Mánudagur 02.03.’15 Á mánudaginn var umfjöllun um lífríki Íslands og við fórum líka í Kahoot. Ég lenti í öðru sæti.

Miðvikudagur 04.03.’15 Á miðvikudaginn var Gyða ekki og Jóhanna var með okur í staðinn. Við fengum tímann tuil þess að læra undir samfélagsfræðipróf sem við áttum að fara í því að það var frestað skólahreysti.

Fimmtudagur 05.03.’15 Á fimmtudaginn var okkur skipt í hópa og ég var með Tobiasi, Silju og Hrafndísi. Við fórum út að taka myndir af hugtökum sem að við höfum lært í hlekknum. Við settum myndirnar inná facebook og fengum verkefni fyrir mánudaginn að like’a fjórar myndir sem voru ekki frá manni sjálfum. Svo áttum við að tagga okkur inná strumpa mynd sem Gyða var búin að seta inná facebook hópinn okkar. Ég var strympa.

 

Fróðleikur:

 

Sólarflugvél.

 

 

Mánudagur 23.02.’15 Á mánudaginn héldum við áfram að tla um spurningarnar sem eftir voru. Það var samt bara ein.  Svo fórum við í smá heimspeki og ræddum um nokkrar fullyrðingar sem sumar voru mjög asnalegar en aðrar ekki alveg jafn asnalegar. Svo settum við þær í tvo flokka: skynsemi og óskynsemi. En auðvitað var erfitt að setja sumt í  bara annan hvorn flokkin svo við ákvuðum að setja nokkra miða í miðjuna.  Þetta var mjög skemmtilgeur spjalltími sem fékk okkur til að hugsa um heiminn stærri augum.

Miðvikudagur 25.05.’15 Ég var ekki því skólabílarnir keyrðu ekki vegna veðurs en miðað vu það sem stendur á nátturufræði blogginu var fyrirlestratími um jarðfræði Íslands og svo nokkrar stöðvar um jarðfræði.

Fimmtudagur 26.02.’15 Við byrjuðum tímann á því að fá smá kynningu í nearpod en svo kom í ljós að við værum ekki með glærurnar úr kynningunni svo Gyða hætti við og fór að skoða blogg en eins og gengur og gerist á fimtudögum vorum við öll þreytt og pirruð og heilinn á allt öðrum stað en í skólanum. Þannig við fengum bara að fara út fyrr því ekkert gekk og allt var í rugli.

 

Ég hef engann fróðleik til að setja inn því ég lærði nákvæmlega ekkert nýtt í þessari viku, nema hvað Svava er með góðan tónlistarsmekk á nátturufræðilög.

Eldosið búið.

Haförn flaug inn í fjárhús.

Stormur í aðsigi.

Mánudagur 09.02.’15  Á mánudaginn var okkur skipt í fjögurra mann hópa og ræddum um Orku og framtíðuina sem mjög víð hugtök. Gyða sagði okkur líka að það er alþjóðlegt ár ljóssins núna í ár(2015). Í lok tímans fengum við tíma til þess að allir hóparnir myndu ræða saman um það sem þeir töluðu um sín á milli. Umræðan gekk mjög vel að mínu mati.

Ég var með Svövu, Sigurlaug og Óskari og við ræddum um:

 • Tænivæðingu yngri kynslóðarinnar.
 • Komandi tæknivæðingu næstu kynslóðar.
 • Mengun í framtíðinni
 • Gróðurhúsaáhrif
 • Áhrif gróðurhúsaáhrifa
 • Hvað við skiljum ekki hvað orka er vítt hugtak og hvernig orka er eiginlega allt
 • Hvernig við föttum ekki alveg hversu víð hugtökin sem við erum að læra hjá Gyðu eru. T.d. Umhverfi, náttura, orka, líf og þannig.

Miðvikudagur 11.02.’15  Á miðvikudaginn var smá kynning á segulorku og segulmagni og við horfðum líka á nokkur myndbönd frá kvistir vefnum á náms. Ég get samt því miður ekki sett link af því hérna inn því það þarf notendanafn og lykilorð og það þurrkaðist af hendinni minni áður en ég gat skrifað það á blað eða kíkt á fleiri myndbönd. Mér finnst að miðað við myndböndin sem við horfðum á í tímanum séu þessi myndbönd rosalega fróðleiksrík og þau hjálpa mér að skilja námsefnið mikið betur. Því ætla ég mér að nota þessi myndbönd mikið í framtíðinni. Svo gerðum við plaköt um hugtak að eigin vali. Ég var með Viktri í hóp og við gerðum rosa fínt bleikt plakat um rafafl.

Rafafl:

 • Rafafl er sú vinna sem er unnin á tilteknum tíma.
 • Rafafl(P) er mælt í wöttum(W)
 • Formúla rafafls er afl(P) = spenna(táknað V, mælt í voltum) x straumur(táknað I, mælt í amperum)

Fimmtudagur 12.02.’15  Á fimmtudaginn fengum við afhent heimaprófin okkar í eðlisfræði sem við áttum að skila á mánudeginum eftir. Svo fengu þeir sem ekki voru búnir að klára plakötin sín tíma til þess. Á meðan fengu hinir það skemmtilega verkefni að tak aniður gömul plaköt og týna af þeim kennaratyggjó. Það var augljóslega hápunktur dagsins. Svo kynntum við plakötin okkar flottu.

 

Fróðleikur:

 • Segulmagn var uppgötvað um 500 f.kr. í Magnesíu. Fyrsti áttavitinn var smíðaður af Kínverjum á 12.öld. Orsakast aaaf aðdráttar- og fráhrindikröftum sem tengjast því hvernig rafeindir hreyfast í efni.
 • Segulkraftur hagar sér eins og rafkraftur og er sterkastur næst endunum.Ósamstæð skaut(norður- og suðurskaut) dragast að en samstæð skaut(norður- og norðurskaut eða suður- og suðurskaut) hrinda frá. Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum og minnkar þegar fjær dregur.
 • Segulmagn er þegar rafeindir snúast um sjálfan sig. Paraðar rafeindir eyða áhrifum segulmagns.Segulmagn ræðst af röðun rafeinda innan efnisins.
 • Þegar að rafstraumur flytur eftir vír myndast segulkraftur utan um vírinn. Ef að vír er vafið um málm þá skiptir máli hversu margir vafningarnir eru = Því fleiri vafningar – Því sterkari segull.
 • Þegar að leiðari hreyfist í segulsviði flæða rafeindir um leiðarann og mynda rafstraum.Stefna straumsins er háð hreyfingu leiðarans i segulsviðinu og því sterkara sem segulsviðið er því sterkari er straumurinn.

Segulorka er notuð í ýmsum tækjum eins og

 • Áttavita
 • Segla á ískápa
 • Rafhreyfla
 • Síma
 • Dyrabjöllur.

 

 

Mánudagur 02.02.15 Ég var lasin en krakkarnir fræddust um tengimyndir og tengitákn, ræddu um hvað hliðtengt og raðtengt er. Lærðu einnig um viðnám og mismunandi gerðir að viðnámi.

Miðvikudagur 04.02.15 Ég var lasin aftur en krakkarnir horfðu á myndband frá MH(Því MH er augljóslega besti skólinn.) Svo fiktuðu þau líka aðeins með rafmagn eða semsagt mest um viðnám, raðtengt og hliðtengt. Það var leiðinlegt að missa af því vegna þess að ég held að það hefði hjálpað mér mikið með að skilja.

Fimmtudagur 05.02.15 Ég mætti í skólann á fimmtudeginum að minnsta kosti og það var bara próf strax. Það var alveg í lagi því ég vissi einhvað.

 

Fróðleikur úr glósum

Rafhleðsla og kraftur:

 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur og verkar milli einda sem bera gagnstæðar hleðslur(-&+).
 • kraftur sem ýtir í sundur kallast fráhrindikraftur og verkar á milli einda sem bera sams konar hleðslu(+&+ eða -&-).

Rafspenna:

 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind.
 • Því meiri spenna = því meiri orku fær hver rafeind = því eigi orku gefur rafeind frá sér = því meiri vinna er framkvæmd.
 • RAFSPENNA ER MÆLD Í VOLTUM(V)

Streymi rafmagns:

 • Rafstraumur er streymi rafeind eftir vír
 • Fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað á ákveðnum tíma.
 • því fleiri rafeindir = því hærri straumur
 • Rafstraumnur er mældur í amperum(A)
 • Rafstraumur er táknaður með I

Viðnám:

 • Mótstaða efnis gegn streymi rafmagns.
 • Mælt í ohm
 • Táknað með R

Straumrásir:

 • Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir
 • straumrás þarf að vera lokuð hringrás.
 • opin Straumrás ber ekki rafmagn
 • rofar opna eða loka straumrásum

Tengingar straumrása:

Raðtenging:

 • Rafeindir komast aðeins eina leið
 • ef einn hlekkur rofnar þá opnast öll straumrásin
 • ljósaseríur eru oftast raðtengdar

Hliðtenging:

 • Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir
 • Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar
 • Rafmagn á heimilum er hliðtengt

Lag um bylgjur

 

 

 

Gyða ætlaði að setja okkur inn í nýjan hlekk en gat það ekki þvi hún var ekki mestan partinn af vikunni.

Mánudagur 19.01.15 Gyða var ekki þannig við fengum að spjalla saman eða fara í tölvur.

Miðvikudagur 21.01.15 Það var ekki skóli vegna foreldraviðtala

Fimmtudagur 22.01.15 Loksins kom Gyða! Eg saknaði hennar mikið! Og við horfðum a þau vísindavökumyndbönd sem eftir voru.

Vikurnar 5.-15.jan vorum við í vísindavöku. Ég var í hóp með Sunnevu, Silju og Sigurlaug og við skiluðum okkar verkefni í myndbandsformi.

Tilraun:

Okkar tilraun var MJÖG  ógeðsleg en við suðum gos. Markmið tilraunarinnar var að athuga hvaða gos tæki stystan tíma að verða að sykurleðju. En það var appelsín.

Hvað fór útskeiðis ?

Pepsi og Appelsínið brann í lokin og það var alveg frekar mikið erfitt að þvo pottana því sykurinn varð svo harður. En ef að aður notar steinull og heitt vatn þá á það að verða auðveldara. Við þurftum líka að gera tilraunina tvisvar því að í fyrra skiptið höfðum við ekki nóg tíma. Sunneva var líka veik svo hún gat því miður ekki framkvæmt tilraunina með okkur en hún tók samt mjög virkan þátt í skipulagi og að skrifa niður punkta og þannig. Samt voru engin tæknivandræði í fyrsta skiptið örugglega nokkurn tíman hjá mér. Sem betur fer.

Forrit og heimildir:

Við notuðum iMovie í ipad en höfðum bara séð myndir og myndbönd á allskonar stöðum svo við eiginlega vorum ekki með neina heimild nema hugmyndabankann okkar.

Myndbandið okkar :)

Mánudagur 20.10.14 Á mánudaginn var Gyða að fara yfir glærur og skrifaði dæmi á töfluna til að hjálpa okkur að skilja mikilvægustu glósurnar sem að við auðvitað áttum að merkja við. 

Miðvikudagur 22.10.14 Á miðvikudaginn var aftur stöðvavinnas em var mjög gott því það er miklu auðveldara að skilja hlutina þannig en í staðinn fyrir að sitja, hlusta og skrifa allan tímann. Ég vann ein og gerði ýmis verkefni um til dæmis arfgerðir, skiptingu kynfruma og fjölbreytni. 

Fimmtudagur 23.10.14 Á fimmtudaginn gerðum við öll saman á töfluni eitt af verkefnunum sem hafði verið auka í stöðvavinnunni daginn áður. Það verkefni var um eyrnasnepla, tungur og litblindu(hehe)

Fréttir

Bólusetja kóalabirni við klamydíu

 

13.10.14 mánudagur Á mánudaginn var fyrirlestur um erfðafræðihugtök og  lögmál erfðafræðinnar. Við áttum að skrifa niður á hugtakakortið og glósur en ég var ekki í tímanum svo ég gat það því miður ekki.  Þessi fyrirlestur var samt mjög mikilvægur.

15.10.14 miðvikudagur Á  miðvikudaginn var stöðvavinna í erfðafræði um DNA og gen að mestu leiti. Ég var með Svövu í hóp. Við fórum ekki á margar stöðvar en lærðum samt sem áður mikið á þeim stöðvum sem að við fórum. Ég fór á stöðvarnar sem eru bláar á litin.

 1. Tölva – íslensk erfðagreining fræðsluefni
 2. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 3. Teikning – DNA sameindin.
 4. Verkefni – punnett squares  -og hér og hér og jafnvel hér
 5. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum – krossglíma
 6. Verkefni – spjöld og hugtök
 7. Tölva – DNA myndun
 8. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 9. Tölva – paraðu saman
 10. Verkefni – svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Lifandi vísindi DNA geymslur framtíðar

16.10.14 fimmtudagur Á fimmtudaginn fórum við yfir blogg og skoðuðum fréttir.

 

fréttir og myndbönd

meiosis myndband

mitosis myndband

erfðir skipta máli varðandi kynheigð

 

mánudagur 15.09.14  Á mánudaginn var ég veik en krakkarnir voru í glærunum.

miðvikudagur 17.09.14 Á miðvikudaginn var Gyða ekki svo við fórum í tölvufer, horfðum á myndbönd og svöruðum spurningum uppúr þeim. Myndböndin voru meðal annars um gróðurhúsaáhrifin, ósonið, lofthjúpin og kolefnishringrásina.

                   myndböndin 

fimmtudagur 18.09.14 Á fimmtudaginn var enginn skóli vegna foreldraviðtala.UN-climate_BLK-video

 

fréttir

vætutíð á íslandi vegna gróðurhúsaáhrifa

vatnajökull verður af mörgum litlum jöklum(gömul frétt)

 

 

                                                                                                                                     Ísland árið 2050

Dýralíf :

 • Við sáum mjög stóra snígla. Ég hef aldrei séð svona stóra á íslandi og  það er ógeðslegt að snerta þá því það er erfitt að þrífa slímið af og það er fast lengi.(Mynd sem ég tók sjálf)
 • Geitungarnir þar eru fleiri og árásagjarnari.
 • Ég sá heldur engar húsaflugur
 • Við sáum líka Dádýr.
 • Það eru líka mjög litrík fiðrildi þar sem eru stærri en þau á Íslandi.
 • Hestarnir sem við sáum voru mjög stórir og stæltir og kunna ekki að tölta.

10695076_815404055171649_185322600_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Plöntur:

 • Mikið af eplatrjám út um allt. En eplin eru mjög súr  en samt góð.
 • Mikið af hengitrjám
 • Það er líka mikið af klifurplöntum t.d. utan á húsum.

Landslag og vatn:

 • Danmörk er svaka flatt land alla vegana miðað við Ísland
 • Sumum í hópnum fannst vatnið vont því það var þykkra en það sem við erum vön en mér fannst það bar mjög gott. Fyrir utan að þaðkom ekki kalt vatn úr krönunum.

10682782_815404518504936_1618004703_o

 

 

 

 

 

 

 

 

P.s. Takk fyrir myndina Þórdís

Heimildir:

það sem ég sá og vissi :)