Mar, 2014

Mánudaginn 17 mars – Prófuðum við nýtt kerfi til að skoða glærur sem Gyða er með fyrirlestur um á mánudögum. Appið heitir Nearpod, þetta virkaði þannig að Gyða var með iPad sem að stjórnaði glærunum og sendi verkefni til okkar sem við áttum að vinna og senda til baka. Mér fannst mikið þægilegra að vera mep iPadana og flestum fannst það líka, ástæðan er að okkur finnst þetta þægilegra er örugglega útaf við höfum mikin meiri áhuga á iPödum og því tölvudóti 😛

Þriðjudaginn 19 mars – Fórum við í stöðvavinnu í tveimur fyrstu tímunum, ég var með Silju 

Þetta eru stöðvarnar sem voru í boði og þær sem eru með rautt letur, fórum við Silja í

 1. Google earth – verkefni Þjórsá
 2. Hulinskófir túndrunnar eftir Hörð Kristinsson Náttúrufræðingurinn 79. árg. 2010 bls. 111-117
 3. Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
 4. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða þrjú íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?  Nýleg frétt um þrjú ný svæði.
 5. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
 6. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)
 7. Vistkerfi Þjórsárvera.  Vistgerðir í Þjórsárverum, glósur, mynd um Þjórsárver sem sýnd var á mánudag og bækur til stuðnings. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi. Rústamýravist.
 8. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
 9. Eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni?  Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“. Vísindavefurinn 12.1.2006.http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
 10. Fléttur – hvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands
 11. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?

 

í seinni tímanum fór í að skoða blogg og fréttir 😀

 

Fréttir

Náttúruhamfarir af mannavöldum

Hversu margir stoppa og hjálpa týndu barni í Bretlandi?

 

Heimildir

Náttúrufræðisíðan

Mbl.is

Bleikt.is

 

 

Mánudaginn 10/03 var Gyða með fyrirlestur um líffræði og á meðan við vorum að hlusta á hana vorum við að skrifa glósur um hvað hún var að segja í þessum fyrirlestri :)

Fjallað var um…

 • Frumbjarga/Ófrumbjarga
 • Búsvæði
 • Vistkerfið
 • Fæðukeðjur
 • Fæðuvefi
 • Orkupíramíta
 • Jafnvægi í vistkerfi
 • Frumframleiðendur, sundrendur og neytendur

 

Þriðjudaginn 11/03 var ég ekki vegna þess ég var veik, en hinir krakkarnir gerðu þetta:

Í fyrsta tíma fóru A hópurinn í dans og hinn helmurinn voru að skoða Þjórsá inná Google Earth og voru að mæla hana frá kílómetrum

Í örðum tíma gerðu þau það sama og hinn helmingurinn voru að gera í fyrsta tíma meðan að B hópurinn voru i dans, (held ég 😛 )

Í þriðja tíma skoðuðu þau blogg og fréttir

 

Fréttir :)

Gerðu keisaraskurð á górillu (myndbandið er ekkert spennandi)

Fílar bera kennsl á mannsraddir

Saga Evrópu á 3 mínútum og 23 sekúndum (Á þessu korti má sjá sögu Evrópu á síðustu þúsund árum, en það sést ekki í Ísland)

 

 Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Mbl.is

Pressan.is