3. Vika

í þessari viku þá vorum við að horfa á fræðslumynd  og svo líka að vinna í glærum en það gengur þannig fyrir sig að hver velur sér eitthvað sem tengist geiminum eða einhvað þannig t.d plánetur, halastjörnur, sól ofl.  og ég valdi mér norðurljós.  Ég valdi mér þau fyrst og fremst af því ég hef alltaf haldið uppá norðurljós.
Svo eigum við að halda kynningu bæði fyrir foreldra og svo fyrir bekkinn og kennara.  Mér gengur bara mjög vel með mínar glærur þó svo að ég hafi misst soldið úr tímum vegna veikinda,  en ég hef náð að vinna það upp með því að vinna vel í tímum (Y)
og þessi glæra mun líklega koma inn á bloggið þegar hún er alveg tilbúin 😉

Eitt mjög gott forrit sem að Gyða er búin að vera sýna okkur sem heitir Stellarium,  ég er búin að downloada því og það er mjög skemmtilegt að leika sér að skoða það því að maður getur skoðað stjörnumerkin og valið hvort það sé dagur eða nótt o.s.f.v.

Heimild fyrir mynd

Heimild fyrir texta 😉

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *