Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland, vika 3

Mánudaginn 2. mars var mjög fínn og fróðlegur fyrirlestrartími úr glærum um lífríki Íslands. Við vorum mikið að fjalla um sjóinn og lífríki hans vegna þess að sjórinn við Ísland er afar næringaríkur og mikið lífríki þar. Við töluðum um lofthjúpinn og einnig aðeins um gróðurbelti en Ísland er einmitt í tveimur gróðurbeltum, barrskógabeltinu og kuldabeltinu. Í enda tímans fórum við í Kahoot en það má segja að það hafi verið mjög ótengt náminu sem við erum í núna í náttúrufræði, hins vegar var það mjög skemmtilegt!

Miðvikudaginn 4. mars var Gyða ekki í skólanum þannig við enduðum einfaldlega á því að læra undir próf eða vorum í íslensku lotunum okkar! Ekki mikið um það að segja nema ef þið viljið fræðast aðeins um Gíslasögu…sem ég efa stórlega! 😉

Fimmtudaginn 5. mars var úti tími! Okkur var skipt í hópa og áttum að fara út að taka fjórar myndir af einhverju tengt hlekknum sem við erum í. Ég lenti í hóp með Anítu Hrund, Silju og tobiasi. Við tókum mynd af hringrás vatns, Miðfelli (móberg), kuldabeltinu og flekahreyfingum. Við teiknuðum inná myndirnar eins og flekahreyfingarnar þannig það myndi sjást. Við fórum svo inn og hlöðuðum myndunum inn á hópinn okkar á facebook en allir áttu að gera það og síðan voru kosningar um flottustu myndina, við settum „like“ við þær fjórar myndir sem okkur fannst flottastar.

Fróðleikur!

Sjór við Ísland

Íslenska hafsvæðið er með þeim frjósamustu hafsvæðum í heiminum. Sjórinn við Ísland er samt sem áður fremur óstöðugur vegna legu landsins á mörkum hlýrra og kaldra hafstrauma. Sjór fyrir norðan er sérstaklega óstöðugur vegna innflæði hlýs Atlandssjávar sem er mjög breytilegur á hverju ári. Hins vegar er það þessi breytileiki sem á sinn þátt í því að íslenski sjórinn er svona frjósamur og næringarríkur. Bæði vindar og straumar stuðla að nýjum forða næringarefna sem berst upp til efri sjávarlaga þar sem hann nýtist svifþörungum. Hins vegar geta framleiðni dýrastofna orðið tiltölulega mikil vegna sveiflna frá ári til árs.

Heimild af fróðleik: Vísindavefurinn

 

Fréttir

Vannræðir Kópar

Skar upp heila apa með Parkinson

Tóku ösku látins manns í nefið!Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *