Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Hlekkur 7, vika 3

Mánudaginn 20. apríl var kynning á hugtakakortunum sem við höfum verið að gera. Það náðu samt ekki allir að kynna en ég var samt ein af þeim sem fékk að kynna. Við vorum ekki með langa kynningu heldur vorum við bara aðeins að segja frá hugtakakortinu sjálfu og um hvað efnið á hugtakakortinu var. Þar sem ég var með endurnýjanlega orkugjafa sagði ég aðeins frá helstu orkugjöfunum, sem eru sólarorka, vindorka, vatnsafl, sjávarorka og jarðhiti. Einnig sagði ég frá kostum og göllum sem endurnýjanlegir orkugjafar bera með sér (sjá kosti og galla fyrir neðan). En margir úr bekknum voru með mjög áhugaverðar kynningar.

Miðvikudaginn 22. apríl var ekki tími vegna þess að þá var haldórsmótið í gangi.

Fimmtudaginn 23. apríl var engin skóli því þá var sumardagurinn fyrsti.

Kostir við endurnýjanlega orkugjafa:

  • Endurnýjanlegir orkugjafar eru hagkvæmir
  • Lítil sem engin mengun (aðeins örlítil mengun í jarðvarmavirkjunum)
  • Þeir eru ódýrir
  • Mikil nýting
  • Þeir eru afturkræfir

Gallar við endunýjanlega orkugjafa:

  • Þeir geta skert lífríkið
  • Hljóðmengun (úr vindmyllum helst)
  • Sjónmengun
  • Eyðing á gróðri

Fréttir

70% af orkunotkun á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum (2007)

Ný bjór tegund á að láta konur líta út fyrir að vera yngri 

Geimfarið hrapar stjórnlaust til jarðarSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *