apr. 24th, 2015

Mánudaginn 13/04/15 var ekki tími vegna þess við leiklistarfólkið vorum að sýna leikritið fyrið krakkana :)

Miðvikudaginn 15/04/15 vorum við að klára hugtakið okkar sem við bjuggum til sjálf. Við vorum pöruð tvö og tvö saman og áttum að velja okkur eitt hugtak og skrifa svo á miða sem tengist hugtakinu okkar. Ég var með Hrafnhildi og við veldum okkur hugtakið Landslag. Þegar það kom af því að búa til hugtakakortið, þá unnum við ekki saman lengur, heldur að við áttum að vinna okkar eigin hugtakakort ein. Það gekk bara vel hjá okkur Hrafnhildi að finna orð til að skrifa á miða og það gekk bara ágætlega hjá mér að vinna hugtakakortið :)

Fimmtudaginn 16/04/15 var ekki tími vegna þess að við fórum í skíðaferð til Bláfjöll þann dag til föstudags :)

Landslag

  • Náttúra
  • Umhverfi
  • Maður
  • Listrænt
  • Fræðilegt
  • Fyrirbæri
  • Líf
  • Landslagsþáttun

Landslag á við sýnilegan hluta af yfirborði jarðar. Á Jörðinni er mjög breytilegt landslag eftir svæðum, t.d. jökulhettur á heimskautasvæðinu, hálent landslag, þurrar eyðimerkur, eyjur og strandmyndanir, þéttir, skógar, regnskógar og landbúnaðarsvæði í tempruðu hitabelti.