Vísindavaka

0

Vikurnar 5.-15.jan vorum við í vísindavöku. Ég var í hóp með Sunnevu, Silju og Sigurlaug og við skiluðum okkar verkefni í myndbandsformi.

Tilraun:

Okkar tilraun var MJÖG  ógeðsleg en við suðum gos. Markmið tilraunarinnar var að athuga hvaða gos tæki stystan tíma að verða að sykurleðju. En það var appelsín.

Hvað fór útskeiðis ?

Pepsi og Appelsínið brann í lokin og það var alveg frekar mikið erfitt að þvo pottana því sykurinn varð svo harður. En ef að aður notar steinull og heitt vatn þá á það að verða auðveldara. Við þurftum líka að gera tilraunina tvisvar því að í fyrra skiptið höfðum við ekki nóg tíma. Sunneva var líka veik svo hún gat því miður ekki framkvæmt tilraunina með okkur en hún tók samt mjög virkan þátt í skipulagi og að skrifa niður punkta og þannig. Samt voru engin tæknivandræði í fyrsta skiptið örugglega nokkurn tíman hjá mér. Sem betur fer.

Forrit og heimildir:

Við notuðum iMovie í ipad en höfðum bara séð myndir og myndbönd á allskonar stöðum svo við eiginlega vorum ekki með neina heimild nema hugmyndabankann okkar.

Myndbandið okkar :)

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *