Mánudagur 03.02.14 : Á mánudaginn skoðuðum við blogg. í þetta skiptið þurftum við ekki að kynna bloggið sjálf. Það fannst mér þægilegra. Venjulega er skoðað blogg á þriðjudögum en við þurftum að nota tímann á þriðjudeginum í tilraun og þess vegna kynntum við bloggið á mánudaginnn.
Þriðjudagur 04.02.14 : Við kláruðum að fara yfir nokkur blogg og fórum aftur yfir aðal hugtökin í þessum hlekk og bættum inn á hugtakakortið. Svo gerðum við tilraun. Þessi tilraun var öðruvísi en allar aðrar sem að við höfum gert, því að við áttum að búa til tilraunina sjálf. Ég var með Svövu og Þórdísi í hóp og við tókum fjögur glös og settum eitt í sokk eitt í klaka eitt í álpappír og settum eitt í ekki neitt. Svo settum við heitt vatn í glösin og mældum hitann á mismunandi tímapunktum og sáum þannig í hvaða glasi vatnið kólnaði hraðast. Það kólnaði auðvitað hraðast í klakaglasinu. Svo í seinasta tímanum fengum við að gera skýrsluna í tölvuveri. Við gátum samt ekki sett inn myndir því að við gleymdum að taka þær Við skiptum milli okkar verkum og sentum okkur okkar part af skýrsluni svo að við gætum klárað hana heima. Ég átti að sjá um niðurstöður.
Fréttir og lag
Gervihönd sem skynjar lögun og áferð(myndband)
Yfirburðir Liverpool algjörir(langaði bara að seta þetta inn því að Liverpool eru bestir)
lag um varma (the lazy song-Bruno Mars)