Eðlisfræði vika 2

0

Mánudagur 02.02.15 Ég var lasin en krakkarnir fræddust um tengimyndir og tengitákn, ræddu um hvað hliðtengt og raðtengt er. Lærðu einnig um viðnám og mismunandi gerðir að viðnámi.

Miðvikudagur 04.02.15 Ég var lasin aftur en krakkarnir horfðu á myndband frá MH(Því MH er augljóslega besti skólinn.) Svo fiktuðu þau líka aðeins með rafmagn eða semsagt mest um viðnám, raðtengt og hliðtengt. Það var leiðinlegt að missa af því vegna þess að ég held að það hefði hjálpað mér mikið með að skilja.

Fimmtudagur 05.02.15 Ég mætti í skólann á fimmtudeginum að minnsta kosti og það var bara próf strax. Það var alveg í lagi því ég vissi einhvað.

 

Fróðleikur úr glósum

Rafhleðsla og kraftur:

 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur og verkar milli einda sem bera gagnstæðar hleðslur(-&+).
 • kraftur sem ýtir í sundur kallast fráhrindikraftur og verkar á milli einda sem bera sams konar hleðslu(+&+ eða -&-).

Rafspenna:

 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind.
 • Því meiri spenna = því meiri orku fær hver rafeind = því eigi orku gefur rafeind frá sér = því meiri vinna er framkvæmd.
 • RAFSPENNA ER MÆLD Í VOLTUM(V)

Streymi rafmagns:

 • Rafstraumur er streymi rafeind eftir vír
 • Fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað á ákveðnum tíma.
 • því fleiri rafeindir = því hærri straumur
 • Rafstraumnur er mældur í amperum(A)
 • Rafstraumur er táknaður með I

Viðnám:

 • Mótstaða efnis gegn streymi rafmagns.
 • Mælt í ohm
 • Táknað með R

Straumrásir:

 • Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir
 • straumrás þarf að vera lokuð hringrás.
 • opin Straumrás ber ekki rafmagn
 • rofar opna eða loka straumrásum

Tengingar straumrása:

Raðtenging:

 • Rafeindir komast aðeins eina leið
 • ef einn hlekkur rofnar þá opnast öll straumrásin
 • ljósaseríur eru oftast raðtengdar

Hliðtenging:

 • Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir
 • Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar
 • Rafmagn á heimilum er hliðtengt

Lag um bylgjur

 

 

 

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *