Mánudaginn 15/09 Var ég veik en hinir voru að skoða stöðvavinnu sem við gerðum í seinustu viku. Þau fóru líka í stutta kynningu um vistkerfi mannsins og áhrif okkar á umhverfið.

Miðvikudaginn 17/09 Var Gyða ekki við því hún átti afmæli :) við fengum verkefni og áttum að horfa á þrjú myndbönd (sem má finna hér) og fengum blöð sem við áttum að svara spurningum á

Fimmtudaginn 18/09 Var ekki skóli vegna þess það var foreldraviðtal.

 

 Fréttir

MAVEN komið á braut um Mars

Jörð skalf í Alaska

Heimildir

Náttúrfræðisíðan

Mbl.is

 

Við 10. bekkur fórum til Danmerkur 31 ágúst og komum heim 4 september. :)

Dýrin í Danmörku

 • Fiðrildin í Danmöku voru mikið stærri og flottari en á Íslandi og það voru líka fleiri litir á þeim
 • Hér á Íslandi eru þau lítil og brún
Sommerfugl 02

Hér er mynd af dönsku fiðrilidi

 

Hér er mynd af íslensku fiðrildi

Hér er mynd af íslensku fiðrildi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 • Hestar í Danmörku eru mjög líkir hestunum hér á Íslandi
 • Hestarnir í Danmörku eru mikið notaðir til sýnis
 • Hestarnir í Danmörku er sett kerru á þær og notað til að ferðast
 • Í Danmörku sáum við hesta á Strikinu með kerru fyrir aftan sig og maður var að stíra hestinum en hann sat ekki á honum
Hér er mynd af dönskum hesti

Hér er mynd af dönskum hesti

 

 

 

 

 

 

 

 

6329_img_5830-(medium)

Hér er mynd af íslenskum hesti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 • Íslenskir hestar eru meira notaðir til að smala og fara í hestaferðir með
 • Íslenskir hestar eru ekki mikið notaðir fyrir hestakerru

 

 • Á Íslandi eru engar Drekaflugur
 • Það eru Drekaflugur í Danmörku og þær eru frekar stórar 😛

Dragonfly_in_Denmark

 

 

 

 

 

 

 • Sniglarnir í Danmörku eru mikið stærri og lengri
 • Snigillinn sem við sáum í Danmörku var brúnn og með enga skél
 • Sniglarnir á Íslandi er mjög litlir og grá/brúnir á litinn
 • Snigillinn sem við sáum í Danmerku var mjög líkur þessum fyrir neðan, bara lengri
Hér er mynd af snigli í Danmörku

Hér er mynd af snigli í Danmörku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af íslenskum snigil

Hér er mynd af íslenskum snigil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég enda þetta með fróðlegri mynd af snigil :P

Ég enda þetta með fróðlegri mynd af snigil 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir

Nær jörðinni en tunglið

Þetta gæti gerst í Bárðartungu

Heimildir

Mbl.is

Pressan.is

 

Mánudaginn 5/05 – Vorum við að kynna veggspjöldin okkur sem við gerðum í seinustu viku um kynskjúkdóma, þegar það var búið áttum við smá tíma eftir, þannig að við fórum út og við áttum að taka sýni úr annað hvort Hellisholtalæk eða Litlu Laxá.

Þriðjudaginn 6/05 – Í fyrsta tíma var Gyða með fyrirlestur um frumdýr og þörunga, svo fórum við að taka sýnin sem við tókum í gær úr lækjunum og skoðuðum þau í smásjá í öllum þrem tímum, nema í þriðja tímanum máttum við ráða hvort við myndum halda áfram að skoða sýni eða fara niður í tölvustofu og gera skýrslu um þetta allt, en ég ákvað að halda áfram að skoða og skrá sýni

Fréttir

Conchita Wurst fyr­ir sjö árum

Sprakk á 10 km dýpi

Bjuggu til líf­veru með gervikjarn­sýru

Skipta augabrúnir máli?

Heimildir

Mbl.is

Bleikt.is

Náttúrufræðisíðan

 

Þriðjudaginn 22/04 – Byrjuðum við á nýjum hlekk í fyrsta tíma sem heitir ‘Líffræði’ og við fengum bókina ‘Lífheimurinn’ til að kíkja smá í :) Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga.

Í tíma tvö Gerðum við veggspjald um fjölbreytti lífvera, ég var með Hrafnhildi og Þórdísi. Við áttum að velja okkur átta lífverur og finna upplýsingar um þær og setja á plaggat.
Hér fyrir neðan er það sem við völdum:

 • Fiskur – Hornsíli
 • Sjávarspendýr – Höfrungur
 • Sjávarplanta – Grænþörungur
 • Fugl – Kría
 • Landspendýr – Minkur
 • Landplanta – Túnfífill
 • Smádýr á landi – Fiðrildi

Við áttum líka að gera smádýr í sjó en það var ekki nógu mikill tími eftir.

Mánudaginn 28/04 – Var Gyða mep fyrirlestur og við notuðum appið ‘Nearpod’

Þriðjudaginn 29/04 – í fyrsta tíma var Gyða að útskýra hvað við áttum að gera og setja okkur í hópa, ég var með Óskari og við áttum að veggspjöld um kynsjúkdóma og við vorum með Kláðamaur 

Hvað er Kláðamaur?

Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr sem lifir í húð manna. Þetta er algengur húðsjúkdómur um allan heim sem getur smitast við kynmök.

 

Fréttir

Mænusóttarfaraldur blasir við heimsbyggðinni

Tók „selfie“ í geim­göng­unni

Ísjaki stærð við Chicaco

Heimildir

Mbl.is

Mánudaginn 24/03 var Gyða með fyrirlestur um eðlisfræði og virkjanir. Við gerðum eins og seinasta mánudag, við skoðuðum glærurnar í appinu ‘Nearpod’ , ég, Svava og Viktor voru saman með iPad. í þessu appi skoðum við gærur og förum í quiz

Þriðjudaginn 25/03  Í fyrsta tíma kláruðum við glærurnar síðan á mánudeginum í frábæra appinu ‘Nearpod’ :) þá var ég bara með Svövu

Í öðrum tímanum skoðuðum við blogg hratt útaf við vorum að fara að gera glærur í hópavinnu, ég var með Óskari og við vorum með Hrauneyjafossvirkjun

Í þriðja tímanum héldum við áfram með glærurnar

 

Fróðleikur

 • Orka jarðar má rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki
 • Hitastigull á Íslandi 50 – 100 °C
 • Vatn er táknað H2O
 • Þekur um 70% af yfirborði jarðar
 • Fljótandi við stofuhita
 • Eðlismassi er háður hita og þrýstingi 1,00 g/ml

 

Fréttir

Mikil áhrif reykingabanns

Tæknin orðin hluti af lífsstíl fólks

 

Heimildir

 • Náttúrufræðisíðan
 • ‘Eðlisfræði’ glærur
 • Mbl.is

Mánudaginn 17 mars – Prófuðum við nýtt kerfi til að skoða glærur sem Gyða er með fyrirlestur um á mánudögum. Appið heitir Nearpod, þetta virkaði þannig að Gyða var með iPad sem að stjórnaði glærunum og sendi verkefni til okkar sem við áttum að vinna og senda til baka. Mér fannst mikið þægilegra að vera mep iPadana og flestum fannst það líka, ástæðan er að okkur finnst þetta þægilegra er örugglega útaf við höfum mikin meiri áhuga á iPödum og því tölvudóti 😛

Þriðjudaginn 19 mars – Fórum við í stöðvavinnu í tveimur fyrstu tímunum, ég var með Silju 

Þetta eru stöðvarnar sem voru í boði og þær sem eru með rautt letur, fórum við Silja í

 1. Google earth – verkefni Þjórsá
 2. Hulinskófir túndrunnar eftir Hörð Kristinsson Náttúrufræðingurinn 79. árg. 2010 bls. 111-117
 3. Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
 4. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða þrjú íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?  Nýleg frétt um þrjú ný svæði.
 5. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
 6. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)
 7. Vistkerfi Þjórsárvera.  Vistgerðir í Þjórsárverum, glósur, mynd um Þjórsárver sem sýnd var á mánudag og bækur til stuðnings. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi. Rústamýravist.
 8. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
 9. Eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni?  Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“. Vísindavefurinn 12.1.2006.http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
 10. Fléttur – hvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands
 11. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?

 

í seinni tímanum fór í að skoða blogg og fréttir 😀

 

Fréttir

Náttúruhamfarir af mannavöldum

Hversu margir stoppa og hjálpa týndu barni í Bretlandi?

 

Heimildir

Náttúrufræðisíðan

Mbl.is

Bleikt.is

 

 

Mánudaginn 10/03 var Gyða með fyrirlestur um líffræði og á meðan við vorum að hlusta á hana vorum við að skrifa glósur um hvað hún var að segja í þessum fyrirlestri :)

Fjallað var um…

 • Frumbjarga/Ófrumbjarga
 • Búsvæði
 • Vistkerfið
 • Fæðukeðjur
 • Fæðuvefi
 • Orkupíramíta
 • Jafnvægi í vistkerfi
 • Frumframleiðendur, sundrendur og neytendur

 

Þriðjudaginn 11/03 var ég ekki vegna þess ég var veik, en hinir krakkarnir gerðu þetta:

Í fyrsta tíma fóru A hópurinn í dans og hinn helmurinn voru að skoða Þjórsá inná Google Earth og voru að mæla hana frá kílómetrum

Í örðum tíma gerðu þau það sama og hinn helmingurinn voru að gera í fyrsta tíma meðan að B hópurinn voru i dans, (held ég 😛 )

Í þriðja tíma skoðuðu þau blogg og fréttir

 

Fréttir :)

Gerðu keisaraskurð á górillu (myndbandið er ekkert spennandi)

Fílar bera kennsl á mannsraddir

Saga Evrópu á 3 mínútum og 23 sekúndum (Á þessu korti má sjá sögu Evrópu á síðustu þúsund árum, en það sést ekki í Ísland)

 

 Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Mbl.is

Pressan.is

 

Mánudaginn 10/02 – Byrjuðum við á því að fá verkefni til baka, en ég var ekki þann dag sem hinir krakkarnir voru að gera verkefnið þannig að ég fékk ekki neitt 😛

Þriðjudaginn 11/02 – Í fyrsta tíma vorum við að horfa á krakkana keppa fyrir skólahreysti, um hver fer í skólahreysti.

Í næsta tíma var Gyða ekki en við vorum að svara þessum spurningum. Ég var með Hrafndísi og Sigurlaugu.

Í þriðja tíma fórum við í tölvuver og sumir voru að klára skýrslu fyrir Varmatilraunina sem við gerðum og hinir voru að blogga.

 

Fréttir

,,Ég sá barnið mitt brenna“

Stjörnunar fyrir og eftir lýtaaðgerðir

 12 látnir í óveðri í Japan

 

Heimildir

Mbl.is

Náttúrufræðisíðan

 

Mánudaginn 3 febrúar  vorum við að skoða blogg og fréttir :)

 

Þriðjudaginn 4 febrúar –  í fyrsta tíma vorum við að rifja upp hugtökin sem við lærðum í seinasta tíma og svo bættum við, við hugtök á hugtakakortið.

Næsta tíma vorum við að velja okkur tilraun sem við máttum finna út sjálf en við máttum líka bara gera einhverja sem við kunnum 😛 ég var með Hrafnhildi og Hrafndísi.
Tilrauninin var þannig að við settum matarsóda í blöðrur, sirka 1 desilíter og tilrauna glas með editki í :) til að tilraunin tengist varma þá þá settum við tilrauna glösin í misheit glös, eitt ískalt með klökum í, volgt og svo heitt :) matarsódin, edikið og vatnið átti að hafa áhrif á blöðrurnar, þær áttu að blásast upp :) og þær gerðu það 😀 tlraunin gekk vel og við skilum skýrslu í næstu viku

Þriðji tímin fór í það að horfa á myndband um varma og hita, svo fórum við niður í tölvuver og byrjuðum á skýrslunum :)

 

Fréttir :

11 látnir í Bangui eftir átök helgarinnar

Hvernig lítur hálft kíló af fitu út?

Risavaxin marglytta „mikilfenglegt dýr“

 

Heimildir:

Mbl.is

Bleikt.is

Náttúrufræðisíðan

Þriðjudaginn 21 janúar – Byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir ‘Eðisfræði’ :) Við byrjuðum tíman á því að ákveða hvað væri framundan og hvernig einkunirnar færu fram.

Gyða lét okkur svo fá glærur og var með glærurkynningu í tvo tíma

Þriðji tímin fór í það að við fórum í tölvurver og vorum að horfa á myndbönd um eðlisfræði, t.d. um varma og hita :)

tumblr_mzx3m9LIxq1qd8y55o1_500

 

 

 

 

 

 

 

Ég náði í þessa mynd á tumblr.com

 

Mismunandi form orku:

 • Hreyfiorka
 • Stöðuorka
 • Varmaorka
 • Efnaorka
 • Rafsegulorka
 • Kjarnorka

Eðli orkunnar:

 • Orka er skilgreind sem hæfni til að famkvæma vinnu
 • Orka er grunvallarstærð sem hvert eðlisfræðilegt kerfi hefur að geyma
 • Orka birtist í margvíslegum myndum
 • Dæmi hér fyrir neðan

 

PicMonkey Collagek

 

 

 

 

Fréttir

Snjallforrit gegn einelti

10 atriði sem eru öðruvísi í Bandaríkjunum en í öðrum löndum

 

 

Mig fannst þetta eitthvað flott 😛

 

Heimildir

Mbl.is

Pressan.is

—————————-

Myndin af eplinu – earthtimes.org
Fossinn – britainexpress.com
Bíllinn – Mbl.is

Ég setti myndirnar saman inná Picmonkey.com