Okt, 2013

Mánudagur 07.10.13 : Á mánudaginn var fyrirlestratími og við vorum bara að bæta inná hugtakakortið okkar og svo það sem eftir var af tímanum fórum við yfir blogg :)

Fróðleikur af hugatakakorti :

Hryggdýr :

 • Burðarsúla(hryggur)
 • Innri stoðgrind
 • lokaða blóðrás
 • geta haft bæði misheitt og jafnheitt blóð
 • flokkar :fiskar(beinfiskar, brjóskfiskar og langkjálkar.), froskdýr,skriðdýr, fuglar og spendýr.

 

 

Þriðjudagur 08.10.13 : 1 og 2 tími :Við vorum í mjög spennandi nátturufræðitíma en það var krufning við vorum að kryfja rottu. Rottan var ræktuð á tilraunastofu og var albinói hún var semsagt hvít með rauð augu. Okkar rotta var kvenkyns. Ég var með Hrafndísi og Hrafnhildi í hóp.

3 tími : Við vorum eins og vanalega í tölvuveri að vinna í ritgerð en auðvitað þurfti eitthvað að gerast svo að öll ritgerðin mín eyddist :(

 

Fréttir :)

járnmenn í bandaríkjaher

„Varaði mig við því að til stæði að sprengja flugvélina sem ég átti að fara með“

fyrsta snjallúrið lent á Íslandi

Piltur vopnaður hnúajárni ógnaði öryggisvörðum í Kringlunni

Frummenn notuðu tannstöngla

Mánudagur  30.09.13 : Á mánudaginn var fyrirlestratími. Það var fyrirlestur um liðdýr og Ingibjörg Stefánsdóttir Kennari frá Grundaskóla Akranesi. Við skoðuðum líka rosa flottar myndir af pöddum ( hér )

Fróðleikur úr glærum :

 •  Sú fylking dýraríkisins sem státar af flestum tegundum.
 • Lifa nánast hvarvetna á jörðinni ;í lofti, á landi, í fersku vatni og sjó.
 • Liðdýr hafa ytri stoðgrind úr kítíni, liðskiptan líkama og útlimi með liðamótum.
 • Ytri stoðgrindin eða skurnin stækkar ekki með lífverunni og verður lífveran því að kasta henni af sér öðru hverju. Í þeim hamskiptum er dýrið berskjaldað
 • Helstu hópar liðdýra eru : krabbadýr, fjölfætlur, áttfætlur og skordýr.

Krabbadýr :

 • lifa í fersku vatni eða sjó
 • undir skurninni eru tálkn sem dýrin anda með.
 • hafa tvö pör fálmara – skynfæri
 • Geta látið sér vaxa glataðan líkamshlut s.s. kló
 • Dæmi : Krabbaflær, stökkkrabbar og vatnaflær

Áttfætlur :

 • Helstu hópar : Köngulær, langfætlur, sporðdrekar og mítlar
 • líkami þeirra skiptist í frambol og afturbol.
 • á afturbol eru átta fætur
 • Köngulær hafa átta depilaugu á frambol.
 • Eru öflug rándýr. Sumar tegundir köngulóa sitja fyrir bráð sinni og stökkva á hana, aðrar spinna límkenndan þráð úr spunavörtu á afturbol.
 • lama bráð nsína með eitri
 • Mílar eru smáar áttfætlur. T.d. rykmaurar, Heymaurar og blóðmúitlar.

Fjölfætlur :

 • Samheiti yfir tvo hópa liðdýra, margfætlur og þúsundfætlur.
 • „ormar mepð fætur“
 • margfætlur hafa eitt fótapar á hverjum  lið
 • þúsundfætlur hafa tvö pör.
 • Þúsundfætlur eru plöntuætur en margfætlur eru rándýr með eiturspúandi kló.