Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland, vika 4

Mánudaginn 9. mars fengum við nýja glærur og Gyða var með fyrirlestur um eðlisfræði. Við vorum mikið að tala um virkjanir í þessum tíma og gerðum meðal annars smá verkefni þar sem við skrifuðum fimm þrep í vatnsvirkjunum, sem sagt hvernig vatn er notað til að búa til rafmagn. Við vorum mikið að tala um rafmagn og endurnýjanlega orkugjafa líkt og vindmyllurnar og vatnsvirkjanir.

Miðvikudaginn 11. mars byrjuðum við á því að fara yfir myndirnar sem við tókum í síðasta fimmtudagstíma. Það fór svo að tvær myndir voru með sjö læk, sem var jafnframt það mesta. Og ein myndin var akkúrat úr mínum hópi, en sú mynd sýndi flekahreyfingar. Þegar við vorum búin að skoða myndirnar fórum við í verkefna vinnu. Þetta var eiginlega undirbúningur fyrir Písa-prófið þannig þetta var ekki tengt hlekknum. Við áttum að vera tvö og tvö saman og lenti ég með Hrafnhildi í hóp. Okkur gekk bara nokkuð vel að svara þessum spurningum en við tókum verkefni um veður, pítsa deig og hunda.

Fimmtudaginn 12. mars vorum við mest að fara yfir verkefnin sem við gerðum í gær. Gyða sagði okkur svörin en það var bara mjög fínt. Síðan fengum við bara að fara þar sem það tók því ekki að byrja á neinu nýju.

Fróðleikur

  • Orku jarðar má rekja til sólarinnar.
  • Orka breytir aðeins um form en eyðist ekki.
  • Þegar vatnsafl er virkjað er stöðuorku breytt í hreyfiorku.
  • Því meiri fallhæð og því meira vatnsafl, því meira afl verður til.
  • Endurnýjanlegir orkugjafar eru meðal annars vatnsafl, vindorka, sjávarfall, sólarorka og jarðvarmi.
  • Þessir orkugjafar hafa bæði kosti og galla
  • Kostir eru t.d: Engin mengun, ekki hætta á mengunarslysum, endurnýjanlegt og ókeypis orkugjafi.
  • Gallar eru t.d: Land fer á kaf í vatn (uppistöðulón), landfrekar, fugladauði (vindorka sérstaklega) og eyðing gróðurs.

Fréttir

Segir Mars One vera svikamyllu

Tappinn að losna úr SuðurskautslandinuSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *