Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Archive for maí, 2015

Hlekkur 7, vika 4

Þetta blogg hérna er seinasta bloggið í grunnskóla. Það finnst mér í raun leiðinlegt því mér finnst ég læra mjög mikið af blogginu! :(

Mánudaginn 27. apríl vorum við allan tíman að klára kynningarnar á hugtakakortunum okkar. Ég var hins vegar búin að kynna mitt kort í síðustu viku.

Miðvikudaginn 29. apríl var sko hörku upprifjunartími úr efnafræði! Þar sem lokaprófin eru að byrja núna í maí verðum við í upprifjun alveg þangað til þau byrja. Og ekki veitir af, því þetta er margt sem þarf að muna. En allur þessi tími fór í efnafræðina og glósur úr henni koma hér fyrir neðan.

Upprifjun efnafræði

 • Frumefni er fyrsta efnið sem verður til.
 • Ef frumefni eru blönduð saman kallast það efnasamband.
 • Efnablanda er t.d. kranavatn, loftið. Í raun er efnablanda út um allt.
 • Efnahvarf: Þegar efnum er blandað saman og mynda ný efni. Efnin sem blandast saman og mynda nýtt kallast hvarfefni og þau sem myndast kallast myndefni.
 • Dæmi um efnahvarf er ljóstillífun: CO2+H2O (hvarfefni)–>sólarljós–>C6H12O6+O2 (Myndefni).
 • Bruni sem fram fer í hvatberum er líka efnahvarf en það er í raun bara öfug ljóstillífun: C6H12O6+O2—>CO2+H2O.
 • Frumeindir
 • Róteind: Hún er + hlaðin með massa 1.
 • Nifteind: Hún er 0 hlaðin (engin hleðsla) og með massa 1.
 • Rafeind: Hún er – hlaðin með massa 0,000000001 (sirka).
 • Róteind gefur upp sætistölu frumefnis.
 • Róteind+nifteind gefa saman upp massatölu frumefnis.
 • Róteindirnar og nifteindirnar eru í kjarnanum.
 • Rafeindirnar sveima í kringum kjarnan en aðeins 2 rafeindir komast á innsta hvolf, 8 á annað hvolf og síðan fer restin á þriðja hvolf.

Fimmtudaginn 30. apríl var góð upprifjun í jarðeðlisfræði. Glósur úr þeirri upprifjun hér fyrir neðan.

Upprifjun úr jarðeðlisfræði

 • Pláneta: Reikistjarna-jörðin er reikistjarna.
 • Stjarna: Gjósandi gashnöttur.
 • Reikistjarna er EKKI það sama og stjarna.
 • Stjörnur er skrilljón eða óteljandi.
 • Reikistjörnurnar eru átta: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Septúnus, Neptúnus, Úranus.
 • Reikistjörnurnar skiptast í innri plánetur og ytri plánetur
 • Innri pláneturnar er fjórar pláneturnar sem eru næst sólinni eða: Merkúríus, Venus, Jörðina og Mars.
 • Ytri pláneturnar er þær fjórar sem er fjær sólinni eða: Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus.
 • Innri pláneturnar eru litlar dvergplánetur, ytri eru gasrisar.
 • Til eru svokölluð lífhvolf sem er á hverri vetrarbraut og jörðin er á þessu lífhvolfi.
 • Tunglið: Glóir ekki heldur endurkastast af sólinni.
 • Miklihvellur: Kenning um að fyrir 13 milljarða ára byrjaðir alheimurinn að þenjast út. Líklega mun hann skreppa saman aftur.
 • Halastjarna: Ísklumpur sem sveimar um vetrarbrautina.
 • Ljósár: Mælir vegalengt ekki tíma, eða hversu langt ljósið fer á einu ári.

solkerfid_reikistjornur_dvergreikistjornur

 

Þessi mynd sínir sólkerfið okkar, fjarðlægðarhlutföllin eru þó röng!

Heimild af mynd: Stjörnufræðivefurinn

*Allar glósurnar eru glósur frá tímunum tveimur*

Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir stærðarröð okkar pláneta, sólar og síðan stærstu sólir sem vitað er um. 

Hér er fínt skýringarmyndband um frumeindir.

Fréttir

Flottar myndir af jörðinni úr geimnum

Bakveikt fólk er skyldara öpum en aðrir

Stór svæði algjörlega lífvana í Atlandshafinu