Á hverju ári förum við í hlekk sem heitir Vísindavaka. Þetta ár (2015) er okkar seinasta Vísindavaka. Fyrsta daginn (Mánudaginn 05/01) fórum við í tölvustofuna og vorum að leita af tilraun til að framkvæma og sýna. Ég, Svava og Hrafndís vorum saman að taka upp tilraun
Miðvikudaginn 07/01 voru tveir tímar og við vorum ennþá meira að leita af tilraunum útaf við fundum ekki neina á mánudeginum. Loks fundum við tilraun sem heitir ‘Rósatilraun‘ hún virkar þannig að þú setur blóm í kalt vatn og setur svo matarlit í vatnið og bíður í klukkutíma og þá á liturinn á blóminu að breytast.
Fimmtudaginn 08/01 leituðum við af lögum til að setja við myndbandið okkar. Eftir skóla fórum við heim til Hrafndísar og framkvæmdum tilraunina. Okkur gekk vel að framkvæma og vinna saman
Vísindavaka er uppahæalds hlekkurinn minn og ég á eftir að sakna þennan hlekk þegar við förum í menntaskóla.
Hér er mynd af rósunum okkar sem við notuðum til að framkvæma (eftir að við biðum í klst)
Það kom ekki mikill litur á rósirnar eftir klst hjá okkur, þess vegna prófuðum við aftur og létum rósina bíða í einn sólahring
Mynd fyrir
Mynd eftir
Eins og sést þá sést liturinn mikið meira hér og við notuðum grænan matarlit þarna, og fyrsta framkvæmdin sem við gerðum sem var í klst notuðum við grænan og rauðan.
Afhverju gerist þetta?
Þetta gerist vegna þess að rósirnar draga upp í sig matarlitinn og þá verður hún eins litinn og matarliturinn
Hér er myndbandið okkur sem við stelpurnar gerðu
(við fundum tilraunina á aðganginum ‘BuzzFeedYellow’ )
Fréttir
Í kringum jörðina fyrir sólarorku
Líffæri ungabarns björguðu lífi tveggja
Heimildir
BuzzFeedYellow á youtube
Mbl.is