Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Hlekkur 7, vika 2

Mánudaginn 13. apríl var ekki tími vegna þess að árshátíðarvalið var að sýna leikritið sitt.

Miðvikudaginn 15. apríl vorum við allan tímann að klára hugtakakortið okkar sem við byrjuðum á rétt fyrir páska. Þessi hugtakakortavinna gekk þannig fyrir sig að við áttum að para okkur saman tvö og tvö og velja okkur eitthvað tengt náttúrufræðinni og gera hugtakakort um það. En áður en við byrjuðum á hugtakakortinu sjálfu áttum við að skrifa niður fullt af hugtökum á miða tengt umfjöllunarefninu. Ég og Ragnheiður vorum saman og völdum við okkur að gera um endurnýjanlega orkugjafa. Þá skrifuðum við niður allskonar hugtök tengd endurnýjanlegum orkugjöfum eins og t.d. vindorka, sjávarorka, virkjanir, framleiðsla, vindmyllur og margt fleira. Þá gátum við byrjað á hugtakakortinu, þar sem við skrifuðum öll þessi hugtök niður og tengdum með örum og bjuggum til undirflokka og allskonar. Í þessum tíma kláruðum við þessa vinnu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni! Í lok tímans gerðum við sjálfsmat á þessu hugtakakorti.

Á fyrri myndinni sést þar sem við erum búin að skrifa niður öll hugtökin og búin að flokka þau þannig þau tengist.

Á seinni myndinni er fullklárað hugtakakortið.

11158059_820259488048753_121661642_n (1)

11160312_820259361382099_550969828_n

Fimmtudaginn 16. apríl var ekki tími vegna þess að við fórum í skíðaferð.

 

Fróðleikur um endurnýjanlega orkugjafa!

Endurnýjanleg orka er orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki heldur er stöðugt að endunýja sig þegar tekið er af henni og helst því í jafnvægi.

Á Íslandi er mikil orka notuð og þá aðalega í formi jarðhita og vatnsafli. En hér eru helstu endunýjanlegu orkugjafarnir:

 

Jarðhiti: Þetta hugtak er notað yfir það þegar heitt vatn og gufa koma upp úr jörðinni á jarðhitasvæðum. Jarðhitasvæði skiptast í lág- og háhitasvæði. Á lághitasvæðum er hitinn yfirleitt á bilinu 70-90 gráður, en á háhitasvæðum getur hitinn farið alveg upp í 200 gráður. Jarðhitinn er að mestu leiti notaður til þess að hita upp hús og sundlaugar en einnig hefur raforkuframleiðsla með jarðhita aukist síðustu ár.

affallslonsamsettmynd_jpg_800x1200_q95-600x394

Á myndinni sjást fjórar jarðvarmavirkjanir

Heimild af mynd: Landvernd.is

 

Vatnsorka: Er orka sem er unnin úr hreyfiorku eða stöðu orku vatns. Vatnsorka er sú orka sem vatn býr yfir á vissum stað í hringrás sinni, en mikil orka felst í vatnsföllum. Vatnsaflsvirkjanir eru til þess að virkja vatnsafl og breyta því í rafmagn. Þar er vatnsfallið nýtt og er fallhæðin og þungi vatnsins notaður til að snúa túrbínu og framleiða rafmagn. Því meiri fallhæð og því meira vatnsmagn, því meira afl. Á Íslandi eru nokkuð margar vatnsaflsvirkjanir. Vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo vatn úr ám safnast saman í uppistöðulón.Úr lóninu flæðir vatn mjög hratt í gegnum göng í virkjuninni og þannig snýr það túrbínunni sem er staðsett í göngunum. Túrbínan er tengd við rafal sem snýst einnig og framleiðir þá rafstraum.

vatnsvirkjun_stormynd1

Hér er mjög góð skýringarmynd á því hvernig vatnsaflsvirkjun virkar.

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

 

Vindorka: Er orka í formi hreyfiorku sem á uppruna sinn í sólargeislum. Vindmyllur hafa hingað til verið bestu tækin til að beisla þessa orku. Margar þjóðir nýta sér þennan orkugjafa en er ekki svo algengur hér á landi, helst vegna þess hve óstöðugur vindurinn er hérlendis. Til eru tvær tegundir af vindmyllum en þriggja blaða myllan er algengust í dag. Framleisla hefst við vindhraðann 4 m/s og nær fullum afköstum við 15 m/s, þeim hraða heldur hún alveg upp í 25 m/s en þegar þeim hraða er náð slekkur hún á sér og byrjar ekki aftur að snúast fyrr en við 20 m/s.

vindmyllur_080411

Svona lítur klassísk vindmylla út!

Heimild af mynd: Vísindavefurinn

 

Sólarorka: Þessi roka er í formi hitageisla og ljóss frá sólinni. Sólarorkan er í raun uppruni flestra aðra orkugjafa á jörðinni. Sólarsella er sá hlutur sem breytir sólarorku yfir í raforku með ljósspennuaðferð. Yfirleitt eru sólarsellurnar úr kísil. Sólarorka er mikið nýtt erlendis en hefur hins vegar farið lítið fyrir nýtingu hennar hér á landi. 

paneles-en-cubierta

Heimild af mynd: Sólarsella

Á þessari slóð er hægt að horfa á smá fræðslumyndbönd um vatnsorku, jarðvarma og vindorku!

Heimildir

Vísindavefurinn: Hvar eru orkulindir? 

Vísindavefurinn: Hvað er vind-og sólarorka?

Vísindavefurinn: Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu?

Wikipedia: Endurnýjanleg orka

Wikipedia: Sólarsella

Fréttir

Skotar njóta umhverfisvænnar orku

Rafmagn fyrir 300 milljón manns

Afhjúpaði undur í aldarfjórðung

 

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *