í eins og steinum og bergi og fengum meira að segja ýmsa steina til að skoða. Við ætluðum að fara í stöðvavinnu þegar við vorum búin að fara yfir glærurnar en þá var tölvukerfið eitthvað að stríða okkur þannig það varð lítið úr því nema það að ég náði aðeins að skrifa smá um silfurberg sem var ein stöðin. Í seinni tímanum lét Gyða okkur gera hugtakakort um okkur sjálf til þess að þjálfa okkur aðeins í því að gera hugtakakort. Það var bara mjög fínt að gera þetta hugtakakort en þá var ég að skrifa niður eins og, fjölskyldu, vinir, áhugamál, framtíðin og tengdum allskonar saman.

Fimmtudaginn 26. febrúar var mjög fróðlegur tími…eða ekki! :) Gyða reyndi að byrja á fyrirlestri um lífríki Íslands en gafst síðan einfaldlega upp vegna þess að við vorum alveg sérstaklega þreytt og hvorki við né Gyða í sérstaklega miklu stuði. Í staðinn fórum við að skoða blogg og fréttir ef mig minnir rétt :)

Fróðleikur!

Blágrýti

Blágrýti, öðru nafni basalt, er algengasta gosberg jarðar og má finna víða hér á Íslandi. Þetta berg er tegund basalts sem er grátt með bláan blæ. Blágrýti myndaðist fyrst þegar blágrýtishraun lagðist yfir slétta jörðina á ísöldinni sem myndaði fjöll og hæðir. T.d. er Esjan og Ingólfsfjall að hluta til myndað af blágrýti.

blagryti_111202 

Mynd af blágrýti

Líparít

Líparít er súrt gosberg sem hefur storknað hratt. Það fer eftir hversu hröð kólnunin er, hvaða bergtegund myndast við storknun bráðar með samsetningu líparíts. Ef bráðin storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, líparít myndast í eldgosum, en við snögga kælingu í vatni gefst ekki tími fyrir kristalana að myndast og þvi verður til hrafntinna.

220px-RhyoliteUSGOV

Mynd af líparíti

Silfurberg

Silfurberg hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mikilvægum vísinadauppgötvunum. Þær flýttu fyrir þróun ýmissa sviða raunvísinda á 19. öld og 20, t.d. í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla- og steinafræði og nútímaeðlisfræði sem byggir m.a. á kenningum Einsteins. Stærsti steinninn af silfurbergi sem hefur fundist er á safni í London en hann fannst hér á Íslandi!

-Þetta skrifaði ég í tímanum á miðvikudaginn

Heimildir

Blágrýti: Vísindavefurinn

Mynd 1: Vísindavefurinn

Líparít: Vísindavefur

Mynd 2: Wikipedia

Fréttir

Svipar til jarðvegs á Hawaii og Íslandi

Ekkert hlé á hlýnun

Myndir af fallegum dýrum í útrýmingarhættu

 

 

 

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *