Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Ísland vika 6

Mánudaginn 6. apríl var ennþá páskafrí og því enginn skóli.

Miðvikudaginn 8. apríl var frekar skemmtilegur og mjög rólegur ummræðu tími. Við kíktum á nokkrar fréttir og ræddum aðeins um þær. Ein fréttin var um steypireið sem sást til í skjálfanadflóa. Út frá þessari frétt ræddum við aðeins um lífríkið í sjónnum en steypireiðurinn velur sér að komi hingað á sumrin vegna næringunnar sem er í sjónnum við Ísland. Hér er fréttin. Einnig kíktum við á nokkur stutt en afar áhrifarík myndbönd myndbönd. Þessi myndbönd snérumst um náttúruna og hvernig mannkynið er alltaf að menga, reyna að eyðinleggja og eyða náttúrinni. Þessi myndbönd voru um móðirnáttúru, sjóin, regnskógana, jarðveginn, vatnið, trén, kóralrif og blóm. Þau fóru þannig fram að einhver talaði fyrir hvert og eitt myndband eins og þau væru t.d. móðir náttúra og sjórinn. Þessi myndbönd fengu mann virkilega til að hugsa hvað mannkynið væri að gera við náttúruna en með því að reyna að eyða náttúrunni okkar erum við í raun bara að reyna að eyða okkur því við lifum ekki án náttúrunnar! Við gerðum einnig krossglímu um móðir náttúru, blóm og regnskóginn, en þar áttum við að nota orð sem komu fram eða tengdust myndbandinu. Hér er hægt að horfa á öll myndböndin.

Incredible-Nature-Scenery-in-Iceland-

 

Heimild af mynd

Fimmtudaginn 9. apríl nýttum við allan tímann til að reyna að klára hugtakakortin okkar sem við vorum að gera fyrir páska. Ég er að gera um endurnýjanlega orkugjafa sem er bara mjög fínt og fræðandi.

Fréttir

Mjög fallegar náttúrumyndir af Snæfellsnesi (vegna umfjöllunar á miðvikudaginn)

Hvalirnir ferðast þvert yfir Kyrrahafið

 

 

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *