Skip to content


Hlekkur 1 vika 5

Mánudagur 30. september: Við fórum yfir glósur um erfðafræði og lögmál hennar. Í seinni tímanum fórum við inn á gen.is og erfdir.is  og þar áttum við að leysa allskonar verkefni.

Erfðafræði

Erfðafræði er fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Gregor Mendel er sagður vera faðir nútíma erfðafræði en uppgvötanir hans vöku samt ekki mikla athygli í upphafi. Það var 40 árum seinna eftir að hann byrti niðurstöður sínar að heimurinn tók eftir þeim. Mendel fattaði að arfgengir eiginleikar lífvera eru ákvarðaðir með eindum sem erfast með reglubundnum hætti. Þessar eindir fengu nafnið gen og á örðum áratug tuttugustu aldar var sannað að þær ættu heima í litningum í kjörnum frumna.

Heimild↑

Hvað er DNA og RNA?

Þau eru kjarnsýni og eru bæði mjög mikilvæg fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða. DNA er erfðaefni allra lífvera. Það kemur framm í litningum í dýrum sem og plöntum og er í frumukjarna. DNA-sameindir litninganna skiptast í Starfseiningar sem kallaðar eru gen. Þær eftirmyndast með mikilli nákvæmni í hverri frumukynslóð þannig að hver afkvæmisfruma fær samskonar DNA, þar að segja samskonar gen og foreldrisfruman.

RNA er ómissandi fyrir starfsemi gena. Þegar gen eru virk eru tekin af þeim RNA afrit svo kallað mRNA, sem eru síðan notuð sem nokkurs konar mót við myndun prótína. RNA er erfðaefni vissra veira en veirur er samt ekki taldar sem lífverur. Þær þurfa lifandi frumur til að fjölga sér. Margir halda að RNA hafi verið erfðaefni fyrstu lífvera jarðarinnar en DNA hafi tekið því á seinna þróunarstigi.

Heimild↑

GEN OMA 2

Fréttir

Skrefi nær sjálfbærum kjarnasamruna

Smátt en flókið flutningakerfi frumunnar

Þau renna ekki blint í sjóinn

Heimild myndar

 

 

Posted in Hlekkur 1, Náttúrufræði.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.