Skip to content


7. hlekkur vika 3 :)

Mánudagur 5. mars: Við horfðum á mynd um þjórsáver og fórum yfir nokkur hugtök.  Þetta er eru þau  →    jökulhvel, megineldstöð, askja, skriðþungi, jökuljaðar, randfjöll, gróðurvin, jökullón, ársmeðalhiti, sífreri, vatnsstaða, flóar, flæðiengi, túndra, flár(rústir), gerfitunglamyndir, mosar, starir, háplöntur, fléttur, skófir, í sárum, farflug, stofn, jökulset, berggrunnur, vað, gæsaréttir, uppistöðulón, heit laug, grettistak, friðlýsing, uppblástur, heimsmælikvarði.

Miðvikudagur 7. mars: Kláruðum að horfa á myndina um þjórsáver og fórum yfir glósur.

Fimmtudagur 8. mars: Við byrjuðum á að kíkja á fréttir og fórum svo að vinn í stöðvavinnu. ég vann með Elísi!

Fróðleikur úr glósum!

  • Upprunna allrar orku má rekja til sólarinna!
  • Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast!
  • Gróin svæði í Þjórsáverum hafa endingun ver, svo sem Tjarnaver, Oddkelsver og þúfuver.
  • Þjórsáver var fyrst lýst friðland árið 1981.
  • Í Þjórsáverum eru 180 tegundir háplantna, 225 tegundir mosa, 145 tegundir fléttutegunda og 290 tegundir skordýra,köngulóa og langfætlna.
  • Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu.
  • Þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun.
  • Heiðargæsin lifir á þessum jurtum störum, hálmgresi, fíflum og elftingu.
  • Stærsta heiðagæsabyggð í heimi er í Þjórsáverum.
  • Ísland er eina Evrópulandið þar sem hún verpir.

 

Hlutverk sjávarorku lítið næstu áratugi!

 

 


 

 

 

 

Heimildir: Mynd

-Andrea :)

Posted in Náttúrufræði.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.