Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland, vika 5

Mánudaginn 16. mars var frekar mikill umræðu tími. Rætt var um náttúru íslands, farfugla og friðlýst svæði. Svo var tekin dálítil umræða um sólmyrkvan sem sást síðastliðinn föstudag, 20 mars. 

Miðvikudaginn 18. mars byrjuðum við tímann á smá upprifjun um sólmyrkvan. Við áttum að teikna á blað skýringarmynd á sólmyrkvanum en það gekk bara mjög vel. Þar á eftir áttum við að skipta okkur í hópa og byrja á hugtakakorti. Ég og Ragnheiður vorum saman og völdum við okkur að gera hugtakakort um endurnýjanlega orkugjafa. Við áttum þó fyrst að gera miða með öllum þeim hugtökum sem við ætluðum að setja á hugtakakortið. Þegar búið var að skrifa niður hugtökin áttum við að raða þeim upp eins og við vildum hafa það á hugtkakortinum og síðan gátum við byrjað á hugtakakortinu sjálfu. Við Ragnheiður komumst reyndar ekki lengra en bara að raða upp hugtökunum því þá var tíminn búin.

Fimmtudaginn 19. mars var enginn skóli, bara skólahreysti.

 

Sólmyrkvi

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar svo það myrkvar sólina að hluta til eða alveg frá jörðu séð. Í raun eru sólin, tunglið og Jörðin í beinni línu. Sólmyrkvar geta einungis orðið þegar tunglið er nýtt! Þegar almyrkvi verður hylur tunglið alla sólina en við deildar- eða hringmyrkva er einungis hluti sólarinnar hulinn. 

Sólmyrkvinn sem varð hér á Íslandi þann 20. mars síðastliðinn var aðeins rétt frá því að vera almyrkvi en frá Reykjavík huldi tunglið 97,5% af sólinni en á Austurlandi um 99,4%. Almyrkvi sást í Færeyjum og Svalbarða en sólmyrkvan sem varð hér þarf að kalla deildarmyrkva.

solar-eclipse

Á myndinni sést almyrkvi en dökki hringurinn er tunglið og geislarnir í kringum það eru geislar frá sólinni.

Heimild af fróðleik: Stjörnufræðivefurinn

Fréttir

Vísindamenn finna músahérann aftur

Á eftir sólmyrkvanum koma mestu sjávarföll aldarinnar

Myndband af sólmyrkvanum frá Færeyjum

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *