Hlekkur 4 vika 3

Á miðvikudaginn í seinustu viku vorum við að vinna að ritgerðinni okkar. Í gær var fyrirlestrar tími um jarðfræði hrunamannahrepps. Svo í dag fórum við í vefrallý og það er komið inná verkefnabankann svo endilega skoðið það :)

 • Berg er gert úr mismunandi steindum
 • Helstu bergtegundir eru: Blágrýti– allgengast á Íslandi, rann á ísöld Líparít- ljóst/stundum rauðleitt. Móberg- algengt, skiptist í þursaberg annars vegar og molaberg hins vegar en það fer eftir uppruna
 • Kerlingafjöll: Það er mikill jarðhiti í kerlingafjöllum og þetta er virkt jarðhitasvæði. Þetta er megineldstöð og í kerlingafjöllum er að finna mikið líparít, enda eru þau oft falleg á litinn. Ástæðan fyrir því að kerlingafjöll eru svona einstaklega falleg er að hluta til útaf því að þau eru svo lítið veðruð.

Þegar fjall verður til:

 • Þykkur isskjöldur yfir eldfjöllum
 • Laus gosefni hrúgast í kringum gíginn
 • Hraunlög koma fram þegar gosopið nær uppúr vatninu
 • Jökullinn heldur að hrauninu og það hleðst upp
 • Jökull hopar, eftir stendur móbergsfjall með vatn í gömlum eldgíg frá ísöld.
 • Miðfell er dæmi um þessa atburðarás

Fróðleiksmoli:

Hrunamannahreppur er á sjálfstæðum litlum fleka. Hann er hvorki samstíga ameríkurflekanum né Evrasíuflekanum. Hann hefur rek og gosbelti á báðar hliðar. Elstu berglögin liggja eftir stóru laxá.

Ég las kafla úr bókinni alheimurinn-jörðin og hér er það sem ég vissi og vissi ekki úr því sem ég las:

Vissi: Hafið þekur 75% af yfirborði jarðar. 97% af öllu vatni er í höfunum. Jörðin er umlukin lothjúp, sem er mörg hundruð kílómetra þykkt lag lofttegunda. Snúningsás jarðar hallar um 23,5°

Vissi ekki:

Mið-Atlandshafshryggurinn er lengsta fjallakeðja á jörðinni og líka eitt allra eldvirkasta svæði hennar, er samt neðanjarðar. Þau 3 % af vatni sem er ekki í höfunum er í ísbreiðum og jöklum (2%) og í ám, stöðuvötnum og andrúmsloftinu(1%) Lofthjúpurinn myndaðist úr gasi sem kom frá eldgosum.

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 4 vika 2

Á miðvikdaginn vorum við að vinna í hugtaka kortinum okkar fyrir heimildar ritgerðina. Á mánudaginn var fyrirlestrar tími en ég var ekki í skólanum þá. Svo í dag fóru krakkarnir í stöðvarvinnu en tók ég lokapróf í náttúrufræði í staðin! Því ég er að fara að útskrifast um áramótin. :) Svo ég er ekki búin að vera mikið í náttúrufræði þessa vikuna en í heimildarritgerðinni minni er ég að skrifa um Stjörnuskoðun og hugtaka kortið er komið inná bloggið. Svo endilega skoðið það.

Einmanna Georg ekki einn.

Ekki mundi ég vilja borða 60 daga gamalt brauð.

Á facebook á klósettinu.

Posted in Hlekkur 4, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 4 vika 1

Í seinustu viku fórum við í menningar ferð á þriðjudeginum og svo var starfsdagur á miðvikudeginum. Í gær byrjuðum við á nýjum hlekk og það var smá upprifjun um Jarðfræði. Svo í dag fórum við í stöðvarvinnu.

Jarðfræði-upprifjun úr glósum.

 • Jarðfræði er eitt af undirflokkum jarðvísinda ásamt veðurfræði, Haffræði, Jarðefnafræði og Jarðeðlisfræði.
 • Innræn öfl eri hreyfingar í jörðinni s.s Flekahreyfingar,eldvirkni, jarðskjálftar og jarðhiti.
 • Útræn öfl. T.d Haf, vindar, rof, veðrun, set og frost.
 • Samsetning lofthjúps er nitur, súrefni, Argon, Ofl. eðallofttegundir, óson, koldíoxíð og vatn.
 • Gróðurhúsaáhrif: Gróðurhúsaáhrifin halda hita á jörðinni, þar sem þær gastegundir sem eru í lofthjúpnum “fanga” orku frá sólinni og halda henni við yfirborð jarðar. Geislar sólar sleppa í gegnum andrúmsloftið en endurkastast frá jörðinni á annarri bylgjulengd og það eru þeir geislar sem gastegundirnar endurgeisla aftur til jarðar.
 • Ósonlagið. Verndar jörðinna fyrir rafsegulbylgjum og útfjólubláum geislum frá sólu. Aukning gróðurhúsaloftegunda í andrúmslofti hækkar hita lofthjúpsins.
 • Aldir jarðar: Upphafsöld, Frumlífsöld, Fornlífsöld, Miðlífsöld og Nýlífsöld sem skiptist í tertíer og kvarter.
 • Steind er Kristallað fast efni eða efnasamband sem finnst sjálfstætt í náttúrunni og myndað á náttúrlegan hátt. T.d Frumefni C eða Demantur og Efnasamband Ca, O, C eða Silfurberg.
 • Storkuberg er frumberg jarðar og myndast við storknun bergkviku.
 • Setberg er orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vindaþ
 • Myndbreytt berg verður til þegar storkuberg eða setberg grefst undir fargi jarðlaga og pressast og umkristallast. Eða bráðnar alveg upp mjög djúpt í iðrum jarðar.

 

 Stöðvarvinna

 • Tölva – náttúrufræðistofnun og jarðfræði
 • Bók – Alheimurinn – bls. 138 Jörðin – skoða og svara spurningum.
 • Tölva – lofthjúpurinn FSu
 • Myndir – loftmyndir af jörðinni – umræður.
 • Bók – Jarðargæði – innri gerð jarðar – Hvað einkennir heita reiti? og Hvernig myndast eyjaröð?
 • Lifandi vísindi 2010 nr 11 – Hellar
 • Bók – Jörðin – bls 119 – Hvar mest hætta af jarðskjálftum á Íslandi og hver er ástæðan?
 • Bók – Jarðfræði verkefni bls. 102
 • Lifandi vísindi 2011 nr 12 – Besta útsýni heims.
 • Teikna – Jörðin bls. 201 – vatns og gosherir – skoða, teikna, útskýra.
 • Tölva – jarðhræringar um allan heim – Hvar voru … í nótt? Síðustu viku? Síðasta mánuð ?
 • Bók – Alheimurinn bls. 146 – vatn fljótandi og frosið

Ég var með Hrafnhildi í hóp og við gerðum þrjár stöðvar. Við byrjuðum stöð átta og gerðum þar nokkrar spurningar. Hér er ein þeirra :)

 1. Innræn öfl birtast okkur í eldgosum, jarðskjálftum, jarðvarma og einnig myndun mikilla fellingarfjalla.  Frumorsök innrænu aflanna er stöðug varmamyndun djúpt í iðrum jarðar, sem stafar af klofnun geislavirkna efna.

Við fórum líka á stöð 10 þar sem við teiknuðum rosa flotta mynd svo fórum við á stöð 4 þar sem við skoðuðum lofmyndir. Það vera mega töff.

-Andrea :)

 

 

Posted in Hlekkur 4, Náttúrufræði | Leave a comment

Þurrís tilraun!

Á þriðjudaginn í seinustu viku í nátturufræði vorum við að vinna með þurrís. Fyrir tímann vissi ég vandræðalega lítið um þurrís, vissi ekki einu sinni að hann væri fast efni! Bekkurinn var skiptur upp í hópa og ég var með Önnu og Antoni í hóp(The A-team)! Við gerðum 5 mismunandi tilraunir með þurrís.

En fyrst ætla ég að koma með fræðilegan inngang um þurrís svo þið verðið ekki alveg eins úti að aka eins og ég var.

Inngangur

Þó venjulegur klaki og þurrís lítí mjög svipað út þá er það allt annað. Klaki er bara frosið vatn og því gerist ekkert spennandi þegar hann bráðnar, hann verður bara að vatni. Þurrís er hins vegar frosin koltvísýringur og þegar hann bráðnar þá fer hann ekki í vökvaform heldur verður hann að gasi. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum er þurrís búinn til . Þurrís er einnig að finna í náttúrunni en þó ekki á jörðinni heldur á öðrum plánetum. Gas breytist í þurrís við -78,5°C. Þurrís er því mun kaldari en venjulegur klaki og það er hættulegt að snerta hann lengi því húðin getur kalið og brunasár myndast.

En hvers vegna kemur þessi hvíta gufa? “Það sem við sjáum er raki úr andrúmsloftinu og gufa frá vatninu í glasinu. Vatnsgufan blandast ísköldum koltvísýringnum sem gufar upp af þurrísnum. Vegna þess hve koltvísýringurinn er kaldur þá þéttist vatnsgufan og myndar örsmáa vatnsdropa líkt og gerist í skýjum og þoku. Því er þetta í rauninni hálfgerð þoka sem gýs upp úr vatninu.“

Tíminn

Í fyrstu tilrauninni sem mér fannst skemmtilegust vorum við með þurrís skál og svo vorum við með klút sem var bleyttur með sápu og vatni, við settum svo vel volgt vatn á þurrísinn svo það kom mikil gufa. Við drógum klútinn yfir skálina og markmiðið var að mynda sápúkúluhimnu svo að það mundi myndast svona kúla yfir skálinni. Þetta gekk ekki rosalega vel og ekkert gerðist. Við prófuðum þá minni skál. Við heltum þurrísnum bara beint á milli skála og áttuðum okkur ekki á því að það var náttúrulega komin sápa þurrís vatnið svo að það freyddi svakalega og það kom mega kúl froða. Það var mjög gaman. Svo skiðtum við og létum hreint vatn í staðinn og reyndum aftur upprunalega markmiðið en það tókst því miður ekki. Vorum samt mjög nálægt því!

Á annari tilraun vorum við með þurrís í bakka og kveikjara og við áttum að vera að færa kveikjarann alltaf nær og nær þurrísnum, þá kom greinilega í ljós að það er ekkert súrefni hjá þurrís því það dó alltaf á eldinum þegar hann kom nálægt þurrísnum.

Í tilraun nr.3 þá vorum við með fiskabúr sem á botninum var þurrís. Við blésum sápukúlum ofan í það og þá voru sápukúlurnar í ákveðinni fjarlægð frá þurrísnum og flutu bara þar allar í svipaðri hæð. sápukúlurnar voru bara  í ákveðinni fjarlægð frá þurrísnum og flutu bara þar allar í svipaðri hæð. Þannig áttum við okkur á að þurrísinn hrindir frá sér súrefni.

Tilraun 4. vorum við með bakka og blésum sápukúlum á þurrísinn, ef sápukúlurnar lentu á þurrísnum þá frusu þær! Það var frekar töff.

Tilraun 5. Þá vorum við með málm og þurrís að sjálfsögðu og við athuguðum viðbrögðin þegar það snertist. Þau voru ekki sérstaklega þæginleg. Alltaf þegar við létum málminn snerta þurrísinn kom skerandi ískur, og ískrið var alltaf mismunandi eftir málmtegund.

Svo var einnig tilraun 6 sem við náðum bara aðeins að skoða því tímin var búin átti maður að vera með þurrís og blöðrur og setja ísinn í 2 tilraunarglös, heitt vatn í eitt glasið og kalt í hitt og svo blöðrur og athuga útkomuna.

Mér fannst þetta mjög skemmtilegur tími og einnig fræðandi! En vegna tæknilegra erfiðleika komust ekki myndir né myndbönd inn en þau koma vonanadi síðar.

Takk fyrir mig :)

HEIMILDIR

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=50146

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Posted in Hlekkur 3, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 3 :)

Þetta blogg verður um undirbúning minn fyrir próf á morgun og glósurnar mínar fyrir það :)

Sjálfspróf:

 • Erfðafræði fjallar um eiginleika sem fara fr´aforeldrum til barna
 • DNA inniheldur erfðaupplýsingar
 • Gen er erfðavísirinn, hvert gen ræður einum tilteknum eiginleika
 • Bókstafirnir sem eru í DNA eru gjarnan kallaðir stafróf erfðanna.
 • Prótín = ensím, byggingarefni fruma og boðefni sem stýra starfsemi líkamans
 • Samspil erfða og umfhverfis þýðir að margir eiginleikar stjórnast bæði af erfðum og umhverfi
 • Við rýriskiptingu ( Meiósu) verða til 4 frumur sem hver um sig innihalda helmingi færri  litninga en móðurfruman
 • Ríkjandi gen kemur alltaf fram hjá þeim sem það ber
 • Víkjandi gen kemur stundum fram hjá þeim sem það ber
 • Börn sem fæðast með Downs hafa 1 auka litning í hverri frumu
 • Varnlegar breytingar á erfðaefni lífvera kallast stökkbreyting
 • Bakteræiur eru notaðar til að framleiða lyf
 • Það eru engnir 2 aðilar með eins DNA.
 • Erfðabreyttar lífverur innihalda gen sem hafa verið flutt frá annari lífveru.

Aðeins úr glósunum:

Litningar. 

 •  það eru 46 litningar í öllum frumum líkamans nema kynfrumum það eru bara 23 í þeim.
 • Litningarni eru í frumum og er hægt að finna í kjarna frumunnar.
 • Í litningunum er hægt að finna stórar flóknar sameinda – efnasambönd sem nefnast kjarnsýrur
 • Maður finnur líka DNA og RNA í litningunum.

 

George Mendel er oft kallaður faðir erfðafræðarinnar því það hann var fystur manna að vita hvað litningar og gen gengu útá, hann var bara munkur á klaustri og hafði sér áhugamál og það áhugamál var að leika sér með náttúruna. Hann tók 2 blóm og byrjaði að blanda smanan genunum og þá koma kanski ef hann var með rautt blóm og hvíblóm þá voru 1/4 líkur að það kæmi bleikt blóm hann hinsvegar vissi ekkert hvað gen eða litningar væru.

Arfhreinn er orðtak yfir þegar einstaklingur hefur eins gen fyrir tiltekið einkenni t.d. HH eða hh og þetta kallast að vera arfhreinn eða kynhreinn.
Arfblendinn er orðtak yfir þegar einstaklingur hefur ólík gen fyrir til tekið einnkenni t.d. Hh og það kallast að vera arfblendin eða kynblendingur.

Margfaldar genasamsætur: þá koma fleiri en tvær genasamsætur til greina í tilteknu sæti, þ.e.samsætur ar sem fleiri en tvö gen koma til greina í sæti, þótt hver einstaklingur sé aðeins með tvö gen, eitt frá hvoru foreldri.
Blóðflokkar: Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk. Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldrinu og B gen frá hinu verður það í AB blóðflokki því að A og B genin eru jafnríkjandi. Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu. O genið er því víkjandi. Einstaklingur sem erfir O gen annars vegar og A gen hins vegar verður þess vegna með A blóð. Sá sem erfir O gen og B gen verður með B blóð.

heimildir fengnar af sjálfsprófi á netinu og úr glósum kennara :)

Posted in Hlekkur 2, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 2

Á mánudaginn í síðustu viku var fyrirlestur eins og vanalega og svo var stöðvarvinna á þriðjudeginum. Ég var með Jóhanni í hóp. Hér eru stöðvarnar:

 • Tölva – íslensk erfðagreining fræðsluefni
 • Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 • Teikning – DNA sameindin.
 • Verkefni – Hvernig erfast eiginleikar?
 • Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum
 • Verkefni – svartur sauður
 • Tölva – DNA myndun
 • Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 • Tölva – paraðu saman
 • Verkefni – Ætti hundurinn að heita Depill?

Við gerðum, verkefni – svartur sauður, tvær tölvu stöðvar og svo sjálfspróf.

Sjálfspróf:

 • Genin sitja á litningunum
 • Efnasambandið sem ber með sér erfðaupplýsingar kallast DNA.
 • Frumurnar framleiða ýmis prótein með hjálp upplýsinga frá DNA-sameindunum.
 • Litningur er þráðlaga frumulíffæri með DNA- sameins sem geymir erfðaupplýsingar frumna.
 • Gen er sá hluti DNA-sameinda sem geymir upplýsingar sem ákvarða einn tiltekinn eiginleika. Í litningunum manna eru um 25 000 mismunadi gen.
 • Röð amínósýranna ákvarðar hvers konar prótein eru smíðuð. Genir stjórna því hvað er virkt.

Hér er smá samantekt úr glósunum og úr bókinni :)

Í okkur eru hátt í 30.000 gen. Það eru 46 litningar í frumukjarnanum á næstum öllum frumum í líkamanum. Kynfrumur er þó undantekning, en þær eru aðeins með 23 litninga. Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því það er í sama sæti á samstæðum litningi. Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri. Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eiga að framleiða, hvernig og hvenær. Í mönnum eru sumir erfðaeiginleikar ekki ákvarðaðir með svo einföldum hætti að hægt sé að útskýra þá aðeins út frá ríkjandi og/eða víkjandi genum. Húðlitur ræðst til dæmis af samstarfi fjögurra genapara, hvert í sínu sæti á litningasamstæðu. Mismunandi möguleikar á samsetningu þessara átta stoku gena leiða til allra þeirra mismunandi afbrigða af húðlit sem þekkjast hjá fólki.

ég mæli svo með að skoða tengilin sem fylgir myndinni því þar er fínn fróðleikur :)

Demantur sem er stærri en jörðin!

Kóngulóar geitur!

Takk fyrir mig

 

Posted in Hlekkur 2, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 1 :)

Í síðustu viku byrjuðum við á nýjum hlekk. Svo var stöðvarvinna á þriðjudagin en ég var veik :) Við tókum svo endurtekt á prófinu sem við tókum í síðustu viku því allir drulluðu upp á bak í henni. Taka tvö gekk mun betur.

En hér kemur smá efni úr glósunum.

  • Dreifikjörnungar eru einfaldar frumur án kjarna.
  • Heilkjörnungar eru frumur með kjarna, skipt í frum- og ófrumbjarga lífverur.
  • Litningar eru grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum. Þeir stýra starfsemi frumunar og miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrrar frumu.
  • Mítósa er kynlaus æxlun. Hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur og efni kjarnans tvöfaldast – Jafnskipting(mítósa)
  • Kynæxlun – Tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast og það kallast frjóvgun. Kynfrumur myndast við rýriskiptingu ( Meiósa) og mynda kynfrumur sem helmingi færri litninga en móðurfruman. (23 í stað 46)

Ekki er ég einn af þessum 40% :( 

Afrek :)

Posted in Hlekkur 2, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 1 vika 4.

Á mánudaginn var fyrirlestur og svo á miðvikudaginn kláruðum við plaggötin okkar. Ég var með Hugrúnu og Önnu Dagbjörtu í hóp. Við gerðum plaggat um veðrið næstu hundrað árin. Á miðvikudagin var svo próf og það kom ekkert sérstaklega vel útúr því.

En hér er smá undirbúningur fyrir prófið.

 •  Koltvíoxið er samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveim súrefnisfrumeindum
 • Varafrumur stjórna stærð loftauga og jafnframt útgufun vatns úr frumum.
 • Karteflur innihalda mikin mjölva.
 • Við bruna (frumöndun) myndast koltvíoxið og vatn og bruni (frumöndun) fer fram við 37°C.
 • Plöntur nota glúkósa sem næringu og byggingarefni.
 • Fæðu tegundir sem eru ríkar ad glúkósa láta fljótt frá sér orku
 • Kvæmi er afbrigði plöntu sem hefur lagað sig að sérstökum veðurfarsskilyrðum á tilteknu svæði.
 • Ofauðgun er þegar það er of mikið af næringarefnum á sama stað t.d. í stöðuvatni.
 • Lífverur sem berjast um fæðu,vatn, búsvæði og maka eru dæmi um samkeppni.
 • Efni sem myndast við bruna á PCB efnum kallast díoxín
 • Sjálfbærni er þegar auðlindir eru nýttar á þann hátt að komandi kynslóðir hafi gagn af þeim.
 • Hlýnun jarðar hefur áhrif á mikið til dæmis nú sést Makríllinn hefur fært sig upp að landinu en ýmsir sjófuglar svo sem lundi og kría hafa misst æti.
 • Helsta þróunin á vistkerfin manna á 20.öld einkennist af auknu þéttbýli og aukinni neyslu.
 • Gróðurlendi á svæðum þar sem jarðvatn nær upp undir eða upp fyrir yfirborð jarðvegsins kallast votlendi.
 • Útfjólubláir geislar auka líkurnar á húðkrabbameini

 

 

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hatursglæpir gegn hinsegin fólki.

Hatursglæpir gegn hinsegin fólki

þessi frétt er um 25 ára gamlan læknanema sem sem var barinn til bana í almenningsgarði í búlgaríu vegna þess að hann var samkynhneigður. Tveir menn af hópi ungmenna myrtu hann á meðan hin stóðu og horfðu á þau sögðu að hópurinn væri að „hreinsa samkynhneigða úr garðinum“.

Mér finnst þetta hræðilega óréttlátt og ömurlegt að þetta skuli enn vera að gerast svona mikið útí heimi en fréttinni fylgja fleirri frásagnir glæpa af þessu tagi. Ég valdi þessa frétt ekki af sérstökum ástæðum en þessi er ein af nokkrum fréttum sem mér fannst hræðilegastar.

Posted in Mannréttindafræði | Leave a comment

vika 3

Á mánudaginn í síðastliðinni viku vorum við að hlusta á fyrirlestur og svo á Þriðjudeginum var stöðvarvinna og ég var með Hrafnhildi í hóp :) Á föstudeginum horfðum við svo á mynd og svöruðum spurningum úr henni.

í þessari viku voru svo samræmdu prófin og við fórum í óvenju fáa náttúrufræðitíma :)

Samspilið í náttúrunni: 

 • allar lífverur eru hver annari háðar og eru hlekkir í flóknu samspili.
 • Tengslum plantna og dýra má lýsa með mörgum fæðukeðjum sem mynda flókinn fæðuvef.
 • Stöðug samkeppni er í vistkerfi og þar er alltaf skortur á einhverju þar sem allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka.
 • Oft kemst jafnvægi á í vistkerfi en þetta jafnvægi er viðkvæmt og getur auðveldlega raskast.
 • Maðurinn er mikill áhrifavaldur í vistkerfi heimsins.

Hugtök:

 • Lífhvolf: lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífst.
 • Búsvæði: Afmarkað svæði þar sem lífskilyrði eru öðruvísi en fyrir utan það. T.d skógur, Tjörn og fjara.
 • Líffélög: Líffélag eru allar þær lífverur sem lifa á sama búsvæði. T.d í skógi, að þar myndar allur gróður og dýr í skóginum eitt líffélag.

Posted in Hlekkur 1, Náttúrufræði | Leave a comment