Hrafndís

Bara ein önnur Nemendablogg Flúðaskóla vefsíða

Eðlisfræði, vika 2

Mánudaginn 2. febrúar vorum við mest allan tímann að svara sjálfsprófi 1.2.

1. Á rafhlöðu eru tvö rafskaut. A. Hvað heita skautin? B. Við hvort skautið er aukaeining?

Plússkaut og mínuskaut. Mínusskautið hefur aukaeiningu.

2. Í hvaða einingum mælum við: A. Spennu? B. Straum?

Spennan er mæld í voltum og straumur í amperum.

3. Til hvers notum við starumrofa?

Starumrofi er settur á straumrás til þess að geta sett straum á eða taka hann af.

4. Nefndu dæmu um: A. Leiðara. B. Einangrara.

Allir málmar eru góðir leiðarar. Gler, plast og postulín eru dæmi um einangrara.

5. Í hvaða átt segjum við að starumurinn fari í starumrás?

Hann fer frá plússkauti til mínusskauts.

6. Teikanðu mynd af glóperu.

Ég teiknaði mjög flotta mynd!

7. Hvað er rafstaumur?

Rafstarumur er streymi rafeinda sem streyma frá neikvæðaskautinu til þess jákvæða.

8. Settu inn tölurnar sem vantar: A. 0,2 A= ? mA. B.75 mA=? A.

0.2 A = 200 mA. 75 mA= 0,075.

9. Útskýrðu það að silfur leiðir straum en ekki gler.

Silfur hefur lauslega bundnar rafeindir við kjarnann sem gler hefur ekki.

10. Útskýrðu muninn á rafspennu og rafstraum.

Spenna er mælikvarði á þá orku sem nýtist til þess að gefa hverri rafeind orku. Rafstraumur er mælikvarði á þann fjölda rafeinda sem fer um leiðara á tímaeiningu.

Miðvikudaginn 4. febrúar byrjuðum við á því að horfa á fræðslumyndbönd um rafmagn og fleira en megnið af tímanum fór í það að fikta með mismunandi íhluti, viðnám og raðtengt og hliðtengt. Við mynduðum hljóð eins og í dyrabjöllu og kveiktum á ljósaperum með því að tengja saman hluti sem voru tengd við batterí. Þetta var bara mjög skemmtilegur og rólegur tími. Á myndunum er verið að myndahljóð eins og er í löggubíl en það er gert með því að tengja rofann og rauðu kubbana við batteríið.

10967887_780067718734597_774524675_n 10968292_780067722067930_1943973349_n

Fimmtudaginn 5. febrúar tókum við könnun upp úr efninu sem við erum búin að vera að læra í eðlisfræði. Þetta var stutt könnun, eiginlega bara krossaspurningar. Þegar við vorum búin með könnunina kíktum við aðeins á blogg.

Við fengum smá heimaverkefni og það var það að við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn lekaliðann.

10965723_780053492069353_1881461479_n

Hér er rafmagnstaflan mín og lekaliðinn er þar sem rautt er í kring.

Lekaliðinn er mjög mikið öryggisatriði því ef eitthvað kemur upp á þá slær hann öllu rafmagninu út á heimilinu.


Eðlisfræði, vika 1

Mánudaginn 26. janúar vorum við að byrja á nýjum hlekk sem heitir eðlisfræði. Í þessum hlekk verðum við mikið að fjalla um orku og rafmagn en Gyða var með smá fyrirlestur um orku og rafmagn í þessum tíma. Við vorum með ipada og vorum í nearpod að skoða glærur og síðan svöruðum við líka nokkrum spurningum. Þetta var mikil upprifjun því við höfum lært mjög mikið af þessu áður.

Miðvikudaginn 28. janúar var mikill fróðleiks tími! Í þessum tíma fór mikill tími í það að læra Lögmál Ohms sem fjallar um rafstraum, rafspennu, viðnám og rafafl. Gyða reyndi mikið að úrskýra út á hvað lögmálið gengur og lét okkur gera smá verkefni úr því. Ég skildi ekki lögmálið fyrr en við fórum að gera verkefnið en þegar ég náði að skilja það kom í ljós að það er bara mjög létt! Meira um þetta í fróðleik.

Fimmtudaginn 29. janúar var ég ekki í tíma en ég veit að krakkarnir voru að gera verkefni.

 

Fróðleikur

Frumeindir

 • Frumeind skiptist í: Róteind, rafeind og nifteind sem sveima mislangt frá kjarnanum.
 • Róteind hefur plúshleðslu, rafeind hefur mínushleðslu og nifteind er óhlaðin.
 • Þegar hlaðnar eindir nálgast hvor aðra verka með krafti hver á aðra, eindir með sömu hleðslu hrinda hvor annari í burtu á meðan eindir með gagnstæðar hleðslur dragast að hvor annari.

Atom_mars06

 

Eins og sést á myndinni eru róteindirnar og nifteindirnar alveg í kjarnanum á meðan rafeindirnar sveima í hæfilegri fjarðlægð frá kjarnanum.

 

Heimild af myndinni: Vísindavefurinn

Lögmál Ohms

 • Rafstraumur er mældur í amperum, táknað I.
 • Rafspenna er mæld í voltum, táknað V.
 • Viðnám er mælt í ómum, táknað R
 • Rafafl er mælt vöttum, táknað W
 • Þú finnur hversu mikið amperið er með því að gera V/R
 • Þú finnur volt með því að gera IxR
 • Þú finnur óm með því að gera V/I

Hlaðnir hlutir

 • Núningur verður til þegar hlut er nuddað við annan. Þá flytjast frumeindir á milli þeirra.
 • Leiðing er þegar tveir hlutir snertast og rafeindir flytjast í gegnum einn hlut í annan.
 • Rafhrif þegar óhlaðinn hlutur snertir annan hlaðin hlut. Þá dregst óhlaðni hluturinn að þeim hlaðna.

Rafspenna

 • Það þarf orku til að koma rafeindunum af stað.
 • Þá er notuð rafspenna
 • Því meiri spenna, því meiri orku fær hver rafeind, því meiri orku gefur rafeind frá sér og því meiri vinna er í framkvæmd.

Rafstraumur

 • Rafnstraumur er streymi rafeinda eftir vír.
 • Því fleiri rafeindir, því meiri straumur.
 • Rafstaumur er mældur í amperum.

Myndbönd

Gaur pissar á rafmagnsgriðingu

Rafmagnsgirðing

 

Heimildir frá fróðleik: Glærur frá kennara

Fréttir

Kjarnapasta í flækju nifteindastja

Nota seglbúnað til að hlaða rafhlöður

 


Vísindavaka 2015

Eins og á hverju ári þá fór fyrsta vikan í náttúrufræði í það að gera tilraunir. Við fengum að skipta okkur sjálf í hóp og að þessu sinni var ég með Anítu V og Svövu. Við skoðuðum ýmis myndbönd og bækur áður en við ákváðum hvaða tilraun við ætluðum að gera. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að gera sérstaka blómatilraun. Þessi tilraun gekk út á það að við settum blóm út í vatn með matarlit í og biðum í eina klukkustund, eftir einn klukkutíma áttu blöðin á blóminu að vera eins á litinn og vatnið sem það var í.

Framkvæmdin

Þar sem þessi tilraun var ekki mjög tímafrek náðum við að gera hana á aðeins einum degi. Einn daginn hittumst við eftir skóla og fórum heim til mín, vegna þess að við vildum frekar gera þetta heima hjá einhverjum heldur en í skólanum. Við fengum margar mismunandi rósir, hvítar, gular og bleikar. Og útaf við fengum svo margar mismunandi ákváðum við að það væri skemmtilegt að prófa að lita fleiri rósir en bara hvíta, eins og var í myndbandinu, og notuðum því líka gula og bleika rós. Við vorum með tvennskonar matarliti, rauðan og grænan og við vorum með tvær hvítar rósir, eina gula og eina bleika. Settum við allar rósirnar í vatn og helltum rauðum matarlit út í tvær rósir, hvíta og bleika, og settum græna matarlitinn út í gulu og hvítu rósina. Þá þurftum við bara að bíða í einn klukkutíma.

Þegar tíminn var liðinn hafði nú ekki mikið gerst nema örlítill litur hafði færst út í blöðin á rósunum. Það var mjög mismunandi eftir lit hversu mikill litur hafði komið en eins og við mátti búast höfðu hvítu rósirnar breyst mest, gula rósin var nánast alveg eins og hún hafði verið og sú bleika var örlítið dekkri en hún hafði verið.

Myndirnar hér fyrir neðan er samanburður. Fyrri myndin var tekin þegar tilraunin var að byrja og sú seinni þegar rósirnar voru búnar að vera í lituðu vatni í klukkutíma. Eins og sést breyttist hvítarósin í rauða litnum lang mest en hinar breyttust nánast ekki neitt.

10942255_767966723278030_7801839_n

10937460_767966809944688_1341104768_n

 

Vegna þess hversu litla niðurstöðu við fengum út úr því að vera með rósirnar í einn klukkutíma í matalit prófuðum við aftur en í þetta sinn voru þær yfir heila nótt. Myndirnar hér fyrir neðan sína niðurstöðurnar sem við fengum úr því og eins og sést var útkoman miklu meiri og betri!

10945320_767966826611353_1874356188_n

10933195_767966836611352_1425621148_n

Hversvegna kemur litur í blöðin þegar matarlitur er settur út í vatni?

Vegna þess að rósirnar eru að sjúga í sig vatnið og þegar búið er að lita það svona með matarlit verður það auðvitað eins og matarliturinn á litinn.

Við vorum ekki með eins blóm og voru í myndbandinu sem við fundum og líklega hefur það spilað inn í hvað varðar niðurstöðurnar en í myndbandinu var miklu meiri litur í blöðunum eftir einn klukkutíma heldur en var hjá okkur.

Ekkert vandamál kom upp hjá hópnum og gekk okkur vel að vinna saman :)

Hér! er linkurinn að myndbandinu um tilraunina.

Fréttir

Jörði getur orðið óbyggileg mönnum innan fárra áratuga

Vísindamenn búa til kristal sem gerir mönnum kleift að anda í vatni

 

 

 

 


Þurrís tilraunir!

Miðvikudaginn 10. desember vorum við að gera margar mismunandi tilraunir með þurrís þannig þetta blogg er einungis um þurrís.

Áður en ég fer að lýsa tilraununum kemur smá fróðleikur um þurrís.

Þurrís er ekkert líkur venjulegum klaka sem bráðnar niður í vökva þegar hann byrjar að bráðna og fer svo yfir í gufu ef hann er hitaður mikið, heldur fer þurrís beint frá föstuformi yfir í lofttegund þegar hann bráðnar. Þurrís er nefnilega frosinn koltvísíringur, eða CO2. Hitastig þurríss er um -79C. Þurrís er gerður í vélum úr koltvísýringsgasi, þessar vélar þétta og kæla gasið og þjappa síðan ísnum saman sem myndast. Þurrís er ekki hægt að finna hér á jörðinni en hann finnst á öðrum plánetum, þar sem aðstæður eru allt öðruvísi, öðru vísi hitastig og annar þrýstingur. Það getur verið hættulegt að snerta þurrís of lengi en þá getur húðin kalið og myndast brunasár.

Margir velta því fyrir sér hvernig þessi skrýtni hvíti reykur myndast þegar þurrís er settur í vatn fyrst koltvísýringur er ósýnileg gas. Það er raki úr andrúmsloftinu og gufa frá vatninu í glasinu sem við sjáum. Vatnsgufan blandast saman við ískaldan koltvísýringin sem gufar upp af þurrísnum. Útaf koltvísýringurinn er svo kaldur þá þéttist vatnsgufan og myndar pínulitla vatnsdropa eins og í skýjum og þoku. Þetta er semsagt hálfgerð þoka sem gýs upp úr vatninu.

Framkvæmd

Stöð 1

Þessi stöð var þurrís og málmur þar sem maður átti að láta málminn snerta þurrísinn og þá kom ískrandi hljóð en við náðum ekki að fara á hana.

Stöð 2

Þetta voru í raun tvær stöðvar saman í einni en í þeim báðum átti maður að reyna að láta sáðukúlu koma við þurrís með þeim afleyðingum að hún fraus. Fyrri stöðin fór þannig fram að við vorum með þurrís í skál og reyndum að blása sápukúlunni á hann þannig hún frysi. Því miður náðum við ekki að láta sápukúlurnar frjósa því þær sprungu alltaf þannig þessi stöð tókst ekki upp.

Efni og áhöld:

 • Sápukúlur
 • Þurrís
 • skál

Seinni stöðin fór þannig fram að við vorum með stórt fiskabúr með þurrís í og eins og áðan áttum við að reyna að láta kúlurnar frjósa á þurrísnum. Þetta var hins vegar erfiðara því þurrísinn var í svo stóru íláti og flestar kúlurnar flutu bara um búrið. Þetta var til að sýna okkur að þurrís hrindir frá sér súrefni. Við náðum samt sem áður að láta eina kúlu frjósa með því að blása nógu fast þannig þær fóru alveg á botninn. Það sést aðeins á myndinni kúlan sem við náðum að láta frjósa en þetta var sú eina.

Efni og áhöld:

 • Fiskabúr
 • Þurrís
 • Sápukúlur

10872382_744506888957347_1497142333_n

Stöð 3

Þessi stöð var mjög spennandi og skemmtileg en þarna áttum við að reyna að búa til eina stóra kúlu úr sápu. Framkvæmdin fór þannig fram að við byrjuðum á að hella volgu vatni í skál, ca 1/4 af skálinni og settum síðan pínu volgt vatn í aðra minni skál sem var með einni tusku í fullri af sápu. Við settum síðan sápu á kanntinn á stærri skálinni með tuskunum sem voru í minni skálinni. Skelltum svo dálítið af þurrís út í volga vatnið í stærri skálinni þannig upp rauk hvítur reykur. Tókum síðan eina tusku, með fullt af sápu á og drógum hana þvert yfir alla skálina þannig sápan hélt spennu og blés út. Í raun vorum við að búa til eina mjög stóra sápukúlu en þegar hún var orðin mjög stór sprakk hún þannig það fór hvítur reykur um allt! Þetta gerðist afþví þurrísin var að breytast í gas og gas hefur svo stórt rúmmál. fyrsta myndin sýnir þar sem búið er að draga tuskuna yfir og búið að myndast stór sápukúla. Önnur myndin sýnir þar sem sápukúlan er sprungin og reykur dreyfist um allt borðið. Seinasta myndin sýnir þar sem ég er að draga tuskuna yfir skálina og þá heldur sápan spennu.

En og aftur er þetta vegna þess að þurrís hrindir frá sér súrefni og er með svo stórt rúmmál.

Efni og áhöld:

 • Tvær skálar
 •  Tuska
 • Sápa
 • Þurrís
 • Vatn

10863634_744506788957357_197429156_n 10859867_744506758957360_1350529082_n 10872418_744506705624032_1030480673_n

Stöð 4

Á þessari stöð átti að prófa þurrís í heitu og köldu vatni en við komumst ekki á hana.

Stöð 5

Á þessari stöð áttum við að setja smá þurrís ofan í blöðru og binda fyrir þannig hún blés út. Það gerðist hjá okkur en ástæðan fyrir því er aftur sú að þurrísinn er að breytast í gas og gas hefur meira rúmmál þannig ísinn blæs blöðrunni út. Myndin sýnir þar sem búið er að setja þurrísin í blöðruna og bundið fyrir.

Efni og áhöld:

 • Blaðra
 • Þurrís
 • Skeið
 • glas

10863585_744506878957348_671323400_n

Stöð 6

Á þessari stöð vorum við að vinna með þurrís og eld. Við kveiktum á eldspítu og reyndum að láta hann koma við þurrísinn en um leið og eldurinn kom nálægt þurrísnum fjaraði hann út. Einnig prófuðum við að kveikja á sprittkerti en um leið og kertið snerti bakkann nálægt ísnum slökktist á því. Þarna sást greinilega að ekkert súrefni er í þurrís. Á myndinni sést hvernig stöðin var sett upp.

 • Þurrís
 • Eldspítur
 • Sprittkerti

10850625_744506862290683_893531483_n

Stöð 7

Þarna settum við tvo mismunandi vökva í glas, sem voru annað hvort súrir eða basískir. Helstum síðan rauðkálssafa í bæði glösin þannig báðir vökvarnir skiptu um lit, annar varð grænn og hinn bleikur. Þarna kom í ljós hvor vökvinn væri súr eða basískur, en bleiki vökvinn var súr og sá græni var basískur. Síðan helltum við rauðkálssafanum í annað glas og léttum það við hlið vökvanna og settum þurrís út í alla vökvana. Þá fór að búbbla upp úr vökvunum og einnig kom reykur, það var einfaldlega vegna þess að ísinn var að breytast í gas. Þessi tilraun snérist sem sagt um að sjá hvernig ísinn breytist úr föstu formi yfir í gas og einnig til að sjá litabreytingarnar.

Efni og áhöld:

 • Grind
 • Tilraunarglös
 • Basi
 • Sýra
 • Rauðkálssafi

Þá eru allar stöðvarnar upptaldar en mér fannst þetta rosa skemmtilegur tími og líka fræðandi. T.d. vissi ég alls ekki að þurrís bráðnaði ekki heldur breyttist beint úr föstu formi í gas og líka að hann væri í raun frosinn CO2. Á myndinni sést þar sem búið er að setja þurrís í öll glösin og þar sést þar sem ísinn er að breytast í gas.

10850632_744506622290707_844238016_n

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Fréttir og myndbönd

Myndband 

Myndband -í þessu myndbandi er verið að sýna eins tilraun og við gerðum á stöð 3.

Mars Curiosity finnur merki um líf á Mars

 

 


Sýrustigs vika!

Nú veit ég alls ekki neitt hvaða vika í hlekknum því það er svo langt síðan ég bloggaði en það er afþví gamla bloggsíðan mín hrundi! En nú er ég loksins komin með nýja bloggsíðu því það náðist ekki að bjarga gömlu þannig allar fyrri færslunar mínar sem ég er búin að skrifa síðan í 8. bekk eru horfnar, það er samt frekar fúlt…

Mánudaginn 1. desember: Í þessum tíma var gyða ekki en við vorum samt í Nearpod kynningu í iPad. Þar vorum við að skoða glærur um sýrustig og jónir og einnig svara nokkrum spurningum. Þarna var eiginlega verið að undirbúa okkur fyrir sýrustigstilraunina sem við fórum í á miðvikudaginn. Þegar við vorum búin að skoða og svara spurningum fengum við að fara í frjálst.

Miðvikudaginn 3. desember: Í þessum tíma vorum við að gera tilraun um sýrustig. Okkur var skipt í hópa og ég lenti með Anítu V, Silju og Óskari en okkur gekk bara vel með þessa tilraun. Þetta var fremur létt tilraun en mjög lærdómsrík. Við áttum að mæla sýrustig átta mismunandi vökva með svokölluðum sýrustigsstrimlum en við áttum við að stinga þessum strimlum ofan í vökvann, þá komu á hann fjórir mismunandi litir og við bárum þá saman við PH-skalann sem var utan á boxinu frá strimlunum. Skalinn er frá 1 upp í 14 og við áttum að velja litina sem voru eins og á strimlinum. Þegar við vorum búin að mæla alla átta vökvana áttum við að velja sex af þeim til að gera í raun aðra tilraun með rauðkálssafa. Hún fór þannig fram að við helltum rauðkálssafa út í alla vökvana og hrærðum í þeim. Þeir breyttu allir um lit og það gefur til kynna að rauðkálssafi er prýðis litvísir en það var tilgangur tilraunarinnar, að sjá hvort rauðkálssafi geti verið litvísir. Myndirnar eru fyrir og eftir mynd, sú fyrri var tekin áður en rauðkálssafinn var settur út í og sú seinni eftir að safinn var settur út í. Liturinn á vökvunum segja til um hvort þeir séu súrir eða basískir og þess vegna getur rauðkálssafi auðveldlega verið litvísir, útaf þú ræður út úr litnum á vökvanum hvort hann sé súr eða ekki. Um þessa tilraun áttum við að skila skýrslu.

10836137_737873909620645_761998537_n 10735736_737873902953979_1479157660_n

Fimmtudaginn 4. desember: Var ég veik en ég veit að krakkarnir voru fyrst í smá upprifjun um efnajöfnur og tóku síðan próf úr því. Við höfðum farið í svona próf í vikunni áður en það próf hafði komis svo rosalega illa út að þeir sem vildu fengu að taka það aftur.

Fróðleikur um sýrustig:

Sýrustig eða PH-kvarði er mælikvarði yfir hevrsu súr vökvi er. Kvarðinn mælir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, súr er 0 upp í 7, hlutlaus lausn er 7 og basísk lausn er frá 7 uppí 14. Semsagt ef upplausn er súr er hún framarlega á kvarðanum en ef hún er basísk er hún ofarlega á kvarðanum. Helst er hægt að mæla sýrustig á þrjá vegu, með sýrustigsvísi en liturinn gefur til að kynna sýrustigið, svo er hægt að nota sýrumæli og sýrustigsstrimla sem breytir um lit eftir hversu súr upplausnin er.

Sýrustig er semsagt mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, eða hversu mikið er af H+ í hverjum lítra. Því hærra sem PH er því minna er af +H og því lægra sem PH er því meira er af H+. Fjöldi jákvæðra vetnisjóna og neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni ráð hvort hún verður súr eða basísk. 

PH gildi okkar: Vatn hefur gildið 7 og er því hlutlaust, semsagt hvorki súrt né basískt. Sýrustig blóðs er 7,4 en það er lífsnauðsynlegt að halda PH gildi blóðs milli 7,35 og 7,45. PH gildi undir 7 og yfir 8 er banvænt. Sýrustig í maga er 1-2. 

Fréttir

Sýrustig í frárennsli í Becromal allt of hátt

Sýknaður 39 árum eftir að hann var dæmdur fyrir morð