Maí 16

Bully

Við horfðum á Bandarískumyndina Bully í Mannréttindafræðslu.  Í myndinni er fjallað um nokkra unglinga og eða fjölskyldur þeirra sem eru eða voru lögð í einelti.  Til dæmis er fjallað um líf fjölskyldu Tyler sem að fyrirfór sér vegna eineltis.  Hann hengdi sig inn í skápnum í herberginu sínu og foreldrar hans og litli bróðir fundu hann.  Síðan var stelpa sem var samkynhneigð og bjó í biblíubeltinu og hún og foreldrar hennar urðu fyrir miklu einelti.  Hún vildi ekki flytja því þá myndu þau vinna en það endaði með því að ekkert annað kom til greina því það þurfti fleiri en aðeins einn til þess að breyta þessu.  Ein stelpan var í unglinga fangelsi vegna þess að hún fór með byssu mömmu sinnar í skólann vegna hún var lögð í svo hart einelti að henni langaði bara að þetta myndi hætta.  Svo var strákur sem var lagður í einelti vegna útlits.  Það var mikið lagt hann í einelti í skólabílnum og einnig í skólanum.  Það var líka fjallað um aðra fjölskyldu sem að missti barnið sitt sem fyrirfór sér vegna eineltis.  Mér fannst þetta mjög góð mynd og ég held að hún hafi opnað augu fólks sem leggur í einelti og einnig fleirra.

Posted in Mannréttindi | Leave a comment
apr. 24

15. – 17. apríl

Á mánudaginn kláraði Gyða fyrirlesturinn um æxlun.  Á þriðjudaginn vorum við að vinna í stöðvavinnu.  Ég var með Gullu í hóp, við fórum á nokkrar stöðvar t.d. á einni stöðinni áttum við að skoða fingraför og reyna að finna hver ætti eitt fingrafarið sem ekkert nafn var undir.  Síðan fórum við á stöð sem fjallaði um hvernig augað bregst við birtu.  Að lokum fórum við á stöð sem að fjallaði um jafnvægið þá settist gulla í stól og ég snéri henni í marga hringi þangað til hún varð frekar ringluð og þá átti hún að labba eftir beinni línu og það gekk bara ágætlega.  Á miðvikudaginn var Gyða ekki en við vorum að vinna i verkefninu þar sem hver og einn átti að velja sér eitt efni til þess að skrifa um og ég er að skrifa um orku.  Verkefnið þarf að komast fyrir á 1 A4 blaði.

Hvernig egg fruma og sáðfruma hittast 

Hvernig augað virkar

Posted in Náttúrufræði | 2 Comments
apr. 16

8-10 apríl

Á mánudaginn var fyrirlestrar tími um æxlunarkerfið.  Á þriðjudaginn fórum við út í stöðvavinnu, ég var með Þresti í hóp og okkur gekk nokkuð vel.  Stöðvarnar sem við fórum í voru  =

 • Blindi punkturinn –
  þar áttum við að finna blinda punktinn hjá hvoru öðru í ákveðnum fjarlægðum og sjá hversu langur hann væri og hvernig hann stækkaði því lengra sem farið var í burtu
 • Spenna í vöðvum –
  Við áttum að standa í dyrakarm og þrýsta handarbökunum í hliðarnar í 3 mín sem að var frekar erfitt og þegar við slepptum þá lyftust hendurnar upp sjálfkrafa.  En það var vegna spenning sem hafði myndast í vöðvunum.
 • Öndun –
  Þar átti annar hvort okkar að halda niðri í sér andanum og hinn taka tíman.  Svo átti manneskjan að hlaupa og halda niðri í sér andanum og bera saman tíma
  Að lokum þegar manneskjan var orðin alveg eðlileg ( ekki lengur þreytt ) átti hún að anda í bréfpoka og halda svo niðri í sér andanum

Því miður er ég ekki með neinar niðustöður vegna þess að við skiluðum Gyðu öllum blöðum. :S

Hérna er fróðleikur um það sem við vorum að læra um i fyrirlestratímanum.

 • Fjölgun lífvera fer fram með æxlun, kynlausri og kynæxlun
 • Kynlausæxlun er
  -Frumuskipting (mítósa)
  -Knappskot
  -Gróæxlun
  -Vaxtaæxlun
  -Klónun
 • Kynæxlun er
  -Karlkyn og kvenkyn
  -Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
  -Samruni litninga úr tveimur einstaklingum
 • Líffæri æxlunarkerfisins eru
  -Kynkirtlar
  -eistu og eggjastokkar
  -Rásir
  -flytja og geyma kynfrumurnar
  -Aukakritlar
  – mynda ýmis efni fyrir kynfrumurnar
  -Stuðningslíffæri
  -t.d. getnaðarlimur og leg

Mynd

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
apr. 09

3.4

Í þessari viku kláruðum við seinustu glærukynningarnar og svo vorum við í leikjum á netinu.  Hér er linkur af þeim.  Í þessum leikjum átti maður t.d. að raða upp líffærum eða beinum.  Ég lærði mikið á því að vera í þessum leikjum einnig voru þeir bara frekar skemmtilegir.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/03/07/greina_krabbamein_med_ondunarmaeli/

Ég fann þessi video hér sem eru mjög sniðug.  Þetta eru bara 2 af mörgum

http://www.youtube.com/watch?v=nXB3YH7aTEs

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 19

Skilningarvitin #3 13.3

Í þessari viku vorum við að leggja loka hönd á glærusýninguna okkar.  En á miðvikudaginn var skólahreysti svo við misstum af einum tíma en gátum nýtt hina þrjá (einn á mánudaginn og tveir á þriðjudaginn)

Bragðskynfæri
Það eru um 10.000 bragðlaukar í munni, þessir bragðlaukar eru bragðskynfæri líkamans.  Bragð er að fjórum grunngerðum salt, súrt, sætt og beiskt.  Bragðlaukarnir eru flestir á tungunni en einnig finnast bragðlaukar í gómi og koki.  Frumurnar sem finna bragð eru ummyndaðar þekjufrumur með skynhárum.

Ilmskyn
Ilmskyn hefur mikil áhrif á bragðskynið okkar.  Ilmskynið okkar er þó mun næmara en bragðskynið samt er ilmskyn okkar sé óþroskað miðað við ilmskyn margra dýra.  Samt getum við aðgreint þúsundir ilmgerða.  Sameindir berast út í andrúmsloftið frá efnum sem lykta.

Þegar við öndum að okkur ilmefnum komast þau í snertingu við tvö fiturík svæði efst í nefholi þar eru ilmskynfærin sem eru ummyndaðir taugungar með skynhárum.  Þau eru aða ótal gerðum og hver þeirra greinir ákveðna lykt.  Upplýsingarnar úr nefi og munni sendast til heila og þess vegna finnum við bragð og lykt.  Þó að ilmskyn mannsins sé takmarkað miðað við ýmsar lífverur er það þeim þó nauðsynlegt til að greina ætt frá óætu og vara við hættum.  Þessi skynfæri hafa líka áhrif á andlega líða og skaphöfn mannsins.

mynd

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 12

Skilningarvitin #2 6.3

Í þessari viku byrjuðum við á glærunum.  Okkur gengur nokkuð vel.  Við erum komin vel af stað og í næstu viku þurfum við að klára og ég er bara nokkuð bjartsýn.  Ég myndi segja að við séum tæplega hálfnuð og við náðum að vinna nokkuð vel saman.

Augað og sjónin

Flestir treysta helst á sjónina af öllum skilningarvitum.  Með sjóninni getum við séð hversu stór hlutir eru og hvernig áferð þeirra er.  Getur dæmt um hvort hlutur sé hættulegur og hvort hann sé langt í burt eða nálægt.  Um það bil 70 % af öllum nemum líkamanns eru saman komnir í augunum. Þessir nemar senda boð til heilans þar sem unnið er úr þeim. Síðan er það háð samhengi hlutana hver skynjunin er. Engar tvær manneskjur skynja sama hlutinn nákvæmlega eins.

 

Augað getur virkað mjög svipað og linsukerfi í myndavél.  Fremst er gagnsær gluggi eða glæra og þar safnast ljósgeislar saman frá hverju því sem horft er á.  Aftan við glæruna er augnsteinninn, tær og sveigjanlegur, sem breytir um lögun eftir því hvort horft er nærri eða í fjarlægð.  Augasteinninn varpar mynd á hvolfi á himnu, svonefnda sjónu, í augnbotninum.   Í sjónu eru rúmlega 126 milljónir sjónskynfrumna stafir og keilur sem eru allar næmar fyrir ljósi. Keilurnar búa auk þess yfir þeim eiginleikum að greina liti. 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 05

Skilningarvitin 5. mars

Núna erum við byrjuð á nýrri önn og á þessari önn erum við í „dúett verkefni“ eða eiginlega hópaverkefni nema aðeins tveir saman í hóp.  Ég er í hóp með Gylfa og við erum að fjalla um Skilningarvitið.  Við erum búinn að skipuleggja allt sem við ætlum að gera í verkefninu í grófum pörtum og ég held okkur muni bara ganga vel með þetta verkefni.  Við fengum ljósrit upp úr bókinni „Maðurinn“ úr okkar kafla.  Í skiningarvitinu felst heyrn og jafnvægi, líkamsskyn, sjón, bragð-og ilmskyn.  Ég ætla núna að skrifa um heyrn og jafnvægi

Heyrn og jafnvægi
Hljóð er titringur eða bylgjuhreyfing í lofti eða öðru efni sem berst eftir þúsundum taugaþráða til heilands sem vinnur úr þeim.  Túlkun hans veldur því að við getum þekkt hljóð, greint úr hvaða átt það kemur og frá hverjum, skilið mál, heyrt hljómfall og notið tónlistar.  Heyrnarfæri mannsins er jafnframt stuðla að jafnvægi, eru í höfðinu.  Eyrað skiptist í þrjá hluta: úreyra, miðeyra og inneyra.

mynd

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
jan 30

30.1

Í þessari viku vorum við að byrja á nyjum hlekk.  Hlekkurinn er um rafmagn.  Á mánudaginn vorum við í fyrirlestratíma og þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu en því miður þurfti ég að fara í klippingu svo að eg náði ekki alveg öllum tímanum en ég náði einhverju.  Á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri og fengum að velja okkur verkefni sem að áttu að vera í stöðvavinnu en var ekki hægt vegna tæknilegraörðuleika.  En það var líka bara fínt að gera þetta á miðvikudaginn.  Ég fór í tvo leiki á ensku sem að voru frekar léttir enda voru þeir ætlaðir aðeins yngri krökkum. (Leikur 1 og Leikur 2) Næstu tveir leikirnir voru inná phet og voru mjög vel gerðir.  Fyrri leikurinn sýndi + og – hleðslur þegar þú nuddar blöðru í t.d. lopapeysu hvernig – hleðslan fer þá yfir í blöðruna og sækir í + hleðslurnar í veggnum og – fer frá  Leikur 3  seinni sýndi segulhvolf jarðar og hvernig það er ekki bara á suður og norðurpólnum heldur líka í ákveðni fjarlægð í kring um þá Leikur 4.  Svo að lokum var eins Síða með myndbandi sem ég fór inná og það var mjög flott.

bæbæb

p.s. ég gat því miður ekki sett inn mynd af rafmagnstöflunni heima þar sem snúran af myndavélinni er týnd :s

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
jan 29

Vísindavaka 24.1

Í vísindavikuni ákváð ég og hópurinn minn að gera bara klassíska mentos og kók tilraun.  Í hópnum mínum voru ég, Gulla, Hrafnhildur og Hugrún Embla.  Við ákváðum að gera myndband og gekk það bara mjög vel.  Á mánudaginn fórum við út í búð og keyptum það sem okkur vantaði í tilraunina sem var þrjár tveggja lítra kók flöskur (kók, kók zero og diet kók) og þrjá pakka af mentosi.  Við fórum út í íþróttahús, inn í sturtuklefan sem að var nú þrautin þyngri þar sem að það kveiknar á sturtunum ef maður labbar inn svo við þurftum að vera bara öðru megin í klefanum en það tókst ágætlega :)  Við settum mentosið ofaní kókið og það sést allt nánar í myndbandinu okkar.  Eins og hægt er að sjá í myndbandinu skemmtum við okkur mikið við gerð þess. Hér er hægt að sjá myndbandið

Einnig vil ég benda á það að ritgerðin mín er komin inná verkefnabankann :)

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment