Vikan

við erum búin að vera læra um orku! Við fórum líka í einn leik sem heitir Energy Skate Park :)

dæmi um orku er

Hreyfiorka! = Hreyfiorka er sú orka sem hlutir býr yfir sökum hreyfingar sinnar, sú vinna sem þarf til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á tiltekna hreyfingu.  Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.  Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna.  Orkan sem felst í hreyfingunni kallast hreyfiorka.
Stöðuorka! =  Háð því hvar hlutur er staðsettur.  Stöðuorka kerfis er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.  Kraftarnir geta verið rafkraftur, segulkraftur eða þyngdarkraftur.  Þegar stöðuorka kerfis minnkar, breytist hún í aðra tegund orku, t.d hreyfiorku.  „Geyma“ má stöðuorku svo sem þyngdarstöðuorku, fjöðrunarorku, efnaorku, kyrrstöðumassaorku eða raforku og leysa síðar úr læðingi.
Varmaorka! hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmorka.  Sú mynd orkunnar sem flyst á milli staða þar sem hitamunar gætir.  Því meiri hreyfing – því meiri varmi.

svo gerðum við líka verkefni sem hægt er að finna í verkefnabankanum :)


This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *