Feb, 2015

Mánudagur 09.02.’15  Á mánudaginn var okkur skipt í fjögurra mann hópa og ræddum um Orku og framtíðuina sem mjög víð hugtök. Gyða sagði okkur líka að það er alþjóðlegt ár ljóssins núna í ár(2015). Í lok tímans fengum við tíma til þess að allir hóparnir myndu ræða saman um það sem þeir töluðu um sín á milli. Umræðan gekk mjög vel að mínu mati.

Ég var með Svövu, Sigurlaug og Óskari og við ræddum um:

 • Tænivæðingu yngri kynslóðarinnar.
 • Komandi tæknivæðingu næstu kynslóðar.
 • Mengun í framtíðinni
 • Gróðurhúsaáhrif
 • Áhrif gróðurhúsaáhrifa
 • Hvað við skiljum ekki hvað orka er vítt hugtak og hvernig orka er eiginlega allt
 • Hvernig við föttum ekki alveg hversu víð hugtökin sem við erum að læra hjá Gyðu eru. T.d. Umhverfi, náttura, orka, líf og þannig.

Miðvikudagur 11.02.’15  Á miðvikudaginn var smá kynning á segulorku og segulmagni og við horfðum líka á nokkur myndbönd frá kvistir vefnum á náms. Ég get samt því miður ekki sett link af því hérna inn því það þarf notendanafn og lykilorð og það þurrkaðist af hendinni minni áður en ég gat skrifað það á blað eða kíkt á fleiri myndbönd. Mér finnst að miðað við myndböndin sem við horfðum á í tímanum séu þessi myndbönd rosalega fróðleiksrík og þau hjálpa mér að skilja námsefnið mikið betur. Því ætla ég mér að nota þessi myndbönd mikið í framtíðinni. Svo gerðum við plaköt um hugtak að eigin vali. Ég var með Viktri í hóp og við gerðum rosa fínt bleikt plakat um rafafl.

Rafafl:

 • Rafafl er sú vinna sem er unnin á tilteknum tíma.
 • Rafafl(P) er mælt í wöttum(W)
 • Formúla rafafls er afl(P) = spenna(táknað V, mælt í voltum) x straumur(táknað I, mælt í amperum)

Fimmtudagur 12.02.’15  Á fimmtudaginn fengum við afhent heimaprófin okkar í eðlisfræði sem við áttum að skila á mánudeginum eftir. Svo fengu þeir sem ekki voru búnir að klára plakötin sín tíma til þess. Á meðan fengu hinir það skemmtilega verkefni að tak aniður gömul plaköt og týna af þeim kennaratyggjó. Það var augljóslega hápunktur dagsins. Svo kynntum við plakötin okkar flottu.

 

Fróðleikur:

 • Segulmagn var uppgötvað um 500 f.kr. í Magnesíu. Fyrsti áttavitinn var smíðaður af Kínverjum á 12.öld. Orsakast aaaf aðdráttar- og fráhrindikröftum sem tengjast því hvernig rafeindir hreyfast í efni.
 • Segulkraftur hagar sér eins og rafkraftur og er sterkastur næst endunum.Ósamstæð skaut(norður- og suðurskaut) dragast að en samstæð skaut(norður- og norðurskaut eða suður- og suðurskaut) hrinda frá. Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum og minnkar þegar fjær dregur.
 • Segulmagn er þegar rafeindir snúast um sjálfan sig. Paraðar rafeindir eyða áhrifum segulmagns.Segulmagn ræðst af röðun rafeinda innan efnisins.
 • Þegar að rafstraumur flytur eftir vír myndast segulkraftur utan um vírinn. Ef að vír er vafið um málm þá skiptir máli hversu margir vafningarnir eru = Því fleiri vafningar – Því sterkari segull.
 • Þegar að leiðari hreyfist í segulsviði flæða rafeindir um leiðarann og mynda rafstraum.Stefna straumsins er háð hreyfingu leiðarans i segulsviðinu og því sterkara sem segulsviðið er því sterkari er straumurinn.

Segulorka er notuð í ýmsum tækjum eins og

 • Áttavita
 • Segla á ískápa
 • Rafhreyfla
 • Síma
 • Dyrabjöllur.

 

 

Mánudagur 02.02.15 Ég var lasin en krakkarnir fræddust um tengimyndir og tengitákn, ræddu um hvað hliðtengt og raðtengt er. Lærðu einnig um viðnám og mismunandi gerðir að viðnámi.

Miðvikudagur 04.02.15 Ég var lasin aftur en krakkarnir horfðu á myndband frá MH(Því MH er augljóslega besti skólinn.) Svo fiktuðu þau líka aðeins með rafmagn eða semsagt mest um viðnám, raðtengt og hliðtengt. Það var leiðinlegt að missa af því vegna þess að ég held að það hefði hjálpað mér mikið með að skilja.

Fimmtudagur 05.02.15 Ég mætti í skólann á fimmtudeginum að minnsta kosti og það var bara próf strax. Það var alveg í lagi því ég vissi einhvað.

 

Fróðleikur úr glósum

Rafhleðsla og kraftur:

 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur og verkar milli einda sem bera gagnstæðar hleðslur(-&+).
 • kraftur sem ýtir í sundur kallast fráhrindikraftur og verkar á milli einda sem bera sams konar hleðslu(+&+ eða -&-).

Rafspenna:

 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind.
 • Því meiri spenna = því meiri orku fær hver rafeind = því eigi orku gefur rafeind frá sér = því meiri vinna er framkvæmd.
 • RAFSPENNA ER MÆLD Í VOLTUM(V)

Streymi rafmagns:

 • Rafstraumur er streymi rafeind eftir vír
 • Fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað á ákveðnum tíma.
 • því fleiri rafeindir = því hærri straumur
 • Rafstraumnur er mældur í amperum(A)
 • Rafstraumur er táknaður með I

Viðnám:

 • Mótstaða efnis gegn streymi rafmagns.
 • Mælt í ohm
 • Táknað með R

Straumrásir:

 • Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir
 • straumrás þarf að vera lokuð hringrás.
 • opin Straumrás ber ekki rafmagn
 • rofar opna eða loka straumrásum

Tengingar straumrása:

Raðtenging:

 • Rafeindir komast aðeins eina leið
 • ef einn hlekkur rofnar þá opnast öll straumrásin
 • ljósaseríur eru oftast raðtengdar

Hliðtenging:

 • Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir
 • Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar
 • Rafmagn á heimilum er hliðtengt

Lag um bylgjur