Skip to content


Hlekkur 8 vika 4

Á mánudaginn var umræðu tími. Gyða útskírði fyrir okkur hvernig við ættum að framkvæma skýrsluna. Við skoðuðum líka blogg og fréttir.

Á þriðjudaginn fór seinni hópurinn (minn hópur) út í Litlu-Laxá og Hellisholta læka að ná í sýni til að geta framkvæmt tilraunina. Við unnum tvö og tvö saman og ég vann með Kristínu. Okkur gekk ekkert mjög vel með okkar sýni og það var mjög lítið líf í þeim þannig að við fengum að prófa að skoða sýni hjá öðrum hópum sem gekk mun betur og endaði með að við fundum t.d. grænþörunga.

Frumdýr:

 • Frumdýr eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-15 μm (míkrómetrar).
 • Sumar tegundir geta samt orðið um 1mm og sjást þá vel í víðsjá.
 • Frumdýr eru lang flest einfruma en sumar tegundir mynda samú frumna.
 • Frumdýr tileinka heilkjörnugum ásamt plöntum, dýrum og sveppum.
 • Fjórir meginflokkar frumdýra eru flokkaðir sem fylkingar. Þær eru slímdýr (Sarcodina), gródýr (Sporozoa), bifdýr (Ciliophora) og svipudýr (Mastigophora).

Slímdýr (Sarcodina):

 • Tegundir sem tilheyra slímdýrum hreyfast út stað og afla sér fæðu með skynfótum.

  Amaba af tegundinni Naegleria fowleri getur valdið dauða hjá mönnum. Hún berst yfirleitt um nef til heila og getur dregið fólk til dauða á tveimur vikum

 • Amaban er kunnasta ættkvísl slímdýr.
 • Tegundir þessarar ættkvíslar naktar og lifa sumar þeirra í sníkjudýrum.
 • Meðal annars orsakar Entamoeba histolytica amöbublóðsótt í mönnum.
 • Önnur slímdýr hylja sig með skeljum sem fruman myndar .
 • Má þar t.d. nefna götunga (foraminifera) en þeir mynda kalkskeljar með marvíslegum sniðum sem minna mjög á örlitlar kuðungsskeljar.

Gródýr (Sporozoa):

 • Gródýr lifa nær eingöngu sníkjulífi og hafa aðlagast því með flóknum lífsferlum sem oftar en ekki krefjast fleirri en eins hýsils.
 • Eins og nafn fylkingarinnar gefur til kynna er gróæxlunarskeið hluti af lífsferlinum.
 • Hjá sumum gródýrum er eru gróin nakin amöbuleg, en aðrar ættkvíslir mynda gró sem eru varin með hylkjum fyrir áhrifum umhverfisins.

Bifdýr (Ciliophora):

 • Þessi fylking frumdýr er að mati þróunarfræðinga best og mest þróuð þegar litið er til líkamsgerðar.
 • Bifhárin nota dýrin bæði til þess að synda eða komast áfam í vatni og líka til að sópa fæðu að munnholi.
 • Sum bifdýr hafa bifhár alla sína æfi en önnur bara í æskuni.
 • Fjölmörg bifdýr lifa samlífi, einkum sníkjulífi.
 • Meðal annars þekkjast margar tegundir sem leggjast á fisk t.d. Ichthyophtirius multifilis sem veldur hvítblettaveiki hjá ferskvatnsfiskum.

 

Svipudýr (Mastigophora):

 • Svipudýr hafa svipu sem þau nota til að synda og sópa fæðu að munninum.
 • Samlífsform eru mjög algeng meðal svipudýra og hafa sennilega þróast af óbundnum formum.
 • Samlífisverurnar geta verið ákaflega sérhæfðar og aðlagaðar að ákveðnum hýslum.
 • T.d. lifir Trychonympha samlífi í þörmum termíta, þar sem svipudýrið meltir við og viðarafurðir sem termítar lifa á.
 • Trichomonas lifir gistilífi eða sníkjulífi í þörmum og kynfærum manna.

Myndband af frumdýrum

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Sólin í þrjú ár á þremur mínútum

Hlekktistá í geimferð

Viltu vinna farmiða til Mars?

Heimild texsta

Heimild myndar

Posted in Hlekkur 8, Náttúrufræði.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.