nov, 2012

Á mánudaginn : Á mánudaginn vorum við að vinna í vinnublaði sem hét Lotukerfið og þar átti maður að svara allskonar spurningum og setja inn hve margar rafeindir.

Á þriðjudaginn : Á þriðjudaginnvoru 3 bæklingar kynntir og þar á meðal minn.Minn var um kvikasilfur sem að hefur sætistöluna 80 og hefur efnatáknið Hg.Svo var það Anítu bæklingur og Antons.

Á miðvikudaginn :Á miðvikudaginn var bara einn tími og í honum voru allir himir bæklingarnir nema 2 þvím að það var ekki tími en ég gleymdi að skrifa að Gyða skipti í 4.hópa og þannig átti maður að meta hina krakkana.Svo í seinni tímanum kom tannfræðingur og sýndi okkur glærusýningu og talaði við okkur um tennur og tannhirðu og svo l´æet hún okkur taka eitthverja könnun sem að er verið að taka í Norðurlöndunum hjá krökkum í grunnskólum.Svogaf hún okkur eitthvað blað um tennur og líka eina litatöflu og einnota tannþráð

 

.

 

fréttir og meira skemmtilegt 😀 😉

búin að finna Jólastjörnuna 2012

barn se var útskurðað látið í móðurkviði fæddist lifandi

 

Í haust byrjuðum við í mannréttindafræðslu og við fórum yfir mannréttindi og forrétindi

Mannréttindi : Mannréttindi eru að fá að ganga í skóla og fá væntumþykju.Það eru 16.málefnaflokkar þeir eru –

*Almenn Mannréttindi.

* Börn.

*  Borgarvitund.

*  Lýðræði.

*  Mismunun og útlendingarhatur.

*  menntun.

*  Umhverfismál.

*  Jafnréttindi kynjana.

*  Hnattvæðing.

*  Heilbrigði.

*  Mannöryggi.

*  Flölmiðlar.

*  Friður og Ofbeldi.

*  Fátækt.

*  Félagsleg réttindi .

*  Íþróttir.

Við fórum líka í tölvur og skoðuðum Barnsáttmálann og töluðum um eitthvað svoleiðis dót.

 

 

Forréttindi :

Forréttindi eru að fara í Bíó og Leikhús fá að fara eitthvert svoleiðis en það er ekki brot á Mannréttindum að meiga ekki gera þetta.

Við spiluðum líka Olsen Olsen þar sem að eitthverjir voru eitthvað að svindla eða tapsár eða bara leika eitthver hlutverk en hinir vissu það ekki og þetta var gert til að gá hvernig við myndum bregðast við hvernuig hinir létu og svo þegar að spilið var búið sagði hún okkur frá hlutverkunum.Svo í öðrum tíma var parað okkur í hópa og ég var með Patryki í hóp og við áttu að skiptast á að láta binda fyrir augun á okkur og svo áttum við að geta treyst hinum og hann átti að leiða hann eða stýra honum útum skólann og líka fara með hann út og segja honum hvenar hann væri að klessa á og bhvenær það væri stígi.Og það var mjög gaman.

Aníta Hrund

fhklsajdhfjkhsld

Mánudagur 29.10.12 : Á mánudaginn vorum við í stofunni og vorum að skoða glærur og áttum að skoða blogg enn það var enginn tími við skoðuðum fréttir og töluðum um Sandy.Hér er mjög skemmtileg síða sem að maður gat séð Sandy úr geimnum.

Þriðjudagur 30.10.12 : Á þriðjudaginn vorum við í tölvuverinu og gerðum bæklinginn minn bæklingur er um Kvika silfur sem hefur efnatáknið Hg.Kvikasilfur er hliðarmálmur og er heilaskaðandi ef að þú snertir kvikasilfrið.Kvikasilfur er t.d í hitamælum eða gömlu ekki svona nýlegum sem eru tæknilegri.

Miðvikudagur  31.10.12 . Á miðvikudaginn  var  stöðvavinna en ég var ekki en í tímanum var þetta í boðia :

 • Athugun að laga te

 • Verkefni 1, 2, 3 og 4 bls. 9-12 Efnisheiminum

 • Tölva phet forrit efnasambönd mólikúl

 • Athugun af hverju kemur móðan?

 • Athugun hvað er kertalogi?

 • Verkefni 5-8 bls. 13 Efnisheiminum

 • Mólikúl – sameindir og efnasambönd- byggja og teikna

 • Tölvustöð phet forrit um eðlismassa  Fiktið svolítið í forritinu.

  • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?

  • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?

  • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?

  • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?

  • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa ?

En ég var ekki svo að ég gat ekki gert þetta svo ég get ekki skrifað meira um etta 😉

Fréttir og allskonar skemmtilegt :